Föstudagskvöldið 20. skellti ég mér í þriðja skiptið á The Two Towers og varð fyrir mikklum vonbrigðum, bara benda á það strax að ég ætla ekki að fjalla um myndina sjálfa heldur öllu heldur vanvirðingu Íslendinga á myndunum/verkunum.

Ég mætti með félaga halftima áður en sýning hófst og var þá löngu búið að hleypa inn en við fengum þó ágætis sæti og allt í góðu með það.
Það er ný búið að “uppfæra” Regnbogann gífurlega til þess að standast samkeppni hina bíóana. Þetta hefur ekki alveg tekist vegna þess að halli sætana er ekki góður og sat lítill strákur fyrir framan mig og þrátt fyrir það að hann væri varla stærri en 150cm þá skyggði hann á tjaldið ef hann rétt hreyfði sig. Ég dauðvorkenndi fólkinu sem sat fyrir aftan mig því að ég er nú 200cm á hæð og er ekki skemmtileg lífsreynsla að sitja fyrir aftan mig í bíó. Þetta er örugglega því að kenna að tjaldið er fáránlega neðarlega og pínu lítið.

Það tók salinn allt “prologue-ið” að halda kjafti og ekki nóg með það heldur voru símar hringjandi í tíma og ótíma. Til að toppa allt saman þá kvikknuðu ljósin í salnum í miðri mynd og hljóðið datt út í TTT. Litirnir í varpanum voru greinilega ekki alveg í lagi því að myndin var flakkandi á milli þess að vera rauð, græn og blá á köflum RGB tengingar ekki í lagi eða eitthvað.
Í hléinu átti að vera í boði pizza en þá komst maður að því að þær voru til sölu, ekki nóg með það heldur voru sneiðarnar varla stærri en snittur, fyrir vænar 350kr stykkið.
Félagi minn sem er með mikkla reynslu af pizzu buisnessinum benti mér á það að pizzurnar voru skornar í 10 sneiðar en ekki 8 eins og vanalegt er þegar fyrirtæki eru að selja pizzur.
Ef að Regnboginn ætlar að vera með eitthvað svaka “come-back” núna þurfa þeir að taka sig alvarglega til í andlitinu því þetta var ekki að virka.

Fólk bar gjörsamlega ENGA virðingi fyrir hvorki myndunum né hinu fólkinu í salnum.
Sméagol/Gollum mátti ekki sjást í einhverju skoti og þá var salurinn vælandi af hlátri.
Sméagol/Gollum er ekki einhver brandarakall eins og fólk virtist hafa gefið sér þannig að hver hreyfing hans var hið mesta hlátursefni.
Ég hef bara eitt að segja eftir þessa hrikalegu lífsreynslu; Reynið að þroskast.