Í upphafi var Eru
Nafnið lýsir kannski greinini ekki mjög vel en… ég fann ekkert
betra :P
Hérna ætla ég að skrifa smá um Eru, tilkomu Vala, ljósatréin,
Valinor o.s.frv.
–––||–––
Hann Eru - Alföður byrjaði á því að skapa Vala og maia. Hann
lét þá syngja, og dáðist að, en allt sem þeir sungu varð til, í
Ördu. Allt sem þeir sungu fallegt varð að fallegum hlutum, en
því sem Melkor spillti í söngnum varð m.a. að Ungoliath,
myrkrinu og öllu illu. Seinna gaf hann þeim sjón, og 14 vala
fluttust til ördu (þá reyndar 15, því að Melkor telst ekki lengur til
Vala)
Þeir byrjuðu búsetu sína á Almarenseyju, sem er í
Middle-earth, rétt sunnan við Mordor, en Melkor var fljótur að
hrekja þá þaðan. Þá fluttust þeir til framtíðarheimili síns,
Valinor.
Valinor girtu þeir með fjöllum, þekkt sem Ered Vala. Það
gerðist svo að Yavanna náði mesta árangri sínum fyrr og
síðar, en hún bjó til ljósatréin. Það gerðist þannig að hún
söng á hæðinni þar sem ljósatréin stóðu, og valarnir
hlustuðu, og allt í einu *POOF* voru komnir tveir litlir sprotar.
Annar sprotinn var gullitaður, og bar seinna gulliðaða ávexti,
og nefndist Söngvagull - Telphelion. Hinn var silfurlitaður og
bar seinna silfurlituð blóm, en það tré nefndist Stjarneyk - ??
(man ekki Quenya nafn)
Með tilkomu álfanna breyttist Valinor mjög mikið. Telerarnir
gerðu Svanahafnir - Aqualindale, en þar voru fley, sem voru
sem svanir, gerðir úr sérstökum hvítum viði, og augun voru úr
hrafntinnu, og goggurinn úr gulli. Það var þannig skip sem
Galadríel var á í Lóríen er hún kvaddi föruneytið.
Noldar bjuggu til Tíríonsborg. Hún var eins og Aqualindale úr
hvítum stein, en Noldarnir þar urðu meistarar í steingerð. Þeir
voru svo duglegir í námum, og svo gjafmildir, að þeir gáfu
Telerum svo mikið af demöntum að þeir dreifðu þeim um
fjöruna, svo að hún glóði af mikilfengleik. Þess má geta að
Fëanor, mestur allra smiða var Noldi.
Seinna þegar flestir álfa yfirgáfu Valinor vegna lævísra orða
Melkors hrakaði Noldum mikið, og aldrei varð dýrð Nolda jafn
mikil og hún var, nema hjá þeim sem enn lifðu í Valinor.
kv. Amon