Lestur Hringadróttinssaga getur komið í veg fyrir stríð segir þýskur bókmenntafræðingur.
Thomas Kullmann, 42 ára prófessor við Háskólann í Osnabrueck segir að: “Ef foreldrar læsu barnabókmenntir meir en raun ber vitni, þá lifðum við trúlega í friðsælli heimi í dag. Ævintýri og önnur verk fyrir börn eru kannski ekki alveg í takt við raunveruleikann eða það sem er að gerast í heiminum í dag, en þau hjálpa við að örva ímyndunaraflið. Þau gefa lesandanum nýjar hugmyndir sem gætu hjálpað til við að leysa pólitísk vandamál. Barnabækur geta án efa hjálpað fullorðnum að endurhugsa aðstæður og breyta forsendum skoðanna sinna og lyfta þeim á hærra og vitrara plan.”
Hann bætir svo við: “Hringadróttinssaga eftir Tolkien er gott dæmi yfir bókmenntir sem gætu hjálpað. Sú saga sýnir hvað það getur komið í veg fyrir ófrið þegar þeim hlut sem vekur óánægju er eytt.” og á hann þar við Hringinn eina.
Einnig er talið að einfaldur og sakleysislegur blær barnabókmennta geri fullorðnum frekar kleift að sjá lífið með réttum augum barnsins en ekki spilltum augum hins fullorðna.
Það heyrðist stuttu eftir þetta hinsvegar að ef það ætti að fá Bush forseta Bandaríkjanna til að lesa eitthvað, þá gætum við gleymt þessu bara !