Í gærkvöldi 12. desember hélt sérvöruverslunin Nexus forsýningu á Lord of the Rings The Two Towers. Miðasala var haldin á sunnudaginn og seldist upp á tveimur tímum.
Ég mætti klukkan svona 18:45 út í Laugarásbíó og þá var þegar svona 20 manns komnir. Það var hleypt inn í forsalinn kl. 19:00. Þar var Nexus með vörukynningu s.s. Lotr Risk og svona Lotr Warhammer leik. Augljóslega var mikil stemmning þarna og spennan yfirþyrmandi. Sumir mættu í búningum eins og t.d. frændi minn sem fór með mér, og fengu þeir verðlaun við hæfi. Strax og hleypt var inn var boðið upp á pizzur og þær kláruðust á frekar stuttum tíma. Aðalumræðuefnið hjá fólkinu var náttúrulega myndin framundan og það leyndi sér ekki að hér var mikið um Tolkien áhugamenn. Þegar að pizzurnar kláruðust var boðið uppá poppkorn í Lotr ummbúðum og bunki af plakötum fannst (sem btw var ekki til að taka heldur átti að gefa þeim sem voru í búningum).
Það voru einhverjir fjórir öryggisverðir sem byðu við dyrnar og þegar að hleypt var inn í salinn voru allir skoðaðir og ég held að engar myndavélar hafi fundist. Það tók einhverjar tuttugu mín að bíða eftir öllum að koma inn í salinn. Þegar að allir höfðu sest hélt Júlli(Júlli ekki satt?) í Nexus smá ræðu svona eikkað slökkva á farsímum og þannig. Svo minnkuðu ljósin og nokkrir vel valnir trailerar voru sýndir (of margir að mínu mati). Þegar New Line Cinema merkið og The Lord Of The Rings merkið birtust var mikið klappað og þetta var skollið á.
Ég ætla nú ekki að fara í einhverja ýtarlega gagnrýni á myndinni og mæli þá með greininni sem Ratatoskur senti inn en ég vil þó segja mitt álit á myndinni. Myndin er ekki endilega betri en fyrsta myndin en alls ekki síðri heldur hún er allt öðruvísi. Það er miklu meiri spenna og action í þessari mynd. Þar sem ég er kannski meira fyrir spennu en rólegheit þá er þessi mynd meira að mínu skapi og ég vil persónulega ábyrgjast það að þið sem ekki hafið séð myndina hafið aldrei séð bardaga atriði í líkingu við Helms Deep (þvílík snilld alveg ótrúlegt). Gimli er alveg ógurlega fyndinn í þessari mynd tekur þar við hlutverki Merry og Pippins. Gollum er alveg ótrúlegur, svona gaurar eins og Jar Jar eru ekki samkeppnishæfir við hann. Það svala við hann og reyndar flestar tæknibrellurnar í þessari mynd er að maður pælir ekki í því “vá hvað þetta eru flottar tæknibrellur” heldur er þetta bara raunverulegt. Þegar entarnir ráðast á Isengard er líka alveg ótrúlegt atriði. Þessi mynd gerir Fellowshippinu ekkert eftir og er að mínu mati alveg tímamóta mynd í bardögum (Helms Deep aftur váááááá). Tvímælalaust ****/**** og til viðbótar segi ég að ef akademían verðlaunar þessa mynd ekki eins og hún á skilið þá mun ég algjörlega missa trú á henni.
Þessi sýning var örugglega bara skemmtilegri en í fyrra og þá sú skemmtilegasta sem ég hef farið á. Sjáið þessa mynd !!!