Loksins læt ég aftur í mér kveða, bara eitthvað að dunda mér
:)

En allavegana, ég ákvað að senda þetta frekar hér heldur en í
Moríanámu-triviugreinina, þar eð það er ekkert rosalega virkt
og… bara held að það fengi ekki mikla athygli.

Það ættu nú flestir að vita reglurnar, en ég vil að aðeins sé
póstað svörum sé maður með öll svörin, ekki 1. blabla 2, 3, 4,
5, 6, 7, 8, 9, 10 veit ekki, og svo 11 blabla, því að þá verður
þetta of auðvelt fyrir þá sem kannski sjá greinina ekki alveg
strax :)

En já, spurningarnar (ég ætla að hafa þetta erfitt):

1. Hve langt er Lairë (Quenya) samkvæmt tímatali Imradil
(Rofadals)?
2. Hvaða nafn bar 17 konungur númenors (tar-?), hvenær var
hann fæddur (óþarfi að skilgreina öld), og hve gamall fékk
hann krúnu landsins?
3. Hvar og hvenær fara fyrstu sagnir af tröllum? (þeas, staður,
öld og ártal)
4. Hver sagði „Et Eärello Endorenna utúlien. Sinome maruvan
ar Hildinyar tenn’ Ambar-Metta!”, hvenær og hvað þýðir þetta?
(2 mögulegir svarmöguleika á hver og hvenær)

Ég ætla bara að hafa þær fjórar, því að mínu mati eru þær
erfiðar ;)

kv. Amon