Ég hef lengi vellt því fyrir mér hvað ´hið illa´ sé í raun og veru. Hér að neðan mun ég fjalla aðeins um það og hugleiðingar mínar. Þessi grein á að einhverju, ef ekki miklu, leiti heima á heimspeki en ég er búinn að hugsa þetta mest útfrá Tolkien og hans heimi.
Hið illa varð til fyrst þegar einn Valanna að nafni Melkor vildi syngja öðruvísi en hinir og má segja að barátta góðs og ills hafi í raun hafist í þessum söng. Melkor byrjaði að syngja öðruvísi og fylgdu nokkrir Valanna honum en það sem þeir sungu var afskræmt og falskt og ekki eins fallegt og það sem Alfaðir og hinir Valarnir sungu. Svo ákváðu sumir Valanna að fara til jarðarinnar (hét það ekki það annars?) og byggja hana upp. Strax frá byrjun langaði Melkor til að ráða yfir öllu og vera yfir öllum, en hinir Valanna vildu ekki leyfa honum það. Þá fylltist hann hatri og afbrýðisemi í garð þeirra og sór þess að hefna sín og ná að ráða yfir allri jörðinni einn.
Þetta var svona um byrjun hins illa í stórum dráttum og hvernig það varð til. Þegar Melkor vildi vera eins og Alfaðir (Eru) og geta gert sína eigin söngva og stef en það afbakaðist allt hjá honum.
Hið illa er í rauninni ekki beint vont og bara löngun til að eyðileggja fyrir hinum og gera þeim eitthvað illt. Heldur er það einnig að vera öðruvísi, að gera eitthvað sjálfur og óstuddur af því sem alltaf styður mann ef maður vill, hið góða. Hið illa er þess vegna að reyna að vera öðruvísi og óstuddur. T.d. er hið illa ekki mikið að hugsa um útlitið (t.d. orkar) heldur fyrst og fremst að það sem var gert geti staðið undir væntingum sínum. Hið góða aftur á móti sér fyrir öllu, líka góðu útliti (t.d. álfar) og sömu afkastagetu, ef ekki betri.
Hið illa er líka af stórum hluta sjálfselska og að hugsa fyrst og fremst um sjálfan sig. Eins og þegar menn drepa og drepa aðra til að eignast sjálfir völd. Hið illa svífst einskis, reynir allt og er tilbúið að fórna öllu ef það getur orðið jafngott og voldugt og hið góða. Hið illa reynir að vera eins og hið góða en tekst það ekki og verður þess vegna afbrýðisamt útí hið góða og allt sem það getur en ekki hið góða.
Hið illa ,má þess vegna segja, er afbrýðisemi út í hið góða útaf því að það getur eitthvað sem hitt getur ekki.
Vonandi lifnar eitthvað yfir þessu áhugamáli núna.
Segið ykkar álit og það sem ykkur finnst, ég hef nú sagt mitt að miklu leiti.