Þýðing hringaversins Blessað veri fólkið. Hér ætla ég að deila því hvernig ég fyrst
uppgvötaði hvernig hringaversið mætti þýða, en það var fyrir
þónokkru.

Við erum með þetta:

Ash nazg durbatulûk,
ash nazg gimbatul,
ash nazg thrakatulûk,
agh burzum-ishi krimpatul.

en ætlum að fá þetta:

One ring to rule them all,
one ring to find them,
one ring to bring them all,
and in the darkness bind them.

fyrst byrjum við á endunum. Eins og flest ykkar sjá enda 1 & 3
lína á tûluk, en 2 & 4 á tul. þá finnum við tengsl á milli tul & ûk,
svo að ûk hlýtur að merkja all, þar sem það er endaorð
línanna tveggja. Þá erum við komin með eftirfarandi:

Ash nazg durbatul -all,
ash nazg gimbatul,
ash nazg thrakatul -all,
agh burzum-ishi krimpatul.

þá víkjum við okkur að þessum tul-um, sem nú eru í enda
allra línana (að “all”-unum frátöldum.)

Ef að við tökum þetta á ensku - “all”-in fáum við eftirfarandi:

One ring to rule them (all),
one ring to find them,
one ring to bring them (all),
and in the darkness bind them.

Eins og flest ykkar sjáið er “them” orðið sem nú er í enda
línanna. Einnig er það “tul” á hinni svörtu tungu. Ef við tökum
skiptum fáum við:

Ash nazg durba -them all,
ash nazg gimba -them,
ash nazg thraka -them all,
agh burzum-ishi krimpa -them.

Þá er að taka durba, gimba, thraka og krimpi, og setja í staðin
fyrir það orðin rule, find, bring og bind. Ef við skiptum því út
fáum við:

Ash nazg -rule them all,
ash nazg -find them,
ash nazg -bring them all,
agh burzum-ishi -bind them.

Það þarf engan snilling til að fatta að Ash nazg er One ring.
Tökum til dæmi orðið “Nazg-ûl” þá þýðir Nazg hringur, og ûl
wraith eða vomi, eins og það er í íslensku þýðingunni.

Þá förum við í erfiðasta hlutann, eða seinustu línuna sem lítur
svona út: „… agh burzum-ishi krimpatûl“. Með því sem við (ég)
er búinn að þýða lítur línan svona út: „agh burzum-ishi -bind
them.” Við vitum að „agh burzum-ishi“ þýðir „and in the
darkness” sem eru fjögur orð, móti þessum þremur sem við
höfum.

Þarna stöndum við yfir mikilli ráðgátu sem mér tókst ekki að
ráða fyrr en ég fékk hina frábæru bók eftir Allan nokkurn, en
bókin heitir „An Inroduction to Elvish“. Þar kemur m.a. fram að
„agh” þýðir „and“, „burzum” þýðir “darkness” og “ishi” þýðir „in“.

Þá fáum við út setninguna „and darkness in bind them”. Þetta
er dálítið bjagað og því er þetta bandstirk (-) sett á milli, svo við
fáum út “and darkness-in bind them”. Þetta tel ég eigi að
skapa víxlun svo textinn sem við erum með verði: „and in
darkness bind them."

Þá er versið orðið svona:

One ring rule them all,
one ring find them,
one ring bring them all,
and in darkness bind them.

Þetta er ekki ýkja fallegt, þar sem ekki eru to og the. Þetta eru
smáorð, sem Tolkien virðist sleppa í flestum, ef ekki öllum
málum sýnum. Ef ég set orðin inn í sviga sér maður að þetta
gengur alveg upp:

One ring [to] rule them all,
one ring [to] find them,
one ring [to] bring them all,
and in [the] darkness bind them.

ég myndi sýna hvernig hægt væri að rána álfaletrið, en þar
sem ég get ekki sett myndir sitt og hvað þá ákvað ég að ég
sleppi því bara.

kv. Amon