Tolkien var -eins og gefur að skilja- mikill pælari. Ó´trúlegt en satt þá var hann mikill trúmaður, kaþóliki, og trúði heitt á sinn kaþólska guð bilíunnar, þótt mætti skiljast af ritverkum hans að manngreyið væri rammheiðið.
Þess vegna er athyglisvert að líta á hið furðulega verk hans Silmerilinn og heimsýn Miðgarðs. Þá sérstaklega hvernig hann byggir upp goðafræði Ördu. Því þótt, eins og við flest vitum, að hann hafi sótt óspart í norræna (íslenska), germanska og finnska goðafræði í goðafræði sína er hægt til sanns vegar færa að einmitt kristinn eingyðisttrú hafi verið mun sterkari afl í sköpun þess.
Þar má sérstaklega til taka 2 atriði. Þar fyrst að Eru, hið eina, hafi verið það nákvæmlega; “hið eina”, sem á sér ekki mörg fordæmi í gömlu “víkaingatrúarbrögðunum”.
Annað atriði, og það sem þessi grein er um, er náttúrulega hann Morgoth kallinn, Myrkrahöfðinginn. Hann átti að vera alillur og hermir það illa uppá t.d. norrænu goðafræðina, þar sem engin var alillur né algóður, heldur allir bara frekar breiskir.
Þá finnst mér Morgoth frekar eiga sér hliðstæðu í hinum Biblííska Lúsífer. Samanburðirinn stendst mjög vel nánari skoðun, segjum t.d. að Eru sé Jahve og Valarnir englarnir, þá er Melkor hinn fallni engill; Lúsífer, sá sem gerði uppreisn gegn guði, þ.e. reyndi að hugsa sjálfstætt.
ÉG er mjög hlynntur þessu, þeirri hugmynd að fyrir Tolkien hafi Eru átt einfaldlega að vera Guð, sá sami og hann í raunveruleikanum svo innilega trúði á.
Við þurfum ekki að vera undrandi þótt J.R.R. Tolkien, sá mikli menntamaður hafi verið heimspekilega þenkjandi og held ég að það megi tengja Miðgarð hans við raunveruleika okkar í gegnum sýn hans á lífið.
Sýn sem má greinilega lesa í upphafi hinnar útgefnu Silmerlasögu, Ænúasögum (þeirri sem mörgum finnst svo þreytandi en er að mínu mati ein sú mest spennandi). Þar talar hann um hið óendalega tóm og hin óslökkvandi eld.
Hvaða merkingu höfðu þessi hugtök fyrir Tolkien sjálfan? Einskorðuðust þessar pælingar við Miðgarð?
Ef Tolkien trúði á Guð, sem í upphafi skapaði heiminn úr tóminu, þá hlaut hann að hafa myndað sér skoðun á hvað tómið væri sem um er talað í Genesis þar sem hann notar sjálfur í Ænúasögu.
Tómið er hvorki óendalega stórt né óendalega lítið, nei, það er nefnilega ekki neitt. En það sést samt berlega að eitthvað er. Og þetta eina sem er í tóminu… það er hinn óslökkvandi eldur, andstæða tómsins, Eitthvað! Eru, eða Guð.
Þetta er það sem ég held að Tolkien og allir kaþólskir menn yfirhöfuð trúa, og að þetta sé það sama og hann skrifi um sem upphaf Miðgarðs.
En hinn óslökkvandi eldur á heima í tóminu, okkar veröld liggur einnig í tóminu. Það sem við köllum tilveru er inn í tóminu, þar sem að þar sem tilverunni sleppir, þar taki tómið við, þar sem ekkert ER útaf því það á sér ekki stað í tilveunni og getur því ekki verið til. En tómið, í heimssýn Tolkiens, er jafn raunverulegt og andstæða þess Tilveran (þótt vafamál sé náttúrulega hvað raunveruleikinn sé).
Sögurnar hans Tolkiens gerast handan raunveruleikans, hann viðurkennir það fúslega, handan túmsins er önnur tilvera, allar mögulega tilverur, þótt þær eigi engin tengsl á milli þeirra tilvera við okkar tilveru, þ.e. að í okkar tilveru er ekki til neinn Miðgarður og ekkert neitt miðgarðslegt hefur né mun nokkurtíman gerast. Og í Miðgarði er til heill heimur, verund, tilvera þar sem ekkert okkarheimslegt er til og mun aldrei verða. Og ástæðan fyrir því er að heilt TÓM liggur þarna á milli og óyfirstíganlegra haf er víst ekki til. Hvorugur staðurinn er til fyrir hinum.
En sömu lögmál gilda fyrir Guð, hann býr líka í tóminu og á að hafa skapað úr tóminu. Þannig eru allar tilverur í tóminu jafn raunverulegar fyrir hinum óslökkvandi eldi, Guði, hvort sem hann sé alheimurinn okkar, draumur á Jónsmessunótt eða hugarórar Tolkiens. Þannig er Miðgarður alveg jafn raunverulegur fyrir guði og alheimurinn okkar:)
Þess vegna held ég (það er erfitt að orða þetta, en ég held að fyrir mönnum eins og Tolkien hafi þetta einfaldlega legið fyrir) að Guð kaþólikka(og Tolkiens) og Eru hafi einfaldlega verið sama fyribrigðið sem laut sama lögmálum. Vissulega er Miðgarður ekki til (í okkar tilveru) og er þess vegna algerlega óháður okkar heimi og þeim náttúrulögmálum sem hér ríkja. Þetta var einfaldlega heimur fantasíunnar sem í upphafi var upphugsaður af Eru og sunginn til verundar af Englum hans, Völunum.
Og hér kemur að Melkori sem þessi grein átti nú að vera tileinkuð. Melkor var Vali, og ekki nóg með það, hann var öflugusta Valinn. EN sem Vali (og þar með óæðri Eru hinum eina) á hann varla að mynda neitt mótvægi við Eru. ÉG held nefnilega að ERu hafi varla átt að vera illur né góður. Hann hafi bara átt að vera hið eina, handan ills og góðs, þar sem illt og gott skipti eingu máli, þar sem gildismat okkar mannanna var að engu orðið.
En einhverra hluta vegna þá skapaði Eru Valanna (Afhverju skiptir engu máli í þessu samhengi en gæti verið uppistaðan að annarri grein… jafnvel heilum ritflokki) og Melkor þar öflugustan. EN þar sem Eru er hinn eini hlýtur maður að freistast til þess að álykta að hann hafi skapað Valana af sjálfum sér. Og það kemur reyndar fram að Valarnir voru einmitt skapaðir af hugsunum hans. Þess vegna gátu þeir ekki hugsað sjálfstætt, voru í rauninni bara partar hins eina.
EN samt… (það er alltaf eitthvað “samt”) þá vildi Melkor í krafti þess að hann var nú öflugustur, skapa eitthvað nýtt. Sagt er frá því þegar hann reikaði um í tóminu, leitandi að hinum slökknandi eldi sem hann fann þó aldrei. Stöndum er sagt að hver er sjálfum sér næstur og átti það svo sannarlega við Melkor þar sem í ljósi þess að Eru var hinn óslökkvandi eldur þá hlaut eini staður sem mætti fyrirfinna óslökkvandi eld í tóminu einmitt vera í Melkor sjálfum þar sem hann var nú hugsun Alföðurs. EN hann virtist ekki gera sér grein fyrir því (kannski útaf því að hann gat nú ekki ,þrátt fyrir allt, hugsað sjálfstætt).
Út af þessum miskilningi Melkors dó honum aldrei þessi þrá.
Svo þegar loksins kom að því að Alföður hóf alla sína Ænúa uppí söng þá var þetta innræti Melkors orðið svo rótgróið að hann reyndi eins og hann gat að vera frumlegur að gera eitthvað nýtt, eitthvað óháð Alföður, en þar voru hans fyrstu mistök, um leið og hann reyndi að yfirgefa sköpun Alföðurs var hann í raun og veru að yfirgefa alla mögulega sköpun, því eina mögulega sköpunin hlaut að vera í Eru hinu eina, svo aaf varð að allar hans tilraunir voru dæmdar til þess að verða í stað þess að verða eitthvað nýtt bara afskræmdur verknaður Alföðurs sjálfs. Þetta fylgdi Melkori það sem eftir var. Með þessu dæmir hann jafnframt sjálfan sig í útlegð frá rétttrúnaði hinna Valanna og varð þaðan í frá ávallt í ská og skjön miðað við þá.
Tel ég þetta eiga sér hliðstæðu einmitt í falli Lúsífers.
EFtirleikurinn er öllum kunnur. Þótt ég telji að Melkor hafi aldrei verið illur þá táknaði hann í augum smárra manna og álfa í veröld Miðgarðs alltaf eitthvað sem var ekki eftirsóknarvert.
Sem stór táknmynd Alföðurs um tilgangsleysi yfirgefningu hins eina varð hann að yfirþyrmandi afli í augum þeirra sálna sem hrærðust á Miðgarði og voru undirorpin þessum ákflegum öflum sem þurftu að tákna einn veg eða annan fyrir þeim.
Í samanburði við hina valanna, tærar og bjartar (og algerlega viljalausar) hugsanir Alföðurs var Melkor andstæða og stimplaður vondur og kallaður Morgoth.
Kannski má meira að segja tala um að fólk (bæði álfar og menn) hafa öðlast gildismat sitt á því hvað væri gott og hvað væri illt einmitt með því að bera saman Morgoth og hina Valanna þótt þessi hugtök hafi í rauninni enga raunverulega merkingu fyrir Eru sjálfum. Morgoth táknaði bara hinn ranga veg, þá leið sem átti ekki að fara og fengur þess vegna börn Alföðurs óbeit á þeirri leið og kallaði þá leið “illt” og allt annað gott.
Morgoth var lítið annað en hugsun, og stóð hann fyrir hið illa, hina vitlausu leið, þá leið sem skyldi ekki feta og myndi ekki verða fetuð (þið vitið, hið góða sigrar alltaf að lokum o.s.frv.) og þess vegna ill ómögulegt að gera hann algerlega burtrækan frá Miðgarði. Eins og oft er minnst á í sögum Tolkiens var Morgothi aldrei algerlega rekin frá Miðgarði þótt áþreifanleg persóngerð ásýnd hans hafi verið rekin burt og fangelsuð bakvið veggi næturinnar. Leifar hans lifðu ávallt í ýmsum myndum eins og Balroggnum og Sauroni útaf því að ef ekki væri fyrir hann væri engin "illur.
Hann var/er illskan sjálf.'
E.s.
Ég skrifaði þetta beint uppúr mér núna um miðja nótt og fann ég undir lok greinarinnar að ég var orðin frekar þreyttur og vill ég fyrirfram afsaka þótt þar leynist aragrúi stafsetningavillna og þótt ég endurtaki mig kannski… endurtaki mig kannski… hmmm. endurtaki mig kannski…