Hér í þessari grein ætla ég að stypja Peter Jackson þó ég hafi viljað hafa þær líkari bókunum þar sem ég er harður aðdáandi.
ATH nöfn persóna eru skrifuð á ensku því ég hef ekki minnstu hugmynd hvernig flest nöfnin eru á íslensku.
Að mínu mati voru myndirnar tvær eins vel gerðar eftir bókinni og möguleiki var á.
Helstu atriði sem virðast hafa farið í taugar á einstaklingum eru t.d vöntunin á Tom Bombadil í FOTR. Þeir sem eitthvað hafa komið nálægt gerð kvikmynda ættu að skilja afhverju atriðið var ekki tekið upp, ástæðan er einföld: Það eru engar mikilvægar persónu kynntar til sögunnar, þú fræðist ekkert um aðalpersónurnar né hringinn, atriðið dýptar heldur ekki skilning einstaklings á persónunum. m.ö.o atriðið lengir bara sýningar tímann.
Það atriðið sem mest fór í taugarnar á mér í TTT er hvernig Faramír var gerður. ástæðan að öllum líkindum sú að í bókinni gerist nákvæmlega ekki neitt um þetta leitið, sagan bara svona flatt áfram. en ef þetta er sett upp eins og í myndinni skapast spenna, fólk spauglerar hvernig Fordo mun komast úr þessum vandræðum.
Atriðin með Treebeard sem voru stytt gífurlega miða við bókina. Hefðu bara tekið alltof langan tíma. sömuleiðis að reyna að útskýra ents skóginn við Helmsdeep líkt og í bókinni.
Sú lausn er notast var við í myndinni er einfaldari laust, skapar minni vandræði, sparar gífulegan tíma fyrir mikilvægari atriði.
Að gera kvikmynd er ekki svo einfalt að lyfta upp myndavél og öskra “BYRJA” kvikmyndagerð er höfuðverkur í langan tíma áður en fyrsta skotið er tekið, svo er það svefnleysi í langan tíma eftir á.
Peter Jackson var rétti maðurinn í starfið, enginn hefði getað gert þetta betur.