hringadóttinssöguspilið Hringadróttinssöguspilið

Ein áramótagreinin :P (ég bara allt í einu kláraði hana, svo til
hvers að bíða?)

Blessaðir hugarar. Hérna ætla ég að segja frá
Hringadróttinssöguspilinu, sem er að fá þónokkra athygli nú
um þessar mundir, enda BT alltaf að auglýsa spilið. (eða
a.m.k. var)

Í spilinu notast maður við 2 borð í einu, af 3. 1 borð notar
maður alltaf, og er það gjarnan nefnt “glötunarstígurinn”. Þar
eru styttur af hobbitunum og Sauron, og 15 reitir, hvítur í vinstri
enda, en svartur í hægri. Á milli reitanna eru svo mismunandi
stig grás.

Þessi glötunarstígur á að sýna ástand hobbitana, eða hve
langt þeir hafa fallið í myrkur. Hobbitarnir hreyfast eftir reglum í
átt til myrkursins (og stundum til baka) og það sama gerist
með Sauron, nema öfugt (hann semsagt byrjar á dökkum
reitum og færist til ljóssins, meðan hobbitarnir færsast til
myrkursins.)

Á glötunarstígsborðinu er einnig leið, en á henni eru í réttri röð
frá vinstri: Baggabotn (byrjunarstaður), Rofadalur, Moria,
Lotlóríen, Skellubæli og Mordor. Baggabotn, Rofadalur og
Lotlóríen eiga sér ekki sögusvið á hinum borðunum (það er
Moria öðru megin á fyrsta borði, Hjálmsdýpi hinu megin, og
Skellubæli öðru megin á borði tvö, en Mordor hinu megin.)

Í Baggabotni, Rofadal og Lotlóríen eru ýmis formsatriði. Þar
fær maður spil og gerir ákveðnar aðgerðir. Þegar öllum
aðgerðum Baggabotns hefur verið lokið fer maður til
Rofadals, þegar þeim aðgerðum er lokið fer maður til Moria,
ef maður klárar það sögsvið fer maður til Lotlóríens o.s.frv.

Sögusviðin eru erfiðasti parturinn. Þar eru 4-5 leiðir sem
samanstanda af eftirfarandi:

Atburðarleið: Þessi leið samanstendur af miklum
hörmungum, og eru alls 6 reitir. Séu öllum atburðunum lokið
með leið hörmunga er borðið búið.

Bardagaleið: Hún er leið bardaga, þó ekki sé mikið barist á
henni. Meira er þetta táknrænt fyrir það að þessi leið er leiðin
að t.d. Balrogginum (á Moria sögusviðinu) og einnig líkur
maður Moria þegar bardagaleiðinni er lokið. Það gæti þó
alveg eins verið feluleið sem maður þarf að ljúka eftir borðum.

Feluleið: Þetta er sú leið þar sem leikmenn fela sig. Hjá Moria
stendur einmitt “Hljóðlát ferð í myrkri hjá feluleiðinni.

Flóttaleið: Þessi leið er leið flótta. Á moria stendur “Trylltur flótti
út úr Moria” sem segir sitt.

Vináttuleið: Þessi leið er leið vináttu. Hún er ekki á öllum
borðum.

Til að lifa af lok borðsins þarf einnig að hafa a.m.k. 1 af hverju
lífstákni. Það á að sýna að hobbitinn er með hjartað á réttum
stað, og er ekki fallinn í myrkur. Þessi lífstákn fær maður með
því að lenda á sérstökum reitum.

Til að ákvarða hvað gerist á sögusviðinu eru dregnar
atburðaflögur. Hér ætla ég að skýra hverja og eina þeirra.

Vopn: Þessi flaga segir að maður eigi að fara á
bardagaleiðina.

Tré (Eyk): Þessi flaga segir manni að fara feluleiðina.

Fætur: Þessi flaga segir manni að fara flóttaleiðina.

Handaband: Þessi flaga segir manni að fara vináttuleiðina.

Sólúr: þessi flaga segir manni að framkvæma næsta atburð.

Sólúr með þrem spilum fyrir ofan: Þessi flaga segir að
hópurinn þurfi að henda þrem spilum, og sé það ekki gert er
næsti atburður framkvæmdur.

Sólúr með hring, spili og skildi fyrir ofan: Þessi flaga segir að
hópurinn þurfi að henda lífstákni (hringurinn), spili og skildi.
Sé það ekki gert er næsti atburður framkvæmdur.

Hringurinn og svartur depill: þessi flaga segir að hringberinn
eigi að færast einn reit í áttina að myrkrinu.

Auga / tveir punktar (svartir): þessi flaga merkir það að sá sem
á leik þurfi annað hvort að fara tvo reiti í átt til myrkursins, eða
Sauron færist einn reit áfram.

Alltaf skal draga a.m.k. eina atburðarflögu. Maður á að draga
þangað til að maður fær Vopn, Tré, fætur eða handaband (á
borðum sem ekki hafa handaband á að draga áfram).

Spilin hafa mismunandi merki uppi í horninu. Þessi spil má
nota til að komast áfram á sögusviðinu. Á öllum
sögusviðsborðunum má nota 1 hvítt spil, og 1 grátt nema
annað sé tilgreint. Það má ekki nota spilin til að komast áfram
á annari leið en maður er á. Spil með Vopni er hægt að nota til
að komast áfram á vopnaleiðinni.

Önnur spil eru gul, og þau er alltaf hægt að nota, og eru mjög
góð. Þeim skal ekki henda á glæ. Einnig eru gul
“Gandalfsspil” sem eru notuð í neiðartilvikum.

Þar sem allir leikmenn eru saman má ræða um spilin sem
maður hefur á hendi. Það er gott til að samtvinna aðgerðir
hópsins, svo betri árangri sé náð. Ekki má þó undir neinum
kringumstæðum sýna spilin.

kv. Amon