Gömlu Star wars trílógíurnar nutu mikillar hylli á sínum tíma og stafar það m.a af því að mörg atriði í henni voru stolin frá Lord of the rings, þess vegna gengur líklega hinum nýju Star wars myndum svona illa gagnrýnislega séð vegna þess að nú þarf George Lucas loksins að notast eingöngu við sitt eigið ímyndunarafl (fyrir utan græna skrímslið í Arena-atriðinu sem minnti óvenju mikið á Htdraliskveruna í StarCraft leiknum frá Blizzard). Hér verða færð sönnur á nokkur atriði í gömlu Star wars myndunum sem minna óvenju mikið á Lord of the rings, þó skal það verða komið á framfæri að hér verða sleppt plotdæmið í New hope, Mos Eisle atriðið (=Bree)og ýmiss önnur sem eru almennt opinber. Þó verður þetta ekki of dómgjörn síða vegna þess að það er óumflýjanlegt að menn noti hugmyndir frá umhverfinu við sköpun einhvers hlutar(t.d er dreki aðeins krókódíll með eðlubúk og leðurblöðkuvængi) og því er er reynt að hafa gagnrýnina í hófi. En hér koma nokkur of stolin atriði sem eru bara mismunandi púsluð saman:
1. Í myndinni New hope berst Obi-van Kenobi við Darth Vader og fórnar hinn fyrrnefndi sig svo að Luke og þau gætu flúið, síðan talaði hann til Luke Skywalker og bað hann að hlaupa = Þegar Gandalfur berst við Baalrogginn þá fórnar hann sér fyrir föruneytið og öskrar: Run you fools.
2. Í Empire strikes back kemur í ljós að Darth Vader er faðir Luke skywalkers, vekur það upp mikla undrun og tilfinningasveiflu = Í Unfinished tales kemur í ljós að Nienor er systir Túrins Turambar sem leiðir auðvitað til mikils áfalls þar sem þau voru í hjónabandi.
3. Í Return of the jedi er Luke Skywalker ávallt að þyrma Darth Vader og reynir að koma fyrir honum vitinu, síðan þegar Darth Vader nær sönsum þá kastar hann keisaranum niður um risastóran gíg = Í Lord of the rings er ávallt verið að þyrma Gollum svo hann nái sönsum en þegar Gollum skiptir um skap og nær hringnum þá dettur hann niður um Mount Doom - öðruvísi púslað saman.
Annars voru mörg góð atriði í Star Wars trílógíunni sem hafa ábyggilega verið frumsamin af George Lucas en málið er bara það að hann hefði í það minnsta reynt að sýna Tolkien smá virðingu með því að gera þennan ritstuld ekki of augljósan.