Fyrir utan ofangreindar athugasemdir fannst mér myndin í nánast alla staði mjög góð. Tónlistin var góð alveg í gegn og sem betur fer var hobbit lagið nánast ekkert notað (ég get ekki að því gert, mér finnst það hræðilegt lag!). Útlit og cast-ið óaðfinnanlegt. Í þetta skipti kom Eowyn mér mest á óvart, hún passaði nokkuð vel í hlutverkið fannst mér. Hún var kaldari í bókinni en mér fannst hún samt koma vel út, betur en Arwen (í FOTR var það Sean Bean sem kom mér mest á óvart). Ents komu ágætlega út og árás á Isengard (sem ég var dauðhræddur að yrði einhver sirkús) heppnaðist ágætlega. Gimli kom vel út sem comic relief þar sem hann var! verulega fyndinn (þrátt fyrir að mér þótti hann vera svolítill “moodbreaker” eftir að Hjálmdýpisorrustan tók á rás.) En þegar allt annað er svona vel heppnað þá ollu þessar tvær misheppnuðu breytingar á bókinni mér miklum vonbrigðum. Ég tala nú ekki um þegar einu flottasta atriði bókarinnar sem hefði komið mjög vel út á tjaldi er sleppt, (hugsanlegur Extended Edition SPILLIR) þeas þegar Orcarnir hlaupa inn í Huorn skóginn og koma aldrei út aftur en atriðum eins og Warg atriðið er bætt inn. Synd…vonandi kemur það í extended útgáfunni.
Að lokum finnst mér rétt að spurja um eitt annað. Nú kemur fram að í myndinni að Eomer og allur 2000 manna her Rohans var “riding North”. Nú spyr ég hvar voru þeir og hvað í andskotanum voru þeir að gera þar? Er ekki svolítið undarlegt að allur her Rohan er bara einhver staðar North og vita ekkert af her Isengards þegar aðal hættan kemur frá Isengard?? Þetta er svona hlutur sem maður tekur ekkert sérstaklega eftir en þegar maður hugsar út í þetta er þetta alveg fáránlegt, sérstaklega þegar maður hefur lesið bókina og veit að það er ekkert í norðri.
Einu jákvæðu breytingarnar á bókinni finnst mér vera að láta Eomer gegna hlutverki Erkenbrands og hvernig Elrond og Arwen var skotið inn. Ég held að TTT bókin henti mjög vel sem handrit á mynd (ólíkt FOTR) og tel að myndin hefði orðið mun betri, því minna sem þeir hefðu breytt. Mér finnst TTT mun betri bók en FOTR en mér finnst FOTR myndin betri en TTT myndin.