Hringa-Fróða Saga
Saruman hét maður er kallaður var hinn hvíti. Hann bjó í Ísarngerði í Róhan. Hann var mikill höfðingi og þótti vitur mjög. Gandalfur var sömu ættar, og var kallaður hinn grái.
Nú víkur sögunni norður í Hérað. Hobbiti er nefndur Bilbó. Hann var af Bagga-ætt. Hann bjó í Bagga-botni. Hann átti fósturson er Fróði hét.
Það var einu hverju sinni er Bilbó hélt drykkju mikla til að fagna ellefutugu og eins vetra aldri sínium að hann mælti:
“Nú mun ég hverfa héðan vinir og félagar, minn tími er kominn”
Að því mælti brá hann baug sér á fingur og hvarf sjónum. Uppi varð mikill styr.
Gandalfur vissi hvers kyns var og hraðaði för sinni til Bagga-botna. Þar hitti hann fyrir Bilbó, og ræddi til hans:
“Færð þú nú Fróða bróðursyni þínum Hringinn eina til varðveislu”
Bilbó mælti:
“Vel mælir þú, Gandalfur, en illt þykir mér að skilja við hringinn, eftir allann þann tíma er ég hef haft hann í minni varðveislu”
Gandalfur svaraði þá: “Ekki væru það góð ráð, ef þú hefðir hringinn með þér á braut, og legg ég að, að þú skulir skilja við þig hringinn”
Lét þá Bilbó undan, þótt tregur væri til.

Víkur nú sögunni austur í Mordor, þar sem Sauron hinn dimmi réði ríkjum. Þykir hann nú kenna hringsins, sem áður var talinn glataður. Réð hann sér 9 vinnumenn til sín og mælti: “Nú skuluð þið ríða vestur og norður og leita uppi Hringinn eina, því eigi get ég mér hugsað mér hann í annara höndum”. Samþykktu þeir þetta.

2. Kafli

Gandalfur lagði nú hart að Fróða að taka hringinn til Brý, því þar skyldu þeir ráða ráðum sínum: “Far þú nú hratt og hljótt yfir, ég þarf að ganga til Ísarngerðis til ráðagerða. Mun ég svo ráð gefa þér”
Fróði mælti: “Ill þykir mér þessi för, og segir mér svo hugur að hún muni ekki til gæfu verða”.
Kvöddust þeir svo.
Bjó Fróði sig nú til ferðar, en þá kemur til sögunnar fóstbróðir hanns, Sómi, sonur Gamals. Spyr hann Fróða hvert hann stefni.
“Þann kost hef ég tekið, að hverfa úr Héraði um stundarsakir.” svarðai Fróði.
Þá mælti Sómi: “Ekki þykir mér það gæfuleg för, og mun ég veita þér mitt liðsinni”.
Þá koma til sögunnar fóstbræðurnir Sámur og Pípin og kváðust þeir vilja ekki síður með fara.
Binda þeir nú þetta fastmælum og leggja af stað austur til Brý.

3. Kafli
Elrond réð fyrir Rofadal. Hann var sonur Eärendil, sonur Tuor. Móðir hanns var Elwing, dóttir Dior…

Nú nennti ég ekki meiru :)
Hugmyndina fékk ég héðan.
Þarna er margt algjör snilld, hér eru brot:

George Orwell:
“I cannot read the fiery writing,” said Frodo.
“There are few who can,” replied Gandalf. “It is the language of Mordor, which I will not speak here. Translated into the common tongue, it reads:
'All rings of power are equal,
But some rings of power are more equal than others.'”

Dr. Seuss:
“Gandalf, Gandalf! Take the ring!
I am too small to carry this thing!”

“I can not, will not hold the One.
You have a slim chance, but I have none.
I will not take it on a boat,
I will not take it across a moat.
I cannot take it under Moria,
that's one thing I can't do for ya.
I would not bring it into Mordor,
I would not make it to the border.”

Ég skora á ykkur að koma með Laxness útgáfu… “Hríngur einn var sá er allir vildu sér…” :)
J.