Til Varnar Isildur Sagan af því þegar Isildur tók hringinn í Lord of the Rings bókinni er frekar óljós, sem afleiðing af því að persónur bókanna vita ekki mikið um þá atburði sem áttu sér stað í lok annarar aldar. Í myndinni er Isildur svo sýndur sem heigull sem að setur á sig hringinn til að flýja undan nokkrum aumum orkum meðan hann er með hóp af riddurum í kringum sig. Þar finnst mér illa farið með góðan dreng. Sönnu söguna um dauða Isildurs sagði Tolkien í stuttri frásögn sem heitir Dissaster of Gladden Fields, sem byrstist í bókinni Unfinished Tales sem var gefin út eftir dauða Tolkeiens.
Ég vildi skrifa þessa grein til að koma því til skila hvað gerðist í raun og veru í lok annarar aldarinnar og til að leiðrétta nokkur misvísandi atriði í myndinni.

“It was Gil-galad, Elven-king and Elendil of Westernesse who overthrew Sauron, though they themselves perished in the deed; and Isildur Elendil’s son cut the ring from Sauro’s hand and took it for his own.”
- Fellowship of the Ring; The Shadow of the Past

Atriðið í myndinni þegar að Elendil ræðst á Sauron er mjög rangt gert að mínu mati (samt ógeðslega flott, bara rangt gert staðreyndalega séð). Í fyrsta lagi, hvar er Gil-galad? Á seinasti High-king of the Noldor ekki allavega skilið að fá örfáar sekúndur á skjánum. Í myndinni var gefið í skyn að Elrond væri að leiða álfanna í the War of the Last Alliance.
Elendil ræðst síðan fram virkilega hugrakkur og með Narsil reitt til höggs og… ah hann dó. Hmmm entist um það bil ½ sekúndu. Síðan kemur Isildur og fyrir eintóma heppni nær hann að skera puttann af Sauron með brottnu sverði föður síns. Sauron deyr svo af því að hringurinn er skorinn af.
Samkvæmt öllum heimildum sem ég finn um þetta í bókunum þá gerðist þetta allt öðruvísi. Menn og Álfar voru búnir að vinna stríðið og svo gott sem útríma her Saurons. Þeir sátu um Barad-dûr í sjö ár þar til Sauron sjálfur neyddist til að sýna sig. Gil-galad og Elendil börðust svo við Sauron og sigruðu hann en létu báðir lífið sjálfir. Sverð Elendils brottnaði undir honum þegar hann féll. Isildur tók síðan sverð Elendils og skar hringinn af hönd Saurons eftir að Sauron var sigraður (ég get víst ekki sagt dauður þar sem hann kom aftur 3000 árum seinna).

“But at the last the siege was so strait that Sauron himself came forth; and he wrestled with Gil-galad and Elendil, and they both were slain, and the sword of Elendil broke under him as he fell. But Sauron also was thrown down, and with the hilt-shard of Narsil Isildur cut the Ruling Ring form the hand of Sauron and took it for his own. Then Sauron was for that time vanquished, and he forshok his body, and he spirt feld far away and hid in waste places; and he took no visible shape again for many long years.”
- The Silmarillion; Of the Rings of Power and the Third Age

Ég ímyndaði mér bardagann milli Gil-galad, Elendils og Sauron alltaf sem einhvern flottasta, epískasta og stórfenglegasta atburð í öllum sögunum að undanskildum kannski bardaganum milli Fingolfins og Morgoth. Ég varð frekar sár þegar hann kláraðist á ½ sekúndu.

En aftur að Isildur. Eftir stríðið fór hann til Gondor þar sem hann hélt til í heilt ár en hann sendi mestan hluta hers Arnor aftur norður á undan sér. Í Gondor tók hann the Elendilmir*, tákn konunga Arnor og tók við konugstign allra Dúnedain í norðri og suðri. Á þessum tíma skrifaði hann líka skjalið sem Gandalf notaði síðar til að fullvissa sig um að hringurinn væri sá eini sanni. Ég bið ykkur um að taka sérstaklega eftir einni setningu í þessu skjali.

“It was hot when I first took it, hot as a glede, and my hand was scorched, so that I doubt if ever again I shall be free of the pain of it.”
- Fellowship of the Ring; The Council of Elrond

Þegar að sá tími kom að Isildur ætlaði að snúa aftur til Arnor þá vildi hann fyrst koma við í Imladris þar sem hann hafði skilið eftir konu sína og yngsta son sinn. Hann vildi líka fá ráð Elronds. Á þessum tíma, tveimur árum eftir fall Saurons, var Isildur nefnilega farinn að átta sig á mistökum sínum og hann vildi láta álfanna fá hringinn til að ákveða örlög hans.
Af því að Isildur vildi koma við í Imladris ákvað hann að fara aðra leið en tíðkaðist þegar ferðast var á milli Gondor og Arnor. Hann vildi fara upp eftir dölum Andúin og yfir the Misty Mountains líklega á svipuðum stað og Bilbo og föruneyti Thorins fóru í Hobbitanum. Með Isildur fóru þrír synir hans og tvöhundruð riddarar og hermenn. Á leiðinni norður lentu þeir í mikilli rigningu og þegar að þeir komu að ánni Andúin var þar mikið flóð og svo hátt í ánni að þeir komust ekki yfir. Þeir héldu því lengra norður í átt að Mirkwood, sem þá hét Greenwood the Great þar sem þeir vissu um vað sem að skógarálfarnir notuðu. Þegar þeir komu að Gladden Fields austan við skóginn var svo ráðist á þá af orkum við sólarlag. Allt í allt voru þarna í kringum 2000 orkar. Isildur skipaði mönnum sínum að mynda thangail, nokkurskonar skjaldhring sem virkaði mjög vel til að verjast á móti margfalt fleiri óvinum. Þessi varnarstaða stóðst á móti örvaregni og áhlaupi orkanna alla þessa nótt.
Isildur áttaði sig á því að þeir myndu ekki endast að eilífu svo hann sendi einn skjaldsveina sinna Ohtar, í burt með brot Narsil og sagði honum að koma sverðinu til Imladris sama hvað það kostaði.
Í dögun hörfuðu orkarnir aftur inn í skóginn og Isildur skipaði mönnum sínum að halda áfram. Þeir höfðu þó valla farið meira en eina mílu þegar að orkarnir gerðu aðra árás. Í þetta skiptið héldu orkarnir sig í fjarlægð utan við færi hinna frægu stálboga frá Númenor og gerðu ekki beint áhlaup heldur umkringdu skjaldborgina.
Á þessum tímapunkti stakk einn af sonum Isildurs upp á því að þeir notuðu hringinn á móti orkunum þar sem að þjónar Saurons yrðu að hlýða þeim sem bæri hringinn á fingri sér. Isildur svaraði:

“Alas, it is not, senya. I cannot use it. I dread the pain of touching it. And I have not yet found the strength to bend it to my will. It needs one greater then I now know myself to be. My pride has fallen. It should go to the Keepers of the Three.”
-Unfinished Tales; Disaster of the Gladden Fields

Þessi orð höfðu ekki fyrr verið töluð en að hornablástur hljómaði frá orkahernum og þeir gerðu áhlaup frá öllum hliðum. Nóttin var komin og Isildur og menn hans þurftu enn einusinni að berjast fyrir lífi sínu. Orkarnir notuðu yfirburða fjölda sinn til þess að gera nokkurskonar sjálfsmorðsárásir á skjaldborgina og taka einn Dúnedain niður fyrir hverja þrjá orka. Smátt og smátt fór mönnum Isildurs að fækka og Elendur sonur hans kom til hans.

“’My King,’ said Elendur, ‘Ciryon is dead and Aratan is dying. Your last counselor must advise, nay command you, as you commanded Ohtar. Go! Take your burden, and at all costs bring it to the Keepers: even at the cost of abandoning your men and me!’
‘King’s son,’ said Isildur, ‘I knew that I must do so; but I feared the pain. Nor could I go without your leave. Forgive me, and my pride that has brought you to this doom.’ Elendur kissed him. ‘Go! Go now!’ he said.
-Unfinished Tales, Disaster of the Gladden Fields


Að svo mæltu setti Isildur á sig hringinn og hringurinn brenndi hönd hans í annað skiptið. Hann varð ósýnilegur að öllu leiti nema the Elendilmir sem að hann bar á enninu hvarf ekki heldur brann eins og brennandi rauð stjarna og menn og orkar hörfuðu í ótta undan ljósinu. Isildur dró þá hettu yfir höfuð sitt og hljóp í burtu ósýnilegur. Isildur hljóp alla nóttina og fann fyrir miklum sársauka undan hringnum. Hann kom loks að bökkum Andúin í dögun. Áin var ennþá mjög straumhörð og yfirfull eftir rigningarnar undanfarna daga. Isildur sem hafði þó engra kosta völ en að komast yfir, vitandi það að okrarnir gátu rakið slóð hans út frá lyktinni einni saman, klæddi sig úr öllum sínum herklæðum og kastaði sér út í strauminn. Hann var mjög sterkur og líkamlega hraustur jafnvel miðað við aðra Dúnedain á þessum tíma en þetta sund tók allan hans styrk. Þegar hann var kominn úr mesta straumnum og í að komast í grynningarnar hinumegin fann hann hringinn renna af fingri sér og sársaukinn í hendinni hvarf. Hann setti lappirnar niður og fann árbotntin undir fótum sér.
Orkar sem að földu sig á hinum árbakkanum sáu hann og skutu að honum eitruðum örvum sínum. Isildur sem var ekki lengur í neinni brynju fékk ör í gegnum hjartað og hálsinn og án þess að gefa frá sér hljóð féll hann afturábak og var borinn burt af ánni.

Þið sjáið vonandi af þessari lýsingu hversu illa er farið með Isildur í myndinni. Þar setti hann hringinn á sig til að flýja eins og hver annar heigull um leið og nokkrir orkar réðust á hann. Meðan að í raun og veru setti hann hringinn ekki á sig fyrr allar aðrar leiðir voru lokaðar, og þá aðeins til þess að koma í veg fyrir að hringurinn félli í hendur þjónum Saurnons.

*The Elendilmir - Konungar Arnor báru enga kórónu heldur hvítan gimstein kallaðan Elendilmir, stjörnu Elendils, bundinn með slifur keðju á enni sitt.
Lacho calad, drego morn!