Í TTT myndinni er Faramir kynntur með mikilli neikvæðri tension, og sú tension er útfærð mjög vel, og spillir ágætur leikur David Wenham ekki fyrir. En fyrir fólkið sem er í svakalegri fýlu vil ég benda á nokkra hluti:
Í bókinni er rosaleg en dulin neikvæð spenna í kring um persónu Faramirs. Hann ver miklum tíma í að yfirheyra Frodo og Sam (ÞRISVAR sinnum!), og notar til þess ýmis yfirheyrslutrikk, t.d. “ég hefði getað drepið ykkur” trikkið, og er ýmist góða löggan eða vonda löggan. Frodo treystir honum ekki, og er var um sig, en Sam er auðveldlegar ginntur og fellur í gildruna.
Samband Faramirs og Gandalfs hefði verið allt of tímafrekt ef það hefði átt að útskýra það á hvíta tjaldinu. Þetta samband er rótin að visku bókar-Faramirs, sem gerir útslagið um endanlega afstöðu hans gagnvart hringnum.
Hringurinn er mjög sterkur þegar Faramir “hittir” hann í myndinni(sterkari en þegar Boromir hitti hann, því Sauron er nær o.s.frv.)
Faramir reynir samt aldrei að taka hringinn!! Hann ætlar að nota hann til góðra hluta FYRIR GONDOR, EKKI FYRIR SIG!! Boromir vildi hringinn handa sjálfum sér (“It should be mine!! Give it to me!!”)
Viðbrögð Faramirs við öllu húllumhæinu í Osgiliath (Nazgulnum og því þegar Frodo drepur Sam nærri því) voru kannski ekki nógu skýr, en hins vegar er skýrt að hann er að fylgjast með öllu saman: Hann sést líta upp þegar Frodo mætir hringvomanum, og skýtur síðan “the Fell Beast” kvikindið.
Að lokum langar mig að segja að mér finnst Faramir ekki fullkominn, langt í frá. Línuna “the ring will go to Gondor.” mætti alveg klippa út! En hins vegar hafa allir sem ég þekki sem sáu myndina en höfðu ekki lesið bókina sagt að þeim fyndist Faramir vera mun vitrari og íhugulli en stóri bróðir. En einnig mætti nefna að mér fundust persónur eins og Aragorn og Galadriel miklu betri í EE (extended edition) heldur en í Theatrical Release. Mér þóttu þær æði í TR, en þær voru MIKLU MIKLU MIIIIIKLU BETRI Í EE!! Svo fyrir alla elsku sætu Púristana þarna úti er enn vonarglæta - bíðið þar til í nóvember!!