lord of the rings dót Jæja þá eru prófin búin og maður hefur smá tíma til þess að skrifa um aðaláhugamál sitt. Ég hef reyndar ekki verið duglegur að skrifa greinar en ég hef tekið þátt í þeim og reynt að vera virkur. Hér ætla ég aðeins að far útfyrir bækurnar og myndirnar. Ég er ekki rosalega stoltur af því en ég þori þó að viðurkenna það að ég er mað söfnunaráráttu á háu stigi. Þegar ég fæ áhuga á einhverju þá verð ég allveg óður. Ég hef einnig áhuga á knattspyrnu og er eins og er að safna enskum félagsbúningum og landsliðsbúningar Evrópskra landa. Þegar Lord of the rings var færð yfir á form kvikmyndar þá fóru fyrirtæka að fá leyfir til þes að búa til hitt og þetta sem tengist myndina. Meðal annars var góð leið fyrir New Line Cinema að selja rétt á leiföngum tengdum myndina. Það er hlutur sem verður að aðalmálefni hjá mér. Þeir sem voru fljótastir til voru ToyBiz stórt leikfangafyrirtæki í Bandaríkjunum sem m.a. eru með einkaleyfi á “action figures” úr myndum eins og x-men, Spider-man og Hulk. Leiföngin þeirra eru frábær, vel gert og alveg þess virði að safna þeim. En Nexus virðist bara fá sumt af dótinu til sín því Toys“r”us fær einkaleyfi á sölum eins og “Fellowship of the ring Gift Set” og öðru sem er spennandi að kaupa. Sjálfur er ég heppinn að eiga frænda í USA sem kaupir handa mér það sem ég fæ ekki hér á Íslandi og keypti hann handa mér Fellowship-pakkan. ToyBiz eru með bæði fígúrur úr Fellowship og svo Two Towers og verð ég að gefa þeim 10 í einkunn fyrir Éomir. Núna eftir Two Towers þá fékk Kínverkst leikfangafyrirtæki, Applause leyfi til þess að gera nokkrar mini-fígúrur úr seinni myndinni. Þeir fá einnig góða einkunn þó að þetta líkist MJÖG mikið leikföngin hjá ToyBiz. Ef maður fer á síður frá New Line Cinema þá er ekki ósennilegt að rekast á allskonar glös, bolla og boli merktu Lord of the rings sem oft er skemmtilegt að eignast.

Eflaust þá hafa margir séð SÁÁ söfnunarkassana frá Tomy sem eru búnir að hlamma sér niður í flestar Hagkaupsverslanir í reykjavík og svo BSÍ. Í þeim er hægt að fá svona litlar hausstyttur af fellowshipinu, sjá mynd. Hægt er að fá allt fellowship-ið og svo Gandalf, Frodo og Aragorn í lit, samtal 12 stikki. Ég hef stundum þegar ég fæ klink í afgang keypt mér svona bolta (þettar kemur í bolta/eggi og maður veit ekki hvað maður fær) enda finnst mér málefnið gott. En rúsínan í pylsuendanum er www.lordoftheringscatalog.com þar er mjög mikið lord of the rings dóti og eru margir eins og new line cinema, Applause og ToyBiz með “bása” þar. Þar er hægt að fá allt frá boli í gullhringi sem eru eftirlíking af hringnum sem notaður er í myndinni. Ef maður er að leyta eftir einhverju Lord of the rings dóti þá fer maður þangað til að skoða. En svo fer maður á heimasíður framleiðenda eða söluaðila til þess að kaupa því það er yfirleitt ódýrara þar. Hér í lokinn ætla ég að koma með smá lista yfir dótið sem ég á.

ToyBiz:
Sauron, Allt Fellowship-ið, Éomer Arwen og Gandalf the White.

Applause:
Aragorn, Uruk-hai Berserker, Elven Soldier, King Theoden, Éomer, Uruk-hai Soldier, og Warg.

Tomy (söfnunarkassarnir)
Alla nema Pippin, og ef einhver á hann og vill skipta endilega hafa samband því ég á FULLT af aukakörlum. Ég er að ayða ALLT of miklum pening í að reyna að fá hann.