The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring - Ritgerð.
Hér ætla ég að skrifa smá ritgerð um FoTR, ég ætlaði bara að
skrifa um The Two Towers, en fannst betra að senda þetta
fyrst, síðan TTT og að lokum ritgerð um RoTK.
***Spoilers***
The Fellowship of the Ring
Bók 1 (fyrir þá sem ekki vita er bindinu skipt í tvo hluta, bók 1
og bók 2, í næstu bók heldur það áfram sem bók 3 og bók 4)
Bókin byrjar þegar afmæli Bilbo og Frodo nálgast. Þeir eru
báðir hobbitar, og Bilbo hafði tekið Frodo í fóstur þegar hann
missti foreldra sína, og því héldu þeir afmælið sameiginlegt.
Mikill er undirbúningurinn og gleðin seinna, en þegar kemur
að afmælisræðu Bilbos (sem er gamall annað en Frodo) talar
hann en segir svo eitthvað líkt þessu: „…nú er komið að
endalokunum…” og svo setur hann á sig hring einn sem hann
fann á ferðum sínum til Erebors, og verður þarmeð
ósýnilegur. Hann gengur svo heim til sín í Hobbiton og gefur
Frodo allar eigur sínar, og hringinn skilur hann eftir á arinhillu.
Gandalfur sem er vinur bæði Frodos og Bilbos er vitki, og
byrjar að hafa áhyggjur af hringnum. Hann fer þá í fróðleiksleit
og uppgvötar það að þetta er hringurinn eini, það sem myndi
færa myrkradróttni fullkomið vald. Hann segir þá Fróða að
yfirgefa Hérað (þar sem hobbitar búa) og fara til Bree-þorps,
og þar myndu þeir hittast aftur. Frodo fer ásamt þremur vinum
Sam, Pippin og Merry til brýþorps en þar er enginn Gandalfur
því að hann hafði verið svikinn og settur upp á topp Orthanc,
sem var gríðarstór turn langt frá Héraði.
Þegar þeir koma til Brees fara þeir á kránna The Prancing
Pony, og þar hitta þeir fyrir Stíg svokallaðann, en rétt nafn hans
var Aragorn. Þeir fá svo bréf frá Gandalfi sem eigandi
kráarinnar gleymdi í fyrstu að afhenda þeim. Þeir fá þá
sönnun fyrir því að Aragron sé góður, og gista þeir í kránni.
Um nóttina ráðast Nazgûlarnir, þjónar myrkradróttins á rúm
hobbitana, en þeir höfðu skipt um rúm og búið svo um að ekki
varð greint að ekki voru hobbitar í rúmunum.
Leið þeirra liggur þá að Vindbrjóti, en það er lítið fjall sem einu
sinni var virki á. Þar verða þeir fyrir annari árás Nazgûlana
sem endar með því að Frodo, sem geymdi hringinn fékk í sig
Morgûlblað í öxlina. Þetta sár er eitrað svo að þeir geta ekki
grætt það á staðnum og herða því ferðina að Rofadal, en það
er álfabyggð stjórnuð af álfinum Elrond.
Þegar öll von virðist úti, og enn eru tvær vikur að Rofadal (voru
þær ekki annars tvær ?? ) kemur álfurinn Glorfindel II. Hann
kemur til þeirra ríðandi á hesti og lætur hestinn hlaupa með
fróða að Rofadal. Á vaðinu við Rofadal (það var á rétt hjá
Rofadal) gera Nazgûlarnir enn eina árás á Frodo en allt kom
fyrir ekki, því að Elrond magnaði upp vatnsbilgju ásamt
Gandalfi sem var slopinn og skolar hún Nazgûlunum burt.
Frodo er þá borinn til Rofadals.
Bók 2
Sá partur bindisins byrjar á því að Frodo vaknar í rúmi í
Rofadal, læknaður en þó ekki svo að sárið sé afmáð, því að
sárið átti eftir að kvelja hann til dauðadags. Eftir gleðifundi við
hina hobbitana og Gandalf, og þann sem meira er Bilbo
kemur ráðstefna þar sem átti að vera ákveðið hver örlög
hringsins myndu vera. Frodo og bilbo eru þar fyrir hönd
hoobbita, Legolas og Glorfindel fyrir hönd álfa, Glóinn og
sonur hans Gimli fyrir hönd dverga, Boromir og Aragorn fyrir
hönd manna, og þar eru einnig Gandalfur og álfurinn Elrond.
Eftir miklar sögur og útskýringar, hugmyndir og staðreyndir
komast þeir að því að hringnum verði að eyða þar sem hann
var kominn frá, en það var í miðju landi Myrkradróttins, í
eldfjallinu Mount Doom. Til þess bíður sig Frodo, og
Gandalfur til að hjálpa honum, þá kemur Boromir, Aragorn,
Legolas og Gimli, og þótt að hobbitunum þrem hafi ekki verið
boðið koma þeir allir frá felsustöðum sínum og fá leyfi til að
fara með. Í myndinni kemur þetta sem ég bra get ekki sleppt.
Elrond „Great, this will be the fellowship of the Ring”
Pipinn „Where are we going?” (þetta er miklu meiri snilld
þegar maður sér myndina, þá fattiði hvað ég meina).
Þeir leggja þá á Misty Mountains en það endar með snjóflóði
svo þeir neiðast til að fara í gegnum námur Moria. Þar ráðast
á þá orkar, og á flóttanum, á síðustu brúnni Balroggur, en
hann var eldskepna, af sama stofni og Gandalfur, en þó allt
öðruvísi því að maiar (kynstofninn) gat tekið sér hvaða mynd
sem er. Það endar með því að Gandalfur segir þessi frægu
orð:
„You!!! Shall!!! Not!!! Pass!!!”
og slær síðan staf sínum í brúnna svo að Balroggurinn fellur
niður í hyldýpið. Á síðustu stundu kemur þá eldsvipa
Balroggsins upp úr tóminu og hrifsar í fót Gandalfs svo hann
dettur niður. Föruneytið fer þá til Loriensskógar harmi þrungið
og hitta þar fyrir álfadrottninguna Galadrielu, álfakonunginn
Celeborn og álfana í skógarríki þeirra. Þar fá þeir góðar gjafir
og síðan halda þeir niður Andvinarfljót á bátum frá álfunum.
Þeir neiðast þó til að fara í land og þar ráðast á þá Uruk-hai
stríðsmenn Sarumans, en það var hann sem sveik Gandalf.
Það endar með því að Frodo flýr, Boromir deyr og Pipinn og
Merry eru teknir til fanga.
Endir!
kv. Amon