''Við hliðina á Völum voru aðrir andar sem einnig hefðu komið fyrir tilkomu Veraldar, af sama stofni og Valar en lítilvægari. Þeirra á meðal voru margir Majar sem fylgdu þeim til Valalands sem þjónar þeirra og hjálpendur.''
Svona hefst kaflinn um Maja í Silmerillinum. En hvað eru Majar?
Kunnastir Maja eru Ilmær, þerna Vördu, og Jónver merkisberi og lúðraþeytari Manves. En þekktust af öllum Majunum eru Ossi og Úíen en þau eru hjón. Af þeim Majum sem mest koma fyrir í Hringadróttinssögu er það augljóslega Gandálfur, Sarúman og auðvitað Sauron.
Vitrastur Majana var Ólórinn sem var og er að öllum líkindum Míþrandír/Gandalf en það kemur aldrei fram hvort hann sé Gandalf eða ekki.
Gandalfur er hin dularfulla persóna í Lord of the rings. Hann hefur þann eiginleika að hverfa og birtast svo aftur á allt öðrum stað. Í Föruneyti hringsins fellur hann niður í botnlausan pitt þar sem hann berst við Balrogga á leiðinni niður og sigrar hann. Í Tveggja turna tali birtist hann svo aftur klæddur í hvítu og kallar sig Gandálfur hinn hvíti.
Töframáttur hans hefur aukist sem og viskan og hann notar töframáttinn oft til að bjarga málunum. Hann er góður vinur Hobbita og kemur oft til að heimsækja þá, eins og segir í Hobbitanum. En vinátta hans við hobbita stórauktist þegar hann uppgvötar það að hringurinn sem Bilbó fann og gaf Fróða sé hringurinn eini. Hann hjálpar svo föruneytinu oft á leiðinni en missti svo af þeim þegar hann féll niður Moríu.
Í Hilmir snýr aftur sannast máttur hans svo þegar hann mætir konungi Nazgúlana og rekur hann burt.
Þegar fyrsu skuggarnir birtust komu á vettvang á vesturhluta Miðgarðs svokallaðir Istarar, sem menn kalla vitka Enginn nema Sirdán í höfnum vissi hvaðan þeir komu og hann sagði það engum nema Galadríel og Elrondi að þeir kæmu vestan af hafi. Vitkar þessir voru mjög gamlir ásýndum en elli virtist ekki hrjá þá, þeir þoldu mikið álag og voru mjög vitrir. Fremstir þeirra voru Gandálfur og Sarúman. Sarúman var eldri og kom fyrstur en á eftir honum kom Gandálfur og Ráðagestur en aðrir vitkar héldu á austursvæði Miðgarðs. Ráðagestur vingaðist mest við dýrin á meðan Sarúman talaði mest við menn og var afar fær við smíðar. Míþrandír gerðist hinsvegar ráðgjafi Elronds og Álfanna.Hann var stöðugt á ferli í Norðrinu og Vestrinu og tók sér hvergi búfestu.
Míþrandír var alltaf á verðri gagnvart skuggunum í Myrkviði, og meðan flestir héldu að þetta væru bara hringvomar hélt hann að þetta gætu orðið fyrstu ummerki þess að Sauron sjálfur væri kominn á kreik. Sem sannaðist svo í Hringadróttinssögu.