Tolkien skapaði “bara” ævintýraheim“, allar persónur eru fyrirsjáanlegar, allar samræður eru fyrirsjáanlegar. Þó svo að sumar setningar séu háfleygar og flottar, eru þær samt fyrirsjáanlegar. Það sem Tolkien skapaði var nánast eingöngu fyrir sjónrænt ímyndunarafl, og tókst það andskoti vel. En sköpunarverk hans nær ekki lengra. Ég spyr þig, fannstu einhverja samkennd með einhverri persónu sem þú hefur lesið um í bók eftir Tolkien? Í fullri hreinskilni!!!
Tolkien tókst ekki að búa til sögur þar sem mannleg hegðun átti sér stað, Tolkien bætir það upp með því að koma með stórfenglegar lýsingar á náttúru/borg eða einhverju öðru og einhverri sögu á bak við. Þar sem öðrum rithöfundum tekst að leika sér með tungumálið og búa til samræður þar sem sama orðið kemur fyrir tvisvar eða þrisvar en merkir eitthvað gerólíkt í öll skiptin, það er góður penni sem getur gert það. Og svo er einnig mannleg hegðun sem er rosalega mikilvæg, þar sem sumir geta skrifað um persónu og lýst henni í nokkrum blaðsíðum og lesandinn búinn að stimpla þá persónu sem góða, gerir allt í einu eitthvað illt á næstu blaðsíðu, og svo kemur það í ljós seinna að þessi persóna var alls ekki eins og maður hélt. Eitthvað sem lesandinn vissi ekki neitt um. Þetta kallast ”plot" sem Tolkien var í sannleika sagt, ekkert sérstakur að búa til. Kunni að búa til sögur á bak við hlutina og lýsing hans á hlutum eru stórfenglegar, en allt annað dregur hann niður.
John Ronald Reuel Tolkien er ekki besti rithöfundurinn. Bendi þér á að lesa Dostojeffskí eða jafnvel gaman- og dramaleikrit eftir Shakesspeare ef þú vilt fá góða penna inná náttborðið, að ekki sé minnst á Miguel de Cervantes.
Sokrates
Bíddu bíddu,
Þú kallar sjálfan þig Sókrates (ekki það að ég sé að elda ,,gælunafnið"), en samt fattar þú ekki, að það sem mér finnst, er það sem mér finnst, ekki það sem þér finnst.
Að segja að einhver sé betri eða verri bókahöfundur, er einfaldlega rangt, því þetta er einfaldlega þín eða einhvers annars skoðun.
Fyrir mér, þá er J.R.R. Tolkien einn af bestu rithöfundum 20. aldarinnar.
Já, þetta er mín skoðun, og nei, ég hef engan áhuga á að lesa eitthvað eftir William Shakespeare. (Hef nú reyndar gluggað aðeins í verk hans, höfðaði ekki til mín).
kv. ^Schafer^
P.S. Ekki lýta á þetta sem eldun
0
ég var ekki að alhæfa, heldur að koma fram með mína skoðun….ef ég skrifa eitthvað hérna þá er það mín skoðun, ég skrifaði aldrei að “öllum” fyndist Tolkien vera ekki sá besti. Heldur skrifaði ég mína skoðun og stend við hana. Maður á ekki að þurfa að byrja öll comment á línunni: “Sko, mér finnst…..”, það ætti að vera vitað hér á huga að það sem skrifað er sem comment er skoðun viðkomandi hugara sem skrifar commentið en ekki allra…..
Sokrates
0