Mogginn, grein 2 - villur Önnur grein Moggans

Eins og fyrri greinin sem sýnd var í morgunblaðinu var þessi
ekki fullkomin. Þeir sem afsökuðu greinina í fyrra með
spiladæminu geta það ekki núna, því að þessi fjallaði um
myndirnar. Greinin er á bls. 24 b - 25 b

—-

„Mannskepnan Aragorn:”

Úfff, minnimáttarkennd af höfundsins hálfu? (nema náttlega
að höfundurinn sé álfur :þ)

—-

„Uruk-hai, illskeyttum bandamanni Saurons….”

Wow, er þetta hægt?

—-

„…Grímur Ormstunga njósnari fyrir Sauron í hirð Þjóðan
konungs í hirð Rohan-þjóðflokksins…”

Það er strax í fyrsta bálkinum, neðarlega í „Sundrað föruneyti”
að ég kom auga á villu. Fyrst var það hjá CNN að Gollum
ætlaði að leyða Frodo & Sam til Sarumans, og nú kemur það í
mogganum að Gríma sé njósnari Saurons, ég endurtek,
Saurons. Mér finnst það bókstaflega út í hött að láta einhvern,
sem ekki hefur lesið bækurnar skrifa greinina, því að þannig
mætti a.m.k. fækka þónokkrum villum.

—-

„Þannig var 10 þúsund manna her Saurons, sem ósjaldan er
í mynd…”

Bíddu, ég er virkilega byrjaður að halda að þeir haldi að
Saruman sé Sauron. Bæði það að Ormstunga sé þjónn
Saurons og nú að Uruk-hai-arnir séu þegnar Saurons. Þetta
er alveg út í hött!

—-

„Gollrir var nefnilega hobbiti sjálfur fyrir 500 árum og gætti
hringsins.”

Hmmm… gætti hans? Ég myndi ekki kalla það að „gæta”.
Hann passaði ekki hringinn fyrir öllu og öllum. Hann stal
hringnum og hélt honum. Ekki gætir sá sem tekur gísla
gíslanna. Hann stelur þeim, þess vegna er talað um
mann(hring)RÁN.

—-

„Þegar Gandalfur og Sauron ræðast við í turninum
Isengard….”

Staðfesting, greinahöfundur heldur í raun að Saruman =
Sauron. Skemmtilegt því að það stendur í greinini: „Orþanka,
virki Sarumans”. Ég held að greinahöfundur rugli Isengard við
Barad-dûr, en hafi þó Orþanka á sínum stað :þ

kv. Amon