Ath.
Að maður verður að vera búinn að sjá allar gömlu Star wars myndirnar og lesa allar helstu ,,middle-earth bækurnar´´ (þ.e Lord of the rings, the hobbit, silmarillion, unfinished tales) til þess að hafa í raun rétt til þess að geta tjáð sig um eitthvað yfir höfuð í þessari grein.
Ef fólk hefur ekki lesið bækurnar þá vil ég segja þetta:
SPOILER SPOILER SPOILER SPOILER SPOILER SPOILER SPOILER.
Þar sem síðasta grein mín hefur fengið stimpilinn ,,langsótt´´ yfir sig þá vil ég skýra nánar frá öllum stolnu og ,,öðruvísi púsluðu -´´ atriðunum:
Star wars: New hope.
1. Leyniáætlunin er mikilvægur hlutur sem hægt er að notfæra sér gegn hinu illa keisaraveldi (líkt og hringurinn í L.o.t.r gegn veldi Sarurons) – þó er þetta í hálfpartinn smækkaðri útgáfu.
2. Áætlunirnar lenda í höndunum á Luke: hrekklausum, sveitabæjardreng sem lifir á afskekktum stað fjarri heimsmálunum og hefur náunginn engar minningar um sína raunverulegu foreldra (líkt og persónan Frodo í L.o.t.r).
3. Luke hittir Ben Kenobi og fræðast þeir um gildi áælunarinnar úr R2D2 (minnir á kaflan í Fellowsship þegar Gandalfur og Frodo eru að vangaveltast um hringinn).
4. Ben Kenobi ber geislasverð og getur dáleitt fólk með röddinni (Sarúman gat það líka með sinni rödd í two towers).
5. Þegar farið er til Mos Eisle þá reynist sá staður vera drullugur og samansafn vafasams fólk (líkt og Bree í L.o.t.r).
6. Luke og Kenobi fara inn á bar, fá á sig athygli þegar Kenobi drepur vonda kallinn (Frodo fær á sig athygli þegar hann gerist ósýnilegur í Bree).
7. Þeir hitta Han Solo strax á eftir því (skuggalegur náungi sem kann sitthvað fyrir sér í lífinu líkt og Strider)
8. Fá Han solo til þess að veita sér fylgd frá A-B (Strider fylgir þeim líka í L.o.t.r).
9. Áður en lagt er af stað þá koma stormtroopers fyrir í lífi þeirra eftir að njósnari hafði komið upp um þá (líkt og njósnarinn í Bree lét nasgúlana vita).
10. Prinsessan er höfð í haldi til þess að fá mikilvægar upplýsingar frá henni um áætlunirnar (líkt og Gollum var hafður í haldi hjá Sauron til þess að fá upplýsingar um hringinn, eða þá eins og Gandalfur var hafður í haldi hjá Sarúman vegna sömu ástæðna).
11. Þegar Luke og fygdarlið hans mæta til Death star (óbein Moría, stronghold vondu aflanna) þá geta þeir ekki snúið aftur vegna segulsins (líkt og skrímslið í vatninu hindraði föruneytið á því að snúa aftur frá Moría).
12. Luke og Han Solo dulbúa sig sem stormtroopers (Sam og Frodo dulbúa sig sem orka í Return of the king).
13. Luke og þau verða tímabundið innikróa í sorpgeymslu líkt (líkt og föruneytið varð tímabundið innikróa í fyrsta bardaganum í Moría) og má bæta því við að Ben Kenobi slekkur á seglinum á svæði sem hefur stóra brú (líkt og brúin í Kaza-dúm).
14. Luke og þau verða síðan hundelt af fjölda stormtroopers (líkt og margir orkar í Moría eltu föruneytið).
15. Ben Kenobi berst við Darth Vader (öflugur fjandmaður) og fórnar hinn fyrrnefndi sér svo að Luke og þau geti flúið (Gandalfur berst við Baalrog og fórnar sér óbeint fyrir hin).
Star wars: The empire strikes back.
1. Luke er laminn af ísjeta og nær Luke að sleppa með því að skera sig lausan með sverði sínu og flýr hann ringlulega út í buskan (Pippin sker bönd sín laus með sverði eins dauðs orka, finnur fyrir ringlun vegna ,,lækningavökva´´ þeirra og flýr ásamt Merry til Fangornskóga - sem eru hálfpartinn úti í buskan).
2. Lei prinsessa verður mjög leið þegar Han Solo ætlar sér að fara burt frá Hooth plánetunni (í Lord of the rings verður Jóvin mjög leið þegar Aragorn er á leið frá Róhan til draugastaðarins).
3. Luke fer til Dagobad svæðisins sem er mjög svo creepy staður líkt og ,,Old Forests´´ í Fellowship of the ring. Eitthvað skrímsli grípur í R2D2 (líkt og galdratréð greip í hobbitana). Eða þá að hægt er að líka þessu við Fangornskóg.
4. Yoda er sambland af Tom Bombaldi og Galadriel. Virkar fyrst einfeldningslegur líkt og Bombaldi, en ágerist seinna meir sem Galadrial hvað varðar spekislegt tal.
5. Mannaveiðarinn Bobba Fett eltir föruneytið í sífellu (Gollum og Nasgúlarnir elta föruneytið í sífellu).
6. Þegar Han solo og þau fara til skýjaborgar þá svíkur Calrissian þau óbeint til vondu aflanna, hann sér að sér seinna og kemur til bjargar, þó verður ekki náð að bjarga Han Solo (Boromir svíkur föruneytið óbeint með því að ásælast hringinn en þó sér hann að sér seinna og kemur til bjargar, í stað þess að ekki sé náð að bjarga Merry og Pippin þá er ekki bjargað Frodo líkt og hvernig síðasti kaflinn endaðí bókinni Two towers).
7. Lei og þau eru handsömuð af Darth Vader í annari myndinni og (líkt og merry og Pippin urðu handsamaðir í annari bókinni)
8. Í unfinished tales er sagan um Turin Turambar. Í henni kemur fyrir að systir hans verður minnislaus vegna galdra drekans Glaurungs og auk þess hefur Turin aldrei séð hana, þannig að systkinin giftast. Glaurung freistar oft Turin með lygum sínum og líkt og tauntin (særandi athugasemdir) hans Darth Vaders. Rétt áður en Glaurung deyr þá segir hann Nienor frá því að Turin sé bróðir hennar, hún panickar og kastar sér niður bjarg.
Í stað þessa atriðis er sem Glaurung (Darth Vader) segi Turin (Luke) að hann sé faðir hans, Turin panickar og kastar sér niður bjarg (Luke kastar sér niður þegar hann fattar sannleikan í Empire strikes back).
Star wars: Return of the Jedi (king).
1. Þegar Han solo er hjá Jabba the Hut þá smygla Leia og þau sér laumulega inn og frelsa hann seinna (líkt og í Return of the king þegar Sam fer leynilega inn til turnins og bjargar Frodo).
2. Það er risastórt skrímsli í heimkynnum Jabba the hutt (stórt skrímsli líkt og Shelob, en í stað þess að hún hangi á sínum stað þá er hún færð til turnsins þar sem Frodo er haldinn af orkunum).
3. Í ráði uppreisnarbandalagsins ríkir fundur um nýja Death starið og er beðið um sjálfboðaliða (í Fellowship of the ring er beðið um sjálfboðaliða í ráði Elronds).
4. Þegar Luke og þau eru tekin til fanga af Ewoks; þá gerist það næstum því að þau verða brennd á báli (óbeint fengið úr því þegar dvegarnir eru handsamaðir og næstum því étnir af tröllunum í The hobbit).
5. Þegar farið er til frumskógarplánetunnar þá er fundið leynileið til orkurafals Death stars með því að fara eftir ábendingu Ewokanna (Í Retun og the king finna Róhanmenn leynileið til Mínas Tíríth með því að fara eftir ábendingu Púnkel-men of Dunharrow - wild men).
6. Þegar Han Solo og þau mæta til orkurafalsins og svo flaugar uppreisnarbandalagsins til Death star; þá reynist það vera gildra keisarans (líkt og þegar her Róhans og Gondors mætir milli járntanna herja Saurons í endabardaganum í Return of the king).
7. Þegar Luke og Darth Vader eru að berjast þá reynir Luke ávallt að þyrma föður sínum og fá hann aftur til góðu aflanna (líkt og Frodo þyrmdi og reyndi að bæta Gollum í Two towers).
8. Þegar það heppnast þá tekur Darth Vader keisarann (keisarinn= táknrænn fyrir hringinn) og kastar honum niður gapið (þegar Gollum fríkar út og nær loksins hringnum; þá dettur hann niður Mount Doom).
P.S
Ég vona að þið hafið skemmt ykkur við þennan lestur, þó vil ég viðurkenna það að sum atriði eru dálítið ýkt (Nr.4 í Return of the jedi) en þegar á heildina er litið þá er það ekki svo fjarstæðukennt miðað við það hversu Lucas hermdi mikið eftir skrifum Tolkiens.