FoTR: Extended Cut Edision Jæja, þá er komið að 111 greininni minni á huga. Hér ætla ég að skrifa um Extended Cut, sem ég var að fá í hendurnar (ég veit ég er seinn í því, mjög seinn).

Myndin:

Myndin er hrein, og tær snilld. Þessar 30 mínútur, virðast vera heill klukkutími, svo miklu munar á gæðum og dýpt persónanna. Saga Gilraenar (eða hét mamma Aragorns ekki það?) var kynnt, og það var ótrúlega flott senan þar sem álfarnir fara til Rökkurhafna.

Legolas fékk einnig örlítið meiri persónu (í Theatrical version er hann meira bardaga-voodoo, stríðshetja án perónuleika). Ekki margt annað að segja nema ýtreka það, að myndin væri snilld, og miklu betri en Theatrical version.

Aukaefnið:

Til að stytta langt mál: SNILLD!!! en jæja, hér er langa málið:

Diskur 3:

Aukaefnið var frábært í alla mundi. Það var mjög svo fróðlegt, og sett upp á skemmtilegan máta. Heimildamyndirnar voru semsagt það langskemmtilegast á disknum. Einnig var þarna mynd um Tolkien, sem var mjög fróðleg, ég tala nú ekki um fyrir þeim sem ekki þekkja mikið til hans.

Einnig var mjög skemmtilegt að sjá storyboardin. Það eina sem mér þótti vont á þessum disk, var það að ég gat ekki séð eitt storyboardið :(

Diskur 4:

Það er nú lítið annað hægt að segja um hann en Disk 3. Eini munurinn var innihaldið, en snilldin hélst alveg óbreytt. Ég held ég geti ekkert annað sagt um hann.

kv. Amon