Nú hef ég horft á TTT tvisvar. Fyrst á fjölmiðlasýninguni og svo aftur í gær. Í fyrra skiptið fannst mér myndin mjög fín en það var hitt og þetta sem angraði mig. Ég kom frekar pirraður út af sýningunni en áttaði mig ekki alveg á af hverju. Vissar breytingar frá bókinni angruðu mig en fannst þær samt ekki eiga að geta haft þetta mikil áhrif. Ég fór aftur á hana í gær og ákvað í þetta skipti að fara með opið hugarfar og horfa á hana sem kvikmynd en ekki bók sett á tjald.
Það kom mér mjög á óvart í seinna skiptið að þegar myndin var hálfnuð fannst mér hún vera nánast óaðfinnanleg og ef eitthvað var betri en sú fyrsta. Ég var að komast á þá skoðun að ég hlyti að hafa verið illa stemmdur til að vera svona smámunasamur þegar ég sá hana fyrst. Svo horfi ég áfram á restina og þrátt fyrir að allt sé mjög vel gert og fari í meginatriðum eftir bókinni þá endar samt með því að ég geng út frekar pirraður, rétt eins og í fyrra skiptið. Mér fannst enn og aftur myndin einhvern veginn leysast svolítið upp eftir að Theoden ákveður að yfirgefa Edoras. Í þetta skipti hins vegar áttaði ég mig betur á því hvað mér fannst vera að. Þetta eru tvær senur sem mér finnst vera meingallaðar og veikja myndina til muna:
Sú fyrsta er Warg senan og þegar Aragorn dettur fram af klettinum. Í fyrsta lagi má Guð vita hví PJ fannst ástæða til að bæta inn annarri action senu þegar myndin er þegar mettuð af slíku. Þannig að til að byrja með er þetta atriði algerlega óþarft hvað það varðar en svo er þetta hreinlega ekki góð sena að neinu leyti að mér finnst. Warg-arnir eru sérstaklega vandræðalegir í nærmynd, hreyfa sig allt of hratt miðað við stærð og miðað við hestana og svo vantar bara almennt samhljóm í atburðarásina. Og svo dettur Aragorn fram af klettinum og allir halda að hann sé dauður. Hmmm, hefur þetta verið gert áður í myndunum. Látum okkur nú sjá. Í Bree höldum við að Nazgul drepa hobbitana í rúmum sínum. Rétt fyrir Rivendell er Frodo látinn líta fyrir að vera dauðan af völdum Nazgul eiturs. Í Moria er Frodo látinn líta út fyrir að drepast þegar Troll-ið rekur hann á hol með spjóti. Í Moria er Gandalf látinn líta út fyrir að drepast er hann dettur niður í hyldýpið. Sam er svo látinn líta út fyrir að drukkna í Anduin í lok FOTR. Þetta er svo sem allt í bókinni þrátt fyrir að bókin láti mann ekki halda að neinn sé að deyja nema bara í tilfelli Gandalfs en ég meina, svo dettur Aragorn fram af 100 metra háu þverhnýpi. Hvað ætlar maðurinn að gera þetta oft?!! Hann er líka að skemma svo mikið fyrir sér (smá ROTK SPILLIR) því að bókin gerir þetta tvisvar, einu sinni með Gandalf og svo einu sinni í ROTK og það er þá sem það skiptir mestu máli. Ég held að það verði ansi erfitt í því tilfelli að sannfæra fólk þegar hann er þegar búinn að gera þetta SEX sinnum!
En þar sem hann ákveður að gera þetta enn og aftur þá hlýtur nú að vera einhver ástæða fyrir þessu öllu saman segi ég við sjálfan mig. Þetta hlýtur að þjóna einhverjum tilgangi í frásögninni. Það er frekar augljóst að ástæðan fyrir þessu er að búa til ástarþríhyrningurinn Arwen-Aragorn-Eowyn og með því að láta Eowyn halda að hann sé dauður þá verði þetta allt voða dramtískt. En það er það ekki, manni finnst þetta vera vandræðalegt og þjóna engum tilgangi. Ef hann hefði viljað gera aðlöðun Eowyn að Aragorn meira sannfærandi hefði kannski verið betra að bæta inn aðeins meiri dialogue milli þeirra svo að þau segi meiri en 20 orð við hvort annað áður en Eowyn verður yfir sig ástfanginn. Hin raunverulega ástæða fyrir þessari senu er frekar augljós: PJ fannst Wargs flottir eins og hann hefur oft sagt og ákveður að setja inn þessa senu en fattar svo hversu tilgangslaus hún er þannig að hann ákveður að láta Aragorn detta út af bjarginu til að gefa senunni einhvern tilgang í myndinni. Mér fannst útkoman vera önnur, eða dómgreindarskortur frá A-Ö.
Framhald í Part II…