Arnor
Arnor var ríki Elendils, en hann stofnaði ríkið árið 3320 á
annari öld. Arnor var staðsett milli Misty Mountains og Blue
Mountains. Höfuðborgin var Annúminas, en hún stóð á
vatninu Nenuial. Arnor ríki hélt vináttu álfa, því að Elendill var
mikill álfavinur (nafnið þýðir líka álfavinur), og því dvein ekki
vinátta álfa við landið,
Þegar Elendill féll í the Siege of Barad-dûr árið 3441 tók elsti
sonur hans Isildur við ríkjum. Það varði þó í engan tíma, því að
Isildur féll á leiðinni frá Gondor með þremur elstu sonum
hans, og hefur það atvik verið nemt the Disaster of the
Gladden Fields. Yngsti sonur hans Valandil sem hafði dvalið í
Rivendell meðan stríðið stóð yfir varð þá krýndur konungur, og
er alltaf talað um hann sem þriðja konung Arnors, þrátt fyrir
það að Isildur hafi aldrei verið formlega krýndur.
Síðasti, og jafnframt tíundi konungur Arnors var Eärendur.
Hann dó árið 861 á þriðju öld, og er þá talað um lok Arnors,
því að synir hans þrír skiptu Arnor í þrjá hluta, sem báru nöfnin
Arthedain, Cardolan og Rhudaur. Amlath af Fornost, elsti
sonur Eärendurs, sem var konungur Arthedain var ávallt talinn
næstu í konungslínu Isildurs.
Þetta er sagan í grófum dráttum. En hvað með nafnið. Ég hef
lúmskan grun um það að Tolkien hafi einmitt sótt nafnið í
íslenska nafnið Arnór. Það eina sem maður gerir er að bæta ´
fyrir ofan o-ið. Síðan má ekki gleyma mikilvægi Arnors á
dögum hringastríðsins. Eins og Erebor, þá þjónaði Arnor
miklum tilgangi bak við tjöldin. Hugsið ykkur hvernig The Shire
hefði verið hefðu Rangerarnir ekki haldið vörð um það.
Njósnarar Saurons væru út um allt, og þá hefði Sauron
væntanlega bara hrifsað til sín hringinn leið og af honum
fréttist (Bilbo hafði hringinn í 60+ ár, þannig að hann hefði
getað dundað sér við það).
Og svo má ekki gleyma Aragorn, sem er einmitt erfingi Amlast
af Fornost. Án hans hefði orrustan á Pelennor væntanlega
tapast, sem myndi nú ekki þýða neitt meira en tap Gondors,
og þar með mestu varna hinna frjálsu þjóða Middle-earths.
Það hefði nú heldur ekki orðið mikið ævintýri án hans, því að
hann gegnir veigamiklu hlutverki, svo það verður varla deilt um
það gagn sem Arnor var.
kv. Amon