Dark Númenóríans Dark Númenors.

Jæja, enn ein greinin :þ Hér ætla ég að fjalla um Dark
Númenors, eða Númena eftir að þeir snéru til illsku vegna
áhrifa Saurons. Og já… myndin er eftir mig og á að sýna Dark
Númenórían (til vinstri) og venjulegan Númenóra (til hægri)

Það var árið 3255 á annari öld að maðurinn Ar-Pharazôn hinn
gyllti (hann var kallaður “The Golden”) hrifsaði til sín völd
Númenors frá réttborinni drottningu, Míríeli. Númenar höfðu
farið á skipum sínum til Middle-earth, og þar hitt fyrir Sauron,
sem eins og þið gerið ykkur grein fyrir var ekki mjög ánægður.
Því stefndi Ar-Pharazôn öllum her Númera þegar
mikilfengleiki Númenors ríkti enn á Mordor.

Sauron sá hve afskaplega öflugur þessi óvinur hans var, og
ákvað því að í staðinn fyrir það að fórna öllum her sínum og
taka hluta af her Númera, að fara til Ar-Pharazôns sem gísl.
Ar-Pharazôn var blindaður af græðgi, og því þáði hann það
auðvitað. Því héldust herir Mordors óhreifðir og hættulegir
sem fyrr.

Sauron fór já, til Númenors sem gísl Ar-Pharazôns, en Sauron
var að sjálfsögðu ekki bjargarlaus. Skömmu seinna varð
hann helsti ráðgjafi Ar-Pharazôns, og lét hann breyta “aðeins”
í Númenor. Þessar “litlu” breytingar voru þónokkuð skæðar og
hér er smá listi yfir a.m.k. hluta af þeim:

Hof til dýrkunar Alföðurs sem staðsett hafði verið á eyjunni,
mjög fallegt og mikilfenglegt var lagt í eyði. Ég býst við því að
Sauron hafi viljað eyðileggja það, en ekki þorað, því að slíkur
var styrkur Eru.

—–:::::—–

Reyst var nýtt hof til dýrkunar Melkors og myrkursins.

—–:::::—–

Sauron veitti mörgum ranghugmyndum í huga Númenóra.
Hann sagði þeim m.a. að myrkrið væri hið góða, og Eru væri
hinn vondi. Mér minnir meira að segja, að hann hafi sagt þeim
að myrkrið skóp þá.

Einnig gerði hann þá afbrygissama út í álfa, líkt og Melkor veitti
sinn skerf afbrygðissemi í hugs Fëanors og álfa um það að
Valar hefðu boðað álfa til Valinor svo mennirnir gætu fengið
Middle-earth fyrir sig. Sauron blandaði minnir mig líka
einhverju af abrygðissemi út í endalaust líf álfa, og hví menn
fengu ekki að stíga á Valinor.

—–:::::—–

Sauron lét höggva niður silfurtréið sem Númenórar höfðu
fengið að gjöf frá Völum. Þó tókst Isildur að bjarga græðlingi
trésins og hann fór til Middle-earths, og eftir marga dauða
trés, og fundi margra græðlinga varð það að tréinu sem var í
Gondor á dögum hringastríðsins.

—–::::::—–

Númenórum höfðu fallið til myrkurs, og orðið aldurstyttri,
gráðugri og valdameiri. Þeir sem upphaflega höfðu komið til
Middle-earth og kennt mönnunum sem þar voru, hnepptu nú
mennina í þrældóm.

Það var síðan seinna, þegar næsti konungur Númenors,
Ar-Adûnakhôr braut Valabannið og sigldi gegn Völum með
flota sinn, að takmarki Saurons hafði verið náð. Flestir
Númera dóu, og þeir sem eftir lifðu voru hans þegnar í
Umbrum.

Fall Númenors varð svo mikið, að Sauron þurfti að flýa sem
andi, og missti þar líkamsform sitt einu sinni. Hann fékk þó
aftur líkamsform.

Það voru jú sumir, sem voru kallaðir “hinir trúföstu”, en meðal
þeirra voru Elendill, og synir hans Isildur og Anáríon. Elendill
stofnaði ríkið Arnor, en það var vestan við Þokufjöll, og þaðan
eru dúndanar vestursins, en synir hans stofnuðu suðurríkið
Gondor. Það var einkum að milli Elendils og álfanna var
vinskapur að The Last Alliance var stofnað. Elendill var þó
einkum í vinskap við Gil-Galad og Sirdan í Grey Havens.

kv. Amon