ég er ekki vanur að tjá mig um eithvað svona en ég get ekki haldið aftur að mér, ég bara verð.
Ég vil byrja á að útskýra eitt fyrir þér, þegar manneskja segir skoðanir sínar er einn hlutur, en þegar manneskja segir skoðanir sínar opinberlega sem blákaldar staðreyndir án þess að koma með ein möguleg rök þá er sú manneskja: troll, eða thurs. Enginn tekur mar á svoleiðis athugasemdum, þetta er eins og að segja “Man. U suckar, bara..liverpool ownar”. Þetta er svo sem allt gott og blessað, en maður segir ekki svona lagað opinberlega, á netinu eða annarstaðar, þar sem þetta getur verið túlkað sem staðreyndir.
Svo vil ég prófa að gagnrýna þig,
-Ef þú hefur kannað fortíð Tolkiens þá myndir þú vita að hann var enginn venjulegur rithöfundur, ef þú hefur kannað verka hans myndir þú sjá að enginn annar rithöfundur hefur komist nálægt því að gera það sem hann hefur gert. Rök: Hann gerði sitt egið túngumál, gerði heim í kringum það, gerði sögur í kringum heiminn og gerði forsögur af sögunum og forsögur af heiminum.
-Áhugamál fara einungis eftir vinsældum, hlutir eins og britney spears og jóhanna guðrún myndu fá áhugamál hérna ef nógu margi bæðu um það og ef einhver myndi nenna að moda þau áuhugamál. Kemur hæfileikum ekkert við.
-Enginn hafi heyrt um hann áður en útgefandi tók hann og bókina og ha ???, skildi ekki baun í þessu en held þú sért að reyna að segja eithvað um að hann hafi verið “Nobody” áður en að sagan hans var gefin út, ef þú hefðir kannað Tolkien og fortíð hans eins og þú segir myndir þú vita að hann var mjög mikils metinn prófessor áður en að hann gaf út söguna, hann ætlaði aldrei að gera neina svona vinsæla sögu og gerði bókina bara til að svala eigin ímyndunarafli, restin kom af sjálfu sér þar sem bókin var ekkert nema snilld og það var bara tímaspursmál hvenær hún yrði vinsæl.
-Myndirnar sleppa mikið úr sögunum, og þar hefur two towers vinningin, en engu að síðu var það óhjákvæmilegt að sleppa úr bókinni og meira að segja að breyta, of miklar breytingar í two towers, já en engu að síður voru myndirnar báðar snilld. Þær komu reyndar tolkien ekkert við, en þú mátt alveg hafa þínar fantasíur fyrir mér. Trjágaurarnir voru lélegir, ég er sammála því, en þeir voru líka miklu meiri aumingjar í myndinni en mér fannst þeir vera í bókinni.
-Helliströllið var meistaraverk tölvubrella í fyrstu myndinni, rétt á eftir balrogginum. Tæknibrellurnar í fyrstu myndinni voru einstakar og þú getur ekki sagt svona bull án þess að vera tilbúin að vera fleimuð til dauða.
-Ég vil að þú nefnir þessar 400 villur, endilega.
-Frat á heimsmælikvarða ? útskýra takk.
Svo sé ég enga vinsemd við þetta, tolkiennördar, heimskulegheit og vesen bara. jæja, megir þú eiga góða daga.