TTT-ritgerð Lord of the Rings: The Two Towers ritgerð

Jæja, nú er komið að öðrum hluta ritgerðarinnar og vil ég benda öllum sem ekki hafa lesið fyrsta hluta að lesa hann, nafnið er einfaldlega “FoTR ritgerð”.

Bók 3

***Spoilers***

Á þessum tímapunkti er allt í steik. Boromir er fallinn, hobbitunum Merry og Pipin er búið að stela, og hobbitarnir Frodo og Sam eru flúnir. Aragorn, Legolas og Gimli hafa hist á dauðastað Boromirs því að hann blés í horn sitt, og þeir fóru þá til hans því að hann myndi ekki blása hornið nema í neyð, en það var of seint.

Þeir félagar geta ekki veitt líkinu greftrun, svo að þeir senda það niður ánna andvin í báti einum, en búið var svo fyrir að vopn andstæðingana sem hann drap voru fyrir fótum hans, sverð hans lá á bringunni og oddurinn vísaði til fótana og hinir tveir helmingar voru á bringu hans. Líkinu var svo komið fyrir í bát einum (að sjálfsögðu með óvinavopnin og það á sama stað) og báturinn látinn reka niður Andvin, en rétt hjá var gífurlegur foss.

Aragorn, sem hafði verið foringi föruneytisins síðan Gandalf féll frá í Moria stendur nú yfir erfiðri ákvörðun. Hvort á að spreyta sig í eftirför við hobbitana Merry og Pipinns sem eins og kom fram var búið að stela af orkum Sarumans, eða átti að elta hringberann og hjálpa honum á leið sinni til Mordors?

Þeir ákveða að veita hinum rændu eftirför, og hlaupa strax af stað, því að orkarnir voru núþegar komnir af stað. Þeir hlaupa vel og lengi, stoppa sjaldan og fara inn í Róhansland. Þar mæta þeir fyrir Eomar, en hann var ásamt riddaraliði sínu að brjóta gegn lögum náskylds frænda síns Théodan, konungs markarinnar því að hann hafði skipað það fyrir að ekki ætti að “veiða” orka.

Þeir segjast hafa ráðist á orka fyrir nokkrum dögum skammt frá skóginum Fangorn, en enga stuttlunga þar séð (stuttlungar og períanar = hobbitar). Aragorn & co. fara þó á baráttustaðinn og sjá þar ummerki eftir þá litlu (puff… í tolkien-ískri orðabók væri örugglega blaðsíða fyrir orðið hobbit eitt :þ). Þeir sjá þó að lokum för sem leiða til skógarins, og fara þeir rakleitt þangað.

Merry og Pipinn flúðu já inn í skóginn, og þar hittu þeir veruna Treebeard, en hann var Entur og höfðingi skógarins. Þeir verða fljótlega vinir.

Aragorn & co. fara nú inn í skóginn og hitta þar fyrir þann sem þeir halda að sé Saruman, en komast þó að lokum að því að þetta er enginn annar en Gandalf!!! Þeir fara þá til Edoras, höfuðborgar Rohans, sem er landið þar sem þeir eru.

Pipinn og Merry fara á entaráðstefnu, og er þar ákveðið að ráðast á Isengard, sem er heimili Sarumans. Þeir fara þangað með pomp og prakt og með baráttusöng, sem margir kannast við sem baráttusöng Entana.

Á meðan fara Aragorn og co. (núna með Gandalfi líka) til Edorasar og komast að því að ráðgjafi kóngsins, Gríma Wormtounge, er spilltur og hann er rekinn þaðan með skömm.

Konur og börn eru send til Helms deep sem er virki í fjöllunum á þessum ógnartímum, og riddarar konungs ásamt konungi og Aragorn & co fara norður til Ísarnvaða. Þar lenda þeir í mikilli þoku og margt skrítið gerist þar en það endar með því að þeir fara til Helms deep. Þar eru forvarðsveitir Sarumans komnar en þær samanstanda af Warg-riders, sem eru orkar ríðandi úlfum (Vörgum, gamalt íslenskt orð yfir úlf).

Þeim tekst að komast í virkið sjálft og skömmu seinna skalt orrustan á. Ég ætla nú ekki að skemma spennuna með að segja nánar frá henni, en að lokum fara Konungur, riddarar og Aragorn & co. Til Isengard. Þar koma þeir að og mæta Merry og Pipinn og sjá það að enturnir eru búnir að rústa öllu nema hinum óbrjótanlega turni, og fylla allt í kringum turninn með vatni.

Bók 4

Ég ætla að vera fáorður með þennan kafla því að hitt var mikið lengra en ég ætlaði mér.

Þar er sögunni aftur vikið til Frodo og Sam. Þeir ferðast í gegnum dauðingjafen og ýmsar aðrar hættur með skepnunni Gollum. Þeir fá hann til að leiða sig að myrkrahliðum og þar sjá þeir gífurlegan styrk svo þeir fara neðar til Ithilien, þar sem Faramir stundar skæruhernað.

Það endar með því að þeir fara í Kóngulskarð og þar hitta þeir Shelob, lygum Gollums að þakka. Bókin endar svo á því að Frodo er tekinn til fanga inn í Minas Morgul, turni Nazgûlana, og Sam lyggur rotaður.

Kv. Amon