The Two Towers leikurinn The Two Towers leikurinn

Þar sem enginn virðist ætla að hafa umfjöllun sem ekki er
bara “mér fannst gaman að drepa kalla og leikurinn er stuttur”
ætla ég að reyna að hafa eina umfjöllun um leikinn, ekki álit
mitt á honum (þó því verði nú örugglega bætt við í lokin). Þess
má geta að ég á leikinn ekki, heldur prufaði ég hann hjá
bekkjarbróður svo þið verðið að afsaka smá villur.

Trikkin eru gerð með kassa, þríhyrning, hring og X-i. Það er
einnig hægt að nota right analog stickin, sem hefur reynst mér
mjög vel. Ef maður snýr right analoginum í hringi gerir Aragorn
trick, sem er mjög gott (að mínu mati) móti bunch af orkum.
Ég er ekki viss um hina caracterana, því að ég notaði bara
Aragorn og Isildur.

Með L1 setur maður ör á streng, og þá miðar maður með left
Analog stickinu, og skýtur með X. Ef maður ýtir right Analoginu
til hægri ver hann sig, niður - Fierce attack sem er gott að nota
móti orkum með skjöld, upp - speed attack notar móti gaurum
án skjölds, en það er hröð árás en ekki allt of kraftmikil.

Fyrir kills fær maður raiting, og maður getur fengið fair, good,
exelent & perfect. Fyrir hverja raiting fær maður smá hækkun í
expirience-mælinum, og meiri líkur á því að fá level, en það
gerist þegar mælirinn fyllist.

Eftir hvert borð fær maður points sem maður notar til að
kaupa upgrades. Fyrir perfect kills fær maður flesta point-a.

Þegar maður fer í new game er brot úr myndini. Það er sýnt „I
can feel it in the water…” og þangað til eftir að það er búið að
segja „But there where some who resisted” og það mál. Þá
fær maður stjórn á Ísildur, og þarf að drepa orka. Þá kemur
myndskeiðið þegar Sauron kemur með kilfuna og fer að lemja
alla, þangað til að Isildur heggur af honum fingurna og
Sauron „springur”.

Næst kemst maður að því að Aragorn er að segja söguna
Eowyn. Ég var dálítið undrandi á því að Aragorn væri allt í einu
með Eowyn, þar sem Weathertop er næsta borð, en komst að
því rétta þegar þessi bekkjarbróðir minn sagði mér hið sanna.

Á Weathertop á maður að berjast við Nazgûlana. Það gerir
maður með því að nota kyndil, því að það virkar ekki að bara
höggva, höggva og höggva. Fróði má heldur ekki dewyja, en
hann er ósýnilegur (maður sér samt “skuggan” í loftinu, mjög
líkt mistri), en Nazgûlana verður maður að drepa.

Næst fer maður í “the gate to moria” borð. Þar fer maður
gegnum leið, fulla af orkum og endar loks hjá vatninu. Þá
kemur endakall, eða skrýmslið í vatninu. Þeir sem vilja fatta
sjálfir hvernig á að vinna það ekki lesa þetta:




—tip—

Skrýmslið er bara með armana uppi. Það reynir að lemja þig
með þeim. Allt sem þú þarft að gera er að hreyfa right
analoginn til vinstri. Þá ver hann sig, en þetta á að gera
akkurat þegar það er að reyna að lemja þig. Þvínæst verður
armurinn beinn upp í móti og yðar í smá stund. Þá áttu að
höggva arminn niður. Þá byrtist skrímslið sjálft og það á að
skjóta með örvum.

—tip over—



Næsta borð er Balins Tomb. Þar þarftu að drepa helling af
orkum sem streyma í gegnum dyrnar (sem maður kannast við
úr myndinni). Þar mæli ég með að vera nálægt hurðinni, svo
þú drepir flestalla, og fáir meiri expirience.

Næst kemur Cave-trollið, sem er endakall í þessu borði. Málið
með það er að hlaupa í áttina að því þegar það er nýbúið að
lemja, gera speed attack (þríhyrningur) og hlaupa í burtu.
Þegar þú hefur náð því er annar hlutur þessarar baráttu. Þá
tekur tröllið upp keðjuna. Þá ertu með súlur fyrir framan þig,
og þú verður að fela þig bak við þær þegar tröllið sveiflar
keðjunni, og hlaupa svo fram, og skjóta 1-3 örvum (eftir því
hve öruggur þú ert) í tröllið.

Næst er Amon-hen. Því miður get ég ekki haldið áfram, enda
var ég bara klukkutíma í leiknum. Þess má þó geta að þar eru
ljósir “steinar” sem gott er að halda sér frá að vera ofaná (þeir
bara koma og eru litlir, blandast ekki umhverfinu) því að þeir
springa.

kv. Amon