Hápunktar kvikmyndanna! (seinni hluti…)

Jæja, ef ég sendi þessa grein inn verður það vegna þess að hin hlaut einhverjar jákvæðar viðtökur, svo takk fyrir það. Og fyrst ég skrifaði ræðu um hvernig ég vildi að fólk svaraði í hinni greininni vonast ég bara til að allir fari eftir því áfram því ég nenni ekki að skrifa það aftur! ;)

Ég held að þessi verði svolítið innihaldsmeiri og ferskari því það eru allir náttúrulega búnir að sjá fyrstu myndina oftar heldur en aðra myndina og kannski ekki búnir að pæla jafn mikið í henni. (svo var ég duuuulítið þreytt þegar ég skrifaði hina greinina, sem útskýrir kannski hversu ruglandi hún var…) og munið: allt hér eru einungis mínar skoðanir! kommentið endilega, en ekkert skítkast!!! eníhú..

The Two Towers!

Jæja, sú staðreynd að þessi mynd byrjaði STRAX er mjög jákvæð. Og það er alveg strax í byrjuninni sem eitt lítið myndskot snerti mig! Það er þegar Gandalfur og Balroggurinn eru að slást þarna í fallinu. Þónokkuð seint í atriðinu er örstutt myndskeið þar sem sést undir þá, vængir balroggsins sjást vel, hvernig þeir eru eins og leðurblökuvængir nema skuggi í staðinn fyrir húð á milli sótsvartra beinanna, og þeir hrapa niður á myndavélina. Þetta atriði virkaði frá byrjun mjög vel á mig, sérstaklega af því að maður hugsaði ekkert út í það að þetta væri næstum allt tölvugert (ef ekki allt á tímabilum…).

Ég mun hugsanlega ekki ná að taka þetta allt eftir tímaröð, en ég skal reyna…

Já, vá!! Næst er án efa atriðið þegar Gollrir ræðst á Frodo og Sam! Ég sá einhverntíman umræðu um að að mannshendi eða handleggur hefði sést þar sem hönd Gollris hafi átt að vera, en hversu vel sem ég horfði í gær gat ég ekki tekið eftir því! (já, ég skrifa þetta degi eftir hinni greininni…) Nema eitt skiptið, þegar Frodo heldur Sting að hálsinum á Gollri og segir honum að sleppa Sam sem hann heldur í hálstaki þá er svolítill svipur með handlegg Gollris og mannshandlegg, þó mér hafi fundist skýr munur… allaveganna.. þetta var útúrdúr!
Atriðið náði sérstaklega vel til mín þegar Gollrir sleppir Sam loksins og fer að væla, þvílíkt hásum gráti. Mér fannst það undirstrika það að Gollrir greyið er sálfræðilega í hönk. Æi, ég verð nú bara að viðurkenna að það hreyfði við einhverju innbyggðu stelpueðli því mér finnst hann agalega mikið krútt! ;)

Þið munið eftir því þegar Jóvin kemur til Þjóðans og segir honum að sonur hans sé dáinn? Þótt það sé stutt fannst mér leikurinn svo frábær að ég get ekki sleppt því að nefna það. Sama máli gildir um atriðið þegar Grímur Ormstunga tala við Jóvin í herberginu sem Þjóðrekur (man ekki nafnið…) sonur konungsins liggur dáinn. Ógeðis, ógeðis Ormstunga… og já, ég má ekki gleyma því þegar (svolitlu áður) Jómar tekur í Ormstungu og spyr hversu langt sé síðan Sarúman hafi keypt hann og segir honum að hann drepi hann komi hann nálægt systur hans. Mér finnst Karl Urban (Jómar) virkilega vera að gera góða hluti! Frábær leikari!!

Núna ætla ég held ég að koma inn á mikið deilumál. Bardagaatriðið við Vargana. Ég hef heyrt/lesið að fólk alls staðar er með mjög skiptar skoðanir á þessu atriði. Ég er svo sem sammála því að það var alls óþarft og ég er ekki að hrósa því atriði í heildina svo sem. En mig langar að segja að mér finnast vargarnir mjög flottir! Þeir eru á allan hátt mjög vel gerðir. Rökstuðningur minn byggist mest á því hversu dýrslegir þeir eru, og þá get ég nefnt til dæmis það þegar Gimli liggur undir, hva einum eða tveimur vörgum, og enn einn stígur ofaná hann og glottir á hann, tilbúinn að rífa af honum hausinn. Eitthvað við hreyfingar dýrsins, urrið og háttalag minnti mig rosalega á köttinn minn þegar hann er að undirbúa sig fyrir að ráðast á nefið á mér sem skagar fram undan sænginni þegar ég fer að sofa… Veiðieðlið bara blossar upp og þeir fikra sig neðar og stökka. Æi, mér finnst þetta bara mjög flottur partur af atriðinu.

Jæja, líkt og atriðið þar sem Boromír ræðst á Fróða er uppáhaldsatriðið mitt í fyrstu myndinni á ég mér uppáhalds-part-úr-atriði í þessari mynd. Og ég bara verð að segja að það vakti upp heilmikla samúð með þessu fólki sem hefur aldrei verið til, og ég finn sjaldan sterkt til með kvikmyndapersónum, því ég sú vitund um að þær séu ekki til er samúðinni yfirsterkari! En ekki í þetta skiptið…
Peter Jackson sannaði það algjörlega fyrir mér að hann er of góður. Hann kann svo sannarlega að sýna hvenær hlutirnir eru ekki eins og þeir ættu að vera! Hér er ég að tala um atriðið í Hjálmsdýpi þar sem verið er að vígbúa litla drengi. Hræðslan í andlitinu á einum þeirra þegar alltof stór hjálmur er settur á hann, svona 12-14 ára strákur með hringabrynjuhjálm lyftir alltof stórum og bersýnilega þungum skildi með erfiðsmunum upp og andlitið sýnir engin svipbrigði, mæður horfa á eftir kornungum sonum sínum út í stríð, sem allir búast við að þeir hafi ekki minnsta möguleika á að vinna. Svona eiga hlutirnir ekki að vera! Vá hvað ég bara ætlaði að fara að grenja í bíó í gær.. (gerði það auðvitað ekki… of mikill macho! ;) )

Hm… hvað var það aftur fleira!? Jú, ég þarf nú varla (vona ég) að taka fram eintal Gollris við sjálfan sig. Vávávává! Hann á í virkilegum sálfræðilegum erfiðleikum, greyið.. Mér fannst á tímabili að ég væri að horfa á tvær ólíkar.. verur… að tala saman! Mjög flott sett upp, leikurinn (hehe) góður og það var yndislegt í endan þegar hann var búinn að reka sjálfan sig (hitt sjálfið sitt..) í burtu, og fór að leita hvort “hann” væri nokkuð nálægt! Óskarsverðlaunaatriði dauðans! ;)

Eitthvað fleira…? Jájá, margt fleira! En ég ætla bara að velja eitt, nei tvö í viðbót! ;) Annað þeirra er þegar Pípinn leiðir Trjáskegg þangað sem Sarúman lét fella trén sem sum hver voru vinir gamla entsins. Ópið sem Trjáskeggur rekur upp og að sjá alla entina/enturna/entana (? W.t.f. hvernig beygir maður þetta!?!?!?) skunda af stað, bálreiða og stórhættulega! Ég hafði virkilega gaman af því… ;)

Og að lokum: Þegar Gandalfur snýr til baka með Jómar og … jóreiðina (riiight!?) og þeir koma mörg hundruð saman og ríða inní orkaskarann!!! Ég sver að ég hef aldrei séð jafn viðamikið hestaatriði nokkursstaðar, og ég er hestaunnandi!! Þeir flæða niður fjallið eins og vatnsstraumur og kljúfa orkahópinn. Og þegar það sést (held ég í slow-motion) á hlið þegar hóparnir mætast, stekkur einn hestanna upp og ofaní orkahópinn. Ég fæ hroll við það eitt að hugsa um það!

Hm… ég held að þetta nægi í bili. Samt ætla ég að skrifa hér þá leikara sem mér finnst hafa verið að standa sig betur en mig hefði nokkurtíman getað grunað! Mér finnst það nefnilega einkenna þessar myndir stórlega hversu vel þær eru skrifaðar!

Ian McKellen –Gandalfur
Orlando Bloom – Legolas
Sean Bean – Boromír
Karl Urban – Jómar/Éomer
Bernard Hill – Þjóðan/Théoden (en ég talaði aldrei um hann en mér finnst hann einna bestur í TTT)
Andy Serkis – Sméagol/Gollrir
Miranda Otto – Jóvin/Éowyn

Og svo margir margir fleiri! Bara þeir sem mér datt í hug hér og nú! (og svo auðvitað Billy Boyd fyrir að leika min lille uppáhalds Pippin! ;) )

- Arasaka
"