Hobbitinn jæja, ég ákvað að skrifa örlítið, en aðalega útaf þessu (sjá: http://www.hugi.is/tolkien/korkar.php?sMonitor=viewpost &iPostID=1137612&iBoardID=337):

Munky: sorglegt… :(

AMON, KOMDU AFTUR!!!!!!!!!!!!

FragGer: hehe, ég hélt ég mundi aldrei eiga eftir að segja þetta ennn….AMON WE NEED YOU ;OP

——

En allavegna, þá ætla ég að skrifa um hobbitann… bæði endursögn, og stutta athugasemd og þannig… semsagt, ég leyfi mér að kalla þetta ritgerð.

Sagan:

Sagan er að mestu um hobbita sem heitir Bilbó (bara fyrir þá sem ekki vita).

Einn dag skýtur Gandalfi upp í héraði. Bilbó getur ekki annað gert en boðið honum til tes deginum eftir. Daginn eftir verður hann þó heldur en ekki hissa þegar dvergunum bókstaflega rignir inn hjá honum, og eru þeir þá 13, eða þeir Dvalinn, Balinn, Fili og Kili, Dóri, Nóri og Óri, Óinn og Glóinn , Bifur, Bófur, Bombur og svo Þorinn Eikinskjaldi, en að lokum skýtur svo Gandalfur upp kollinum.

Tekst tókaeðli Bilbós þá einhvernvegin að ýta honum út í þetta ævintýri, en að sjálfsögðu “hjálpaði” Gandalfur líka til við að koma honum út um dyrnar.

Ekki er mikið af þeim að segja þangað til þeir lenda í þrem tröllum, sem fara að rífast um það hvernig þeir eigi að matreiða þá. Gandalfur kemur svo á rifrildi milli tröllana, og endar það með því að allt endar vel í þetta skiptið. (Hvernig ætla þeir að ná til fjallsins eina ef þeir geta ekki bjargað sér að þokufjöllum?)

En allavegna, til Rofadals ná þeir, og meira að segja allt að þokufjöllum. Þar komast þeir í vandræði, sem er þeim líkt, og lenda í haldi orka. Gandalfur kemur þar enn og aftur til bjargar, en þeir missa þó Bilbó í asanum. Hann ratar þá á hring einn, og svo niður í dýpstu afkima þokufjalla. Þar lendir hann í gátuleik við skepnuna Gollum, en hann kemur sér úr þeim leik.

Að lokum kemst hann svo út, en hann eltir Gollum ósýnilegur (fyrir mátt hringsins), og gerir svo eitthvað sem enginn baggi gæti gert, tekur undir sig stökk yfir veruna, og treður sér í gegnum dyr drísla!

En ojæja, hann fynnur hina, og saman halda þeir í burtu, en ekki líður á löngu þangað til vargar (úlfastofn, bandamenn drýslanna) finna þá. Að lokum eru þeir svo allir komnir upp í logandi tré (með drýsla í hjá vörgunum í þokkabót), þegar þeim er bjargað hetjulega af örnunum, fyrir utan það að Bilbó gleymist eiginlega (hann heldur sér í fætur Vamba ef ég man rétt… “ó, fæturnir á mér”, “æ, hendurnar mínar”).

Að lokum komast þeir svo til Bjarnar Byrnings kallaðans, sem að gefur þeim ráð og mat. Þeir dvergar fara svo að Myrkviði, þar sem Vambi dettur í töfraá, og sofnar lengi og vel. Ekki endar það svo betur að öllum nema Þorni og Bilbó er stolið af risaköngulóm, Þorni er stolið af skógarálfum Thranduils (faðir Legolasar), og bilbó situr þar einn með tókaeðlið eitt að vopni (auk ónefnds stings auðvitað).

En jæja, Bilbó tekst að lokum að ráða bug á köngulónum, en þá taka álfarnir við dvergunum. Bilbó tekst þó að leysa þá alla úr prísund álfanna og koma þeim í þokkabót til borgar vatnafólksins. Þá hefur hann heldur en ekki hækkað í áliti dverganna.

Að lokum komast þeir til fjallsins, og enda þar í miklum háska, enda er það gullóður elddreki sem vaktar gullið í fjallinu eina! En jæja, Bárður einn af vatnafólkinu veigur drekann, en ef dvergarnir halda að það hafi verið endalok ævintýris þeirra er það alrangt. Í lokin er svo fimmherja orrustan, þar sem Vatnafólkið, álfarnir, dvergarnir, orkarnir og frænddvergar Þorins frá járnfjöllum stríða, reyndar allir á móti orkunum ólíkt upphaflega planinu sem var allir dvergar móti vatnamönnum og álfum.

En allavegna, Bilbó kemst svo aftur heim til sín til héraðs, þar sem honum er allt í einu sama um álit allra, ólíkt gamla baggaeðlinu.

Athugasemd:

Í raun er ekkert að bókini nema örfá smáatriði eins og drísla-orka málið.

——

Endilega segið mér álit ykkar á þessari grein (þá aðalega Ratatoskur, hvurslags og sveinbjo), því að þetta er fyrsta greinin sem ég vanda mig virkilega með (og samt er ég í prófum núna! )

kv. Amon