Ég sé aðeins eitt sem er að myndunum, það er að þær eru ekki nærrum nógu langar. Það vantar stóra hluta inní, þar sakna ég mest Tom Bombadil sem er ein alveg yndisleg persóna sem kemur ekkert fram í myndunum. Svo er líka það að mér finnst vanta þennan mikla söguþráð og spennu sem er í TTT, hún mamma var að tala um að hún hefði næstum sofnað í bíó því henni fyndist ekki gaman að horfa á endalausa bardaga. Eftir bækurnar mundi ég ekki eftir neinum bardaga sem aðalatriðinu, heldur litlu atriðunum, samskiptum persónu, sögur af ákveðnum persónum. Jújú, það voru bardagar sérstaklega í Helm's Deep, það var líka svona í ROTK. Þar voru náttúrulega gífurlegir bardagar og maður man vel eftir þeim en maður man líka eftir þessum magnaða söguþræði og ég man að hann gekk útá meira heldur en bardaga, svo mikið er víst.
En allavega þetta var það sem ég hafði að segja, endilega gagnrýnið mig svo ég fatti kannski aðeins betur það sem ég er að velta fyrir mér.
-haraldu
-haraldur