Margar breytingar hafa verið gerðar á karakterum, aðstæðum og söguþræði sem fara ofboðslega í taugarnar á fólki. Fólk hefur þessvegna gaman að því að fara á Huga og kvarta heil ósköp yfir öllu milli himins og jarðar varðandi þessar breytingar. Mér finnst sjálfum gaman að setja fram skoðanir mínar á þessu öllu.
En hinsvegar held ég að það sé ekki hægt að gera kvikmynd eftir þessu meistaraverki betur en Peter Jackson hefur gert. Er ekki sniðugara að horfa á bækurnar og myndirnar sem tvo mismunandi hluti?
Getur einhver raunverulega haldið því fram að myndirnar séu ekki góðar kvikmyndir, óháð því hvernig bækurnar eru?
For those about to rock I salute you!