Fjanor var sonur Finnva, sem var æðstur meðal Nolda á Amanslandi(Valínor), og Míríel sem lést af barnsförum þegar hún átti Fjanor. Hálfbræður Fjanors voru Fingólfur(afi Gils Galaðs) og Finnfinnur(faðir Galadríelar). Konu átti Fjanor og hét hún Nerdanél, synir þeirra urðu sjö, Mæðros, Maglor, Selgormur, Karanþír, Kúrfinnur(faðir Selebrimbors sem smíðaði Máttarbaugana), Amráði og Amrási.
Noldar voru miklir smiðir og varð Fjanor snemma mikill listasmiður og smíðaði marga fagra gripi, talið var að hann hefði smíðað sjónsteina Gondormanna, fegurstir gripa sem hann smíðaði urðu gimsteinar þrír sem kallaðir voru Silmerlar og voru að hluta gerðir af ljósatrjánum tveim sem á þeim tíma lýstu upp heiminn.
Víkur þá sögunni að Vala sem heitir Melkor, hann var guð hins illa og hafði verið tekinn höndum fyrir þau spellvirki sem hann framdi á árum áður, var refsing hans að gista 1000 ár í fangelsi og þá skyldi athuga hvort hann hefði bætt sig eitthvað.
Blómatími Nolda stóð yfir þegar komið að þeim tímamótum að 1000 ár voru liðin frá handtöku Melkors. Melkor fékk sig lausan og lést sem hann hefði bætt sig og hóf að hvísla lygum að Noldahöfðingjum sem fóru að gruna hvorn annan um samsæri. Fjamor grunaði bræður sína um að ætla að svíkja sig og ákváðu Valar að kalla þá til sín í veislu það sem áttu að sætta þá.
En á meðan veislunni stóð kom Melkor æðandi yfir landið með kóngulóna Ungólíant og eyðilögðu þau ljósatrénu. Valarnir báðu þá Fjanor um að láta sig hafa Silmerlana svo þau gætu endurvakið trén en hann var orðinn svo uppfullur af lygum Melkor og hélt bara að þeir ætluðu að stela gimsteinunum af sér og æpti Nei. En Melkor hafði farið til Tírionsborgar Nolda, myrt Finnva, Stolið Silmerlunum og flúið til miðgarðs.
Við þessar fréttir varð Fjanor æfur og gaf Melkori eftir það nafnið Morgoth sem þýðir myrkraóvinur. Fjanor hélt með fjölmennt lið nolda af stað til Miðgarðs og ætlaði sér að hefna föður síns og endurheimta Silmerlana, lét hann sig og syni sína strengja þess heit að allir þeir sem héldu frá þeim einhverjum Silmerlanna skyldu eltir með hefnd og hatri til enda veraldar. Finnfinnur varð eftir með nokkru liði nolda í Tírionsborg en Fingólfur hélt með Fjanori en mátti þó þola svik og pretti af hans hálfu.
Þegar til miðgars kom héldu Noldarnir strax í stríð við Morgoth og geystust Fjanor og synir hans svo hratt fram að þeir gleymdu allri skynsemi og var Fjanor á endanum yfirbugaður af Ballroggum Morgoth. Synir hans báru hann burt af vígvellinum og ýtrekaði hann við þá að halda eiðinn á dauðastundinni, hann dó svo og var andi hans svo öflugur að líkaminn splundraðist.
Synir hans héldu allir eiðinn en náðu ekki höndum yfir Silmerlana fyrr en löngu eftir það en enginn þeirra lifði lengi á mælikvarða álfa. Silmerlunum var svo komið fyrir á himmnum, sjónum og í jörðinni.
Mæli eindregið að fólk lesi Silmerillinn, hún gefur hringadróttinssögu ekkert eftir fyrir utan það að hú er alltof stutt.
kveðja ssg
Maður er bara hræddur við svona kvikindi!