Ég er einn af þeim sem hef lesið bækurnar og beið í nokkur ár eftir myndunum og horfi,ósjálfrátt, á þær út frá bókinni. En ég á frábæran mág sem hefur ekki lesið bækurnar, ætlar sér ekki að gera það fyrr en hann er búinn að sjá þriðju myndina. Við tókum okkur til og horfðum á báðar myndirnar núna um helgina og bað ég hann um að tala soldið mikið og segja mér hvernig hann kynnist myndunum. Sem sagt það sem ég vildi fá útúr þessu var hvernig er að horfa á þessar myndir út frá sjónarhorni þeirra sem ekki hafa lesið bókina. Myndin er vel kynnt (prologið) og maður kynnist persónunum því lengur sem líður á myndina, ekki allar í einu og svo byrjar myndin. Út frá þessu sjónarhorni þá eru myndirnar ekkert nema snild. Mágur minn vissi ekkert hver var hvað þegar hann horfði á þessar myndir og því veit hann ekkert hvarnig t.d. Faramir var og “hvernig” hann á að vera. Í hans augum var hann bara enn ein persónan sem þurfti að kynnast mætti hringsins áður ern hann áttaði sig á því að það væri gagnslasut fyrir hann að reyna að komast yfir hringinn. Að mörgu leiti þá ofunda ég mág minn. Hann varð aldrei fúll yfir neinum atriðum og þurfti aldrei að gagnrýna neitt. Hann er agndofa yfir því hvað myndirnar eru góðar og segir að þetta sé eitt mesta stórvirki sem hefur verið gert og ekki get ég verið ósammála. En að öðru leiti þá er ég soldið heppin að hafa getað haft hann við hlið mér og “útskýrt” hvernig er að sjá þetta í fyrsta sinn. Því finnst mér að þeir sem gagnrýna myndirnar hvað mest að horfa á þær út frá því sjónarhorni sem margir aðrir gera og sjá að þetta eru einhverjar þær allra bestu myndir sem gerðar hafa verið.