Fyrst langar mér að leiðrétta það sem Rancið97 skrifaði í grein sinni, hún var full af villum og það stingur mig í augun að sjá þetta. Ykkur finnst ég kannski nokkuð grimmur við strákinn en maður má ekki skrifa bara eitthvað bull án þess að vita hvort það sé eitthvað til í því. Nokkur svör við greininni læt ég líka fylgja með.
Partar úr greininni „Hvaðan fékk Tolkien innblástur“ eftir Rancid97:
Til að byrja með þá eru öll nöfnin á dvergunum sem fara með Bilbo í Hobbitanum tekin úr Eddunni. Sem og nafnið Gandalfur sem er reyndar nafn á dvergi.
#Skilin milli dverga og álfa eru mjög óljós í Snorra Eddu. Í kvæðum 12 og 15 í Völuspá má finna þrjú álfanöfn. Gandálfr, Vindálfr og Álfr. Þetta eru álfanöfn sama þótt þau séu talin upp meðal dverga. Hvergi er getið um tilkomu álfa í heiminn. Dvergar og álfar áttu margt sameiginlegt, voru t.d. báðir listasmiðir. Þess vegna er vel hugsanlegt að dvergar og álfar séu einn og sami hluturinn í Snorra Eddu.#
Þegar Melkor/Morgoth var fangaður í seinna skiptið þá var hann limlestur (man ekki alveg hvernig þetta var nákvæmlega) og svo kastað í tómið og hvarf hann því að eilífu.
# Það stendur í (Íslenska) Silmerlinum að það hefðu verið höggnir undan honum fæturnir. Seinna stendur að hann hafi verið hlekkjaður með höfuð milli hnjáa. Þannig að líklega hefur hann ekki verið limlestur heldur aðeins felldur. Ég get heldur ekki sagt að það sé stíll Valanna að limlesta þá sem biðja sér grið. #
Eftir að Óðinn og bræður hans Vé og Vili höfðu drepið jötuninn Ými þá fleygðu þeir honum í Ginnungagap og úr varð Jörðin.
# Ég geri ráð fyrir að þú sért að líkja Ými við Melkor en þetta er engan veginn hægt að heimfæra yfir í heim Tolkiens á einn eða annan hátt. Endalok Melkors tengdust á engan hátt sköpun heimsins. Ýmisdrápið var byrjun norræna heimsins en Melkor var felldur í lok 1. aldar þegar jörðin var löngu sköpuð og ómælanlega mikill tími var liðinn frá því. Melkor var búnað sanna sig sem óforbetranlegt illmenni meðan varla er hægt að segja að Ýmir hafi verið illur #
Middle-earth er náttúrulega bara bein þýðing úr Miðgarður.
# Nei bein þýðing Miðgarðs er Middle-garden. Annars er jú líklegt að Tolkien hafi fengið þetta að láni frá okkur, hafi við verið fyrst með þetta. #
Ekki er það víst en hugmyndin að öllum hringunum, níu fyrir mennina og svo framvegis gæti verið komin frá því að Baldur átti hring einn er hét Draupnir en hafði hann þann kost að á níundu hverri nóttu uxu úr honum átta nýir hringir.
# Nei þetta er rangt. Ívaldasynir bjuggu til Draupni og gáfu Óðni hann. Óðinn lét hringinn í skipið sem Baldur var brenndur í. Baldur lét Hermóð bróðir sinn skila Óðni hringnum. Þó þú hafir verið með þetta á hreinu þá er þetta ekki heldur sambærilegt á einn eða annan hátt. Eini Hringurinn var illur og gaf þeim sem bar hann krafta sem spilltu. Draupnir var einfaldlega galdragullhringur sem margfaldaðist. Það eina sameiginlega með þessu er að þetta eru tveir hringir. Þér finnst kannski sniðugt „níu vomar - níunda nótt - níu hringir“ en talan níu var notuð í nánast allt í Snorra Eddu og er hún ein af nokkrum tölum sem sí og æ eru taldar heilagar í ýmsum trúum. Sjö (fjöldi dvergahringanna) og þrír (fjöldi álfhringanna) hafa líka oft komið fyrir í mörgum óskyldum trúarbrögðum. Þannig að það er ekkert sambærilegt við Draupni og Hringinn Eina. #
Að láta orka nota varga í stað hesta gæti hafa komið frá því að eftir dauða Baldurs þá sömdu æsirnir við Hel um að Baldur fengi að fara frá henni ef allir grétu hann.
# Helduru að hugmynd um að ríða ekki einhverju öðru en hestum hafi ekki verið komin löngu á undan Snorra Eddu og Tolkien. Svo þarf maður ekki að hafa mjög fjörugt ímyndunarafl til að geta fundið upp á svona sniðugum hlut sjálfur án þess að þurfa að leita í Edduna. Þetta er eins og að segja að hann hafi fengið hugmyndina að hobbitaholum frá músum og hýbýlum þeirra. Give the guy some credit. #
Ein jötunkona var það þó sem grét ekki en hún kom til ásanna ríðandi á vargi og með höggorm fyrir beisli.
# Lastu ekki Edduna? Jú jú það var Þökk sem grét ekki Baldur en hún er algerlega óskyld Hyrrokkinn sem kom ríðandi á úlfi til goðanna til að hjálpa þeim að koma skipinu Hringhorni á sjó en það var skipið sem Baldur var brenndur í. Ég skil ekki hvernig þú getur ruglað þesusm tveim saman. #
Oft hefur Gandalfi verið líkt við Óðin þar sem Gandalf gekk um með staf og minnti á gamlan mann en Óðinn bar spjótið Gungnir en Óðinn bar skegg mikið og var hann því kannski líkur Gandalfi.
# Stafur og spjót eru ekki hliðstæður. Ef skeggið bendir á skyldleika getum við líka líkt Gandalfi við Oama bin Laden. Lestu Edduna! Óðinn var stríðsgoð og goð yfirstéttarinnar. Óðinn á sín hýbíli og hásæti. Óðinn er andstæða Gandalfs ef eitthvað er. Eina sem er líkt með þeim er að þeir ráfa báðir en oftast gerði Óðinn það ekki nema til að serða, drepa eða blekkja blásaklausan almúgann. #
Eftir að Beren sker einn silmerillin úr krúnu Morgoths þá gleypti úlfurinn Carcharoth silmerillinn. Í ragnarrökum þá mun úlfurinn er rekur daginn áfram gleypa sólina.
# Ég skil ekki hvernig þú getur líkt þessu saman, nema að þeir séu báðir úlfar. Silmerillinn á enga skírskotun í sólina. Reyndar á Carcharoth sér hliðstæðu í Eddunni en það er ekki Skollir heldur Fenrisúlfur sem bítur einmitt hendina af Tý, líkt og Carcharoth býtur hendina af Beren. #
Nafnið Gimli er norrænt en vestur-íslendinga borg í Kanada heitir Gimli. Hún er eflaust skýrð eftir þeim sal er best var að vera í eftir ragnarök en hann heitir Gimlé.
# Nei Gimlé var ekki salur. Gimlé var staður sem hýsti salinn Brimir. Til gamans má geta að Gimlé var staður sem drukkið var í eftir Ragnarök. Dvergar eru sagður búnir til úr Brimis blóði í 9. vísu Völuspáar. Tvennt kemur þá til greina: Gimlé var staður fyrir dverga (sem ég tel reyndar ekki mjög líklegt við nánari pælingar því menn eru meir áberandi drykkjurútar en dvergar í Eddunni). Hitt má líka skoða að Brimir getur verið líka annað nafn á Ými en ég get reyndar ekki komið með neina tengingu milli hans og stað á himni sem stendur eftir Ragnarök. Ábyggilega er þetta Brimis blóð og salurinn Brimir algerlega ótengdir. #
Glaurung minnir mig dálítið á veruna Níðhögg. Glaurung var dreki en ekki með vængi og oft er talað um hann sem orminn mikla eða orm Morgoths. Níðhöggur var ekki með vængi hann var einhverskonar risa ormur eða snákur.
# Í guðanna bænum hættu að búa til tómar og innihaldslausar tengingar! Það eina sem er líkt með þeim er að þeir eru báðir drekar. Tolkien hefði farið langt yfir skammt hafi hann fengið hugmyndina af drekunum sínum í Eddunni. Enn og aftur verð ég að segja þér að LESA EDDUNA! Þar kemur hvergi fram að Níðhöggur hafi ekki flogið. Hinsvegar stendur þetta í 62. og jafnframt síðustu Völuspá:
„Þar komr inn dimmi / dreki fliúgandi / naðr fránn neðan / frá Niðafiöllum / berr sér i fiöðrum / flýgr völl yfir / Niðhöggr nái / nú mun hón sokkvas.“
Hér kemur skýrt og greinilega fram að Níðhöggur hafi flogið og er þá kominn grundvallarmunur á Níðheggi og Glárung. Auk þess er Glarung drepinn en Níðhöggur lifir Ragnarök. #
Drekarnir í verkum Tolkiens voru mjög gáfaðir, Níðhöggur var viti borinn því hann gat talað.
# ALLIR hlutir í Norræna Miðgarði gátu talað. Freyja tók eið af öllum mönnum og hlutum nema mistilteini og því má segja að allir hafi getað talað. Svo er ekkert gert út á greind Níhöggs í Eddunni svo þetta er ekkert nema bull hjá þér. #
Ég las einhverstaðar að Aragorn og Narsil séu komin úr sögunni af sigurði Fáfnisbana. Ég hef ekki lesið þá sögu svo ég get ekki sagt um það en ef einhver hefur lesið hana þá vil ég endilega fá að vita hvort þetta tengist eitthvað.
#Aragorn og Narsill eru ekki komnir úr sögunni um Sigurð Fáfnisbana. Ég get ekki talið hversu mörg minni eru til um þennan hlut, stríðsmann og sverð hans, og þau munu koma fyrir aftur og aftur og aftur.#
Greinabútar enda. Svör byrja.
Rancid segir seinna í greinarsvari að ekki hafi verið víst hver átti Draupni en það er vitleysa. Sjá leiðréttingu fyrir ofan.
OutLawnTorn segir: Óðinn átti hringinn og stjórnaði með honum heimunum níu. Hringarnir sem af Draupni komu gaf hann konungum manna sem fengu þannig vald sitt frá Óðni alföður… Í óráði gaf Óðinn þetta valdsprotaígildi frá sér við útför Baldurs. Þetta, ásamt öðru, markaði tímamót í sögu ása. Þeir byrjuðu í raun að missa tökin á heiminum, ásamt því þegar þeir rufu eið sinn með því að svíkja jötuninn sem sagðist myndu endurreisa borgarvegg þeirra eftir Vanastríðið. Sem betur fer fékk Óðinn hringinn aftur, að öðrum kosti hefði allt farið í bál og brand.
# Það er HVERGI getið um þetta í Eddunni né Völuspá svo ég hugsa að þetta sé meira og minna misskilningur hjá þér. Hefur þú einhverjar heimildir um þetta? #
Við svari Tahara um að Tolkien hafi „stolið miklu“ frá Niflungarsögu verð ég að segja að öll minnin (minni = svona eitthvað týpískt sem kemir fyrir oft, dæmi: vondir stjúpforeldrar, finn ástina, tala við fugla, bólugrafni unglingurinn o.s.frv.) í LotR höfðu komið fyrir oft og mörgum sinnum löngu áður en Tolkien fæddist. Þannig að það má finn nánast endalaus minni í LotR og segja að þau séu „stolin“. Annars hef ég ekki lesið Niflungarsögu svo ég ætla ekki að vera að fullyrða of mikið um hana en ég vildi bara benda á minnin.
Riddick segjir: þú vedrður að afsaka en þar sem ég hef klárað alla íslensku sem hægt er að taka í fjölbrautaskóla þá þykist ég vita að margt passar ekki í þessari frásögn, tolkien hafði ekki að minni vitund íslenska ráðskonu og það var Loki sem breytti sér í gamla konu og neytaði að gráta Baldur… eftir þetta fór Þór til að ná í skottið á honum Loka en Loki gamli breytti sér í lax… Þór greyp um sporinn á Loka og þessvegna eru fiskar margir hverjir svoleiðis í laginu. En Loki var hálf-jötunn, og hann kom ekki ríðandi á neinu… hann var í helli.
# Hahaha þetta hefur verið heldur betur slök „kennsla“ sem þú fékkst. Það stendur ekki að Loki hafi breytt sér í Þökk sem neitaði að gráta Baldur. Það er hægt að draga þá ályktun en það er alls ekki víst. Pabbi Loka var jötunn og ábyggilega móðir hans líka þar sem hún er ekki talin upp með goðunum þannig að Loki var jötunn, ekki hálfjötunn. Annars voru flest goðin komin meira og minna af jötnum.
Loki fannst alls ekki í helli. Hann sást í á, faldist í húsi og svo á, fannst og settur í helli. #
svör enda
————————————————- —————————————
Nú er ég loksins búinn að koma þessu út úr mér. Það fór fyrir brjóstið á mér allar villurnar í greininni og svörunum svo ég varð að gera þetta. Núna ætla ég að skrifa smávegis sem er búin að vera í kollinum á mér lendi. Norræni heimurinn verður hér eftir N og Tolkien heimurinn T.
*Sköpun N og T heimanna eiga það sameiginlegt að í byrjun var tóm. Ég hugsa að þetta sé svona í flestum trúarbrögðum og því flott hjá Tolkien að taka þetta að láni.
*Við erum með í báðum heimunum hinn illa guð Melkor og Loki byrjuðu báðir í sátt og samlyndi við hin goðin, gerðu eitthvað af sér og voru teknir í sátt aftur.. Melkor og Loka. Báðir eru þeir handsamaðir og Melkor læstur úti en Loki læstur inni. Báðir snúa þeir til baka í heimsenda heimanna.
*Einhenti hugaði Beren og einhenti hugaði Týr. Báðar hendurnar bitnar af af úlfi.
*Úr hásæti Manve sér hann allt. Úr hásæti Óðins sést allt.
*Carcaroth og Fenrisúlfur eiga margt sameiginlegt.
*Mikið er lagt upp úr yfirburðum Númena í siglingum svo þeir hafa átt það sameiginlegt með víkingunum okkar.
*
Ég veit að það er mikið sem ég er að gleyma en það er þá bara ykkar að bæta inn í og bæta. Í guðanna bænum reynið bara að rökstyðja afhverju þið sjáið tengingu á milli.
Í bókinni Tolkien´s ring eftir David Day er fjallað meira um tengsl Tolkiens við norræna goðaheiminn auk margra annarra en ég ætla ekki að fara að skrifa neitt upp úr bókinni þar sem það er sjúkt aumt. (Allir sem eru að senda inn greinar teknar beint upp úr bókum ættu að hætta því).
Svona upp á gamanið. Gandalf –} Gand- + -alf –} Gand = stafur + alf = álfur. Svo Gandalf merkir álfur með staf en það var þannig sem menn sáu Gandalf sem. Svo það er ástæða fyrir því að Gandalf heitir Gandalf.
Svo í lokin vil ég benda á það að mér finnst alger sori þegar það er verið að senda inn greinar þar sem verið er að segja frá bíóferð einhvers gaurs á LotR eða hvernig honum finnst aukaefnið á FotR Special Edition. Þetta er svipað og ég færi að senda inn greinar um það þegar ég röllti í Mál og Menningu að kaupa 7. bindi af HoME. Sýnið smá metna og leggið tíma í greinarnar sem þið eruð að senda inn. Allt annað á heima á korkunum. Eins þykir mér asnalegt að skipta grein um eitt efni upp í þrjár greinar og nefna þær partur eitt, tvö o.s.frv. Takið það til ykkar sem eiga. Ég vona að Ratatoskur fari að verða svolítið harðari í þessu.