Rangt að kvikmynda LoTR? Margir hafa komið fram með þá skoðun að það hafi verið
rangt að kvikmynda LoTR. Og ætla ég aðeins að ræða um
það hér.

Ég hef heyrt einhverstaðar að Tolkien hafi alveg viljað láta
kvikmynda LoTR, honum hafi fundist það rétt, og seldi þess
vegna réttin til þess að kvikmynda hana til leikstjórans (man
ekki nafnið í augnablikinu) á bakvið hinar misheppnuðu LoTR
teiknimyndir.

Mörgum finnst rangt að kvikmynda þær, því að sumir vilja bara
ímynda sér þennan stórkostlega hugarheim Tolkiens og vilja
ekki að P.J. sé að skemma þann heim sem að hver og einn
er búnað skapa sér.

Það er líka sú staðreynd að P.J. breytir alveg óhemhju miklu
og setur sumt inn sem að var aldrei getið í bókinni. Og sleppir
líka lykilpersónum svosem Glorfindel og Tom Bombadil (ekki
alveg lykil en þeirra er samt sárt saknað í mínum húsum) Þar
á móti kemur að það væri ómögulegt að setja allar persónur
inn, nema að maður nenni að sitja 12 tíma í bíó. Það er önnur
ástæða til þess að kvikmynda þær ekki: Það að margar
persónur og atriði sem að Tolkien setti inn verða hreinlega
strokuð út.

Chirstopher Tolkien hefur einnig lýst yfir andúð sinni á öllu
þessu æði sem að fylgir myndunum (þ.e. leikföng, spil,
kornflex dót og margt fleira.)

Ég er sjálfur hlynntur kvikmyndun LoTR þó svo að það eru
atriði í þeim sem að ég er ekki sáttur við.

Endilega segið ykkar skoðun á þessu.

HackSlacka
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi