Eitt mikivægasta vopn myrkravalda í Miðgarði er lygi og ótti. Þannig komst fyrst vandræði milli álfaflokka. Og helsti styrkur Álfa og manna við þessu var viljastyrkur.

Þetta finns mér ekki vera nógi mikið sýnt í myndunum(allavega þessum tveimur), Allar tegundir af úrgeislun. Þessa sem Nazgúlar gefa frá sér og sú sem Aragorn notar á Amon hen þegar hann gargar “Elendil”. Þetta vakti mikinn ótta hjá Uruk-hai'unum þegar hann réðist á þá. Þetta fannst mér ekki alveg koma fram í myndunum. Einnig í bardaganum við Hjálmsdýpi.

Svo finnst mér gert lítið úr Aragorn, Míþrandir og Fróða.
Það er gefið í skyn í mydunum að Aragorn sé að “flýja” örlög sín með því að fara í vestlægar örbygðir. Á meðan í bókunum er greinilega sagt að hann og hinir “Rangers” séu að vernda landamærinn. Þetta kemur fram í Rofadal í bókunum þegar Boromir sakar þingið um hlutleysi, að Gondor sé að tína mörgum lífum við þaða að vernda hina, og þá svarar Aragorn ofangreindu. Og mér fannst í bókunum að Aragorn væri aldrei í vafa að hann færi og mundi taka kóronu Gondors aftur, þetta væri meira spurning um tíma settningu þar sem Sauron og Sauruman vissu ekki að tilvist Konungs Gondors.

Mér þótti það einkennilegt að það tók Gandalf svona langan tíma að fatta að Sauruman væri farinn “yfir”. Í bókunum fannst mér eins og Gandalfur væri löngu kominn með óttan við því að Sauruman væri “snúin”. Og treysti ekki svona mikið á hann eins og hann virtist gera í myndini(smb atriðið þegar Frodo er að pakka og Gandalfur segir greinilega stressaður “ég fer til Saurumans, hann veit hvað skal gera”.)

Einnig virðist gleymast að Frodo er enginn krakki, hann er jú 35 ára í afmæli Bilbos. Það gæfi Frodo allt annan blæ í myndini. Ekki þenna stressaða, óörugga dreng. Þá yrði ákvörðuninn að taka aftur við hringnum í Rofadal miklu erfiðari. Ef drengur gerði þessa ákvörðun, væri hún bara impulse, ekki meðvitað, yfirvegað. Vitandi það að öllum líkendum myndi hann deyja. Vitandi það að Ef hann myndi ekki standa upp og taka við hringnum aftur yrði ekkert úr þinginu í Rofadal. það yrði enginn sátt.


Annars fannst mér auðvitað myndirnar algjer snilld og hlakka ég til að komast í extendid útgáfuna.

p.s. Þið afsakið að ég skyldi nota ensk og íslensk orð sitt á hvað.
Ég er ekki búinn að lesa meira enn Hobittan og hringadrottins sögu, þannig að ef það er eitthvað í öllu hinum sem stangast á við eitthvað sem ég sagði, endilega benda mér á það. Einnig ef það var eitthvað sem ykkur fannst einfaldlega ekki rétt.
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil