Tom Bombadil Tom Bombadil

Ath! ekki er neitt víst 100% í þessari grein, þetta eru aðeins
mínar tilgátur og hugsanir, ekkert til að taka mjög mikið mark
á enda er nánast ekkert víst um hann.

Tom Bombadil átti sér fyrirmynd og hún var minnir mig brúða í
eigu eins sonar hans. Ég held að hann sé eru, vegna nafns
hans Iarwain Ben-adar. Það þýðir á álfatungu (ekki viss
hvaða) Hinn Elsti og Faðirlausi (The Oldest and Fatherless).

Ein ráðgátnanna um hann er hvers vegna hvarf hann ekki
með hringinn? margir vilja því meina að hann hafi verið Eru
eða vali. En þá vaknar upp ein spurning hjá mér, hurfu valar
með hringinn? varla gat Isildur tekið hringinn af einhverju
ósýnilegu, nema hann hafi hitt af einskærri tilviljun, en því trúi
ég ekki.

Sauron varð ósýnilegur eftir missi hringsins, vegna þess að
hann missti þá mikinn af þeim mátt sem hann hafði, því að
mikið af þeim mætti var bundið hringnum. Því vaknar upp
spurningin var Tumi maia? Mörgum finnst það alveg fráleitt og
vilja vísa því algerlega á bug, því hvernig gæti einhver, sem
hugsanlega var veikari en Gandalf staðist hringinn þegar
Gandalf gerði það ekki?

Ég hugsa það þannig að hann hafi jafnvel verið sterkari en
Gandalf, en ekki á sömu vegu. Hann hafi kannski verið
sterkari að bægja frá sér illsku, freystingu eða sterkari í
náttúru, því að hann bjó nú í skógi. Hann gæti náttúrulega líka
verið Vali, sem gæti skírt krafta hans, því að sagt er að maiar
og valar hefðu verið eins þannig séð, nema Valarnir sterkari.

Talandi um Vala beinist hugur minn að Goldberry. Sagt er að
Yavanna hafi oft komið til Middle-earth eftir eyðingu Almarens
til að reyna að lækna sár illskunnar. Hún gæti hafa komið
aftur. Hún var kona Ulmos, vatnadróttins, enda er hún
Goldberry oft kölluð “lady of the lake” eða “lady of the water”
(man ekki hvort). Þetta gæti vísað til húsbónda hennar ásamt
því að heita Goldberry, sem er úr jurtaríkinu.

Tom var Engima. Það er alveg ljóst vegna þessa texta:

“And even in a mythical Age there must be some enigmas, as
there always are. Tom Bombadil is one (intentionally).”    
-The Letters of J.R.R. Tolkien, No 144, dated 1954

Þá gæti Engima verið Vali, eða maia, eða jafnvel yfirheiti
Ænúa (þá á annari tungu). Af völum finnst mér Tom mest
líkjast Tulkas, hann notar ekki hest, og berst með berum
höndum. Það útilokar að hluta tilgátu mína um Goldberry,
nema Tulkas og Yavanna búi saman, en það finnst mér
ólíklegt.

Tom gæti verið Maia ásamt Golberry eins og margoft hefur
komið. Þá finnst mér að þau hafi annað hvort verið
nokkurnskonar Ossi og Uníen Yavönnu, því að Ossi elskaði
strendur Middle-earth, en Uníen fiska djúpsjávarins. Eins gæti
Goldberry elskað vatnið (sem hún vökvaði með?) og Tom forn
tré. Einnig vil ég vekja athygli á dverganafni Toms, en það var
Forn, Tom bjó í Fornaskógi, og það leiðir huga minn að aldri
Toms, var hann alltaf til (Eru) eða varð hann til í upphafi alls
(Maia/Vali). Þessum spurningum er því miður ekki hægt að
svara með vissu.

Ég tel mjög ólíklegt að Tom hafi verið Maður / Álfur, og
ómögulegt að hann hafi verið Dvergur. Ég tel ómögulegt að
hann hafi verið dvergur vegna þess að hann í fyrsta lagi
girntist ekki gul (hringurinn) elskaði tré (Forniskógur) og var
alltaf hoppandi og skoppandi sem ekki er háttur dverga.

Ég tel ekki að hann hafi verið maður, m.a. vegna þess að
“hjörtu manna eru auðspillt” sem þýðir ekki að hann bara rétti
hringinn til baka, tökum Boromir til dæmis, einnig var hann
mjög gamall saman ber þessum orðum:

“'When the Elves passed westward, Tom was here already…'”
-þetta sagði Tom sjálfur í FoTR, kafla 7 in te house of Tom
Bombadil.

En það var ekki háttur manna að verða mög þúsund ára.

Álfur, ég tel það ekki mjög líklegt en það gæti verið. Það myndi
útskíra háan aldur, en þó ekki það hví hann hvarf ekki með
hringinn. Og hvaða álfur hann væri væri mikil ráðgáta.

Vona að það hafi verið eithvað vit í þessu :)

kv. Amon