Ég var svo heppin að ég fékk ævisögu Tolkiens í jólagjöf. Ég var alveg í skýjunum og leist ansi vel á að fá að kynnast manninum á bakvið sögurnar. Ég er ekki alveg búin með bókina en ég verð að segja að ég hef orðið fyrir svo litlum vonbrigðum með bókina og þá sérstaklega þýðinguna. Ég hafði það hálfpartinn á tilfinningunni að meirihlutinn af bókinni væru gisk og getgátur um manninn, byggt út frá sjónarhorni höfundsins. Ég var að vonast eftir að fá skýrari og skemmtilegre sýn inn í hans hugarheim, en ég hef kannski haft of miklar væntingar. Einnig fannst mér leiðinlegt hvað hún virtist þýdd í miklum hasti. T.d. virðist þýðandinn ekki hafa lesið íslensku þýðinguna á LOTR enda er Sam kallaður Sámur en ekki Sómi. Ljóð eru einnig látin standa á ensku, auðvita skil ég það að það er ekki auðvelt að þýða slíkt, en fyrir hvað er maður að borga en ekki einmitt þýðingu á verkinu. Í minnsta lagi hefði mátt vera bein þýðing á ljóðinu í smáu letri fyrir neðan enska textann.
Hvað finnst ykkur hinum sem hafið lesið bókina?
Kv,
angie