Hobbitinn

Bókin fjallar um eins og margir kannski vita um ævintýri hans Bilbó gamla. Byrjar þetta allt þegar 13 dvergar og Gandalf banka upp á hjá Bilbó. Býður Bilbó þeim í kaffi en spyr loks hver ástæða ferða þeirrar sé og svara þeir að þeir séu að leita að innbrjóti sem á víst að hjálpa þeim að endurheimta Fjallið Eina og allt gullið sem drekinn hafði stolið af dvergum fyrir mörgum árum. Líst honum Bilbó alls ekkert á þetta og segir í fyrstu að hann vilji ekki taka þátt í svona ævintýrum heldur frekar vera heima hjá sér í kyrrð og ró. Eftir frekar skemmtilega nótt ákveður hann að slá til og fara með þeim og gerir hann það. Daginn eftir fer Bilbó af stað en voru þá dvergarnir komnir svolítið á undan honum en nenntu þeir ekki að vekja hann. Hleypur hann eins og hann getur og loksins nær hann þeim og fattar þá að hann gleymdi pípunni, hattnum sínum og vasaklút en er hann ekki vanur að fara án þess að hafa það meðferðis. Eftir nokkuð langa göngu sjá þeir eld og láta þeir litla Bilbó fara til að athuga hvað þar var á seyði en var það ekki annað en 3 dvergar að snæða saman (man ekki alveg hvað þeir heita). Ákveður hann að vinna sér inn traust dverganna og ætlar sér að stela af þeim en sér þá eitt tröllið hann og tekur hann upp og spyr hvað hann sé að gera og segir hann þeim að það séu fleiri dvergar þarna rétt hjá að bíða sín. Koma þá dvergarnir þarna inn og verða þeir þá teknir af tröllunum. Eins og vanalega er það Gandalf sem kemur að bjarga þeim með undarverðum hætti. Eftir þetta verða tröllin að steini.

Eftir nokkuð langa göngu er þeir voru á gangi í fjöllunum byrjar að rigna og hvessa mjög en ákveða þeir að finna sé helli til að gista í yfir nóttina. Finna þeir helli sem þeir halda að sé tómur og ekkert sé að óttast. Þessa nótt dreymir Bilbó að þeir séu teknir af orkum eftir að gólfið hafi farið í tvennt (að mig minnir, getið leiðrétt mig ef það er rangt). Við þetta vaknar Bilbó og sér þá hvernig gólfið er að fara í sundur og sér þá einmitt orka reyna að ná til þeirra. Sleppa þeir að vera teknir af þeim en flýja þeir inn í hellinn og heyra þeir þá orkana vera á hælum sér og hlaupa eins og fætur toga en verða þeir að taka Bilbó á bakið vegna þess hve hægt hann hljóp. Í einni beygjunni í hellinum dettur Bilbó af baki eins dvergsins og rotast. Þegar Bilbó fer að ranka við sér, sér hann að dvergarnir ásamt Gandalf séu langt frá honum. Þegar Bilbó er að skríða eftir gólfinu lendir hann á gullhring einum (hmmm… hvaða hringur ætli það sé???) og eftir nokkurn spöl endar hann á að koma að vatni en þorir ekki að fara yfir því að hann er ekki syndur. Hittir hann Gollrir þarna og spyr hann hvort hann geti vísað sér leiðina út en vill Gollrir aðeins fara í gátuleik en ef Bilbó tapar þá verður hann étinn en ef Gollrir tapar þá vísar hann honum leiðina úr. Eftir nokkuð langa og stranga keppni spyr Bilbó loksins, hvað er ég með í vasanum (hann hvíslaði þessu aðeins að sjálfum sér, átti ekki að vera spurning) en getur hann ekki svarað því hann Gollrir og þarf að vísa Bilbó leiðina út og fer Gollrir þá að ná í einn hlut áður en hann færi og leyfir Bilbó honum það. Gollrir finnur ekki hlutinn sem hann leitar að og verður reiður. Bilbó flýr undan Gollrir en setur á sig fyrir slysni hringinn á sig. Þegar Gollrir hleypur framhjá honum sér hann ekki Bilbó heldur, heldur áfram að hlaupa þangað til hann kom að opi sem hann horfði í gegnum og sagði í sífellu að Bilbó væri þjófur. Bilbó horfði á Gollrir og ákveður svo að fara í gegnum opið, gegnum orkana og finna dvergana aftur.

Þegar Bilbó var búinn að finna dvergana halda þeir áfram för sinni að Fjallinu Eina en lend þeir í ýmsum ævintýrum sem ég nenni ekki að nefna öll en ákvað ég þó að segja ykkur þetta. Já eins og ég sagði þá héldur þeir för sinni áfram og hitta þá félaga Gandalf, hittu þeir mann eða björn því að hann var björn á næturnar og maður á daginn (minnir mig en þið getið leiðrétt mig). En sagði hann dvergunum aðeins að koma tveir saman í einu en átti feiti dvergurinn að fara seinast því að hann var sem tveir en varð Björn mjög pirraður ef hann átti að kynnast fleiri en tveimur í einu. Allavega þegar allir dvergarnir og Bilbó voru komnir inn þá hélt Gandalf áfram frásögn sinni af hverju þeir lentu hjá húsi hans. Eftir frásögnina þá fóru þeir allir í háttinn. Um nóttina heyrði Bilbó mikið ýlfur fyrir utan húsið en hann mátti ekki fara út fyrir þar sem að Björn var búinn að banna þeim það. Eftir tvær nætur (minnir mig) kemur Björn aftur en var hann þá víst búinn að drepa vargana sem réðust á þá en voru það einmitt Ernirnir sem björguðu þeim frá vörgunum. Björn lánaði dvergnum og Bilbó hesta en vildi hann ekki tapa þeim svo hann elti þá smáspöl.

Eftir smá ævintýri í skóginum koma þeir að Fjallinu Eina. Bilbó fer inn í Fjallið og sér þá drekann (vááá þoli ekki,,,, man ekki hvað hann heitir…. Smeyginn ef ég man rétt) en gerir Bilbó eitthvað svo að drekinn rankar aðeins við sér og verður reiður en þá sömu nótt ræðst hann á þorp þar rétt hjá og kveikur í húsunum en var það einn Mannanna sem bjargar þorpinu frá Smeygni og komast dvergarnir þá inn í hellinn án þess að vera truflaðir af drekanum. Þegar þeir voru búnir að finna fjársjóð mikinn en má geta þess að það var enginn annar en hann Bilbó sjálfur sem fann hann og tók þar það fallegasta sem hann sá en var konungur dverganna sem vildi einmitt fá þann grip. Ætla álfar og menn að gera áras á Fjallið eina og þar með dverganna eftir að þeir neita að hleypa þeim inn að fjallinu en bíða þeir uns dvergarnir verða orðnir svangir og gefast upp. Þegar Bilbó tekur við að vera vörður Fjallsins fer hann með Hjarta fjallsins til mannanna og segir þeim að biðja dverganna að hleypa þeim inn annars fá þeir aldrei þennan grip. Eftir smá rifrildi og læti koma fullt af orkum, næstum allir orkar Miðgarðs en verða þá álfar, menn og dvergarnir að standa saman gegn þeim og tekst þeim það nokkurn veginn en samt með hjálp Arnanna og Björns en fær hann Bilbó gamli að frétta þetta í þorpinu en rotaðist hann rétt eftir að hafa sett hringinn á sig og áttu þeir í miklum erfiðleikum með að finna hann en það tókst þó í seinasta skiptið sem þeir leituðu. Bilbó geymdi hringinn og fór með hann heim til sín en verður maður að lesa Hringadróttinssögu til að komast að einhverju fleiru um þennan hring.

Þetta er án efa besta bók sem ég hef lesið (hef ekki lesið Hringadróttinssögu reyndar). Ég hvet alla þá sem hafa einhvern áhuga á Lord of the rings að lesa þess bók því að hún hefur manni dýpt í myndina og jafnframt myndina.