Gott að sjá að aðrir eru byrjaðir að skrifa :) og já Ratatoskur og þið gaurarnir leitið
eins og þið viljið á “The Encyclopedia of Arda” en ég bíst ekki við því að þið finnið
mikið!
Doriath
Hér ætla ég að skrifa smá grein um Doriath, en þó aðalega fjalla um frægustu
persónur og mannvirkið Menegroth (einnig nefnd Mengrótta í íslensku þýðingunni).
Meliana var ein Maia. Hún þótti fögur og hún var slungin í göldrum, en án galdranna
hefði Doriath nánast aldrei verið til, því að girðing Meliönu svokölluð verndaði skóga
Doriaths gegn öllu því illþýði er Melkor sendi í landið. Upphaflega dvaldi hún bara í
Lóríensskógum Amans, en seinna meir fór hún stundum til Middle-earth. Einu sinni í
skógum Nan Elmoth hitti hún þó Elwë Singollo, sem þekktastur er undir nafninu Elu
Thingol, en hún hitti hann þegar hann var á leið vestur til Amans með fólki sýnu
Telerunum. Hún beitti hann göldrum, en það er mest hennar sök á því að sumir Telera
urðu eftir í Beleriand, því að þessir Telerar vildu ekki skilja við húsbónda sinn og
höfðingja.
Lengi dvaldi Elu Thingol í skógunum með Meliönu, og hún dansaði oft fyrir hann í
trjálundunum. Seinna meir komu þau bæði út úr skóginum, og tóku Telerar Meliönu
strax fyrir drottningu, því að Thingol hafði verið leiðbeinandi Telera á leiðinni vestur,
og einnig konungur.
Þessir Telerar ásamt Meliönu og Thingol tóku sér landið Doriath til búsetu, og þar
stofnuðu þau Mengróttu - þúsundhella og var sölum Mengróttu ávallt lýst með dýrð.
Ég man ekki lýsingarnar nákvæmilega en ég ætla að reyna að lýsa þeim eftir minni.
Þar voru súlur, skornar út í líki byrkitrjáa skreyttar með dýrum eðalsteinum. Veggirnir
voru einnig þaktir eðalsteinum og það sama gilti um loft og gólf. Mikið átti að vera
um skreytingar, og svona rétt í lokinn á þessum lýsingum vil ég taka það fram að ég
man ekki það mikið um þessi lýsingarmálefni að það beri að taka þær alvarlega. Ef
þær eru vitlausar vil ég biðjast innilegrar afsökunnar.
Landið Doriath var nánast eintómur skógur og í gegnum landið unnu tvær ár,
Esgalduin og Sirionsfljót. Minni partur landsins sem var hinn norðvestri var þakinn
skóginum Neldoreth, en stærri parturinn, suðurmeginn er hét Region. Það var einnig
annar lítil eikarskógur sem bar nafnið Nivrim. Allt þetta land var varið af girðingu
Melíönu, en með töfrum sínum var þessi tiltekni “skjöldur” alveg í kringum landið.
Í miðju Doriaths voru hellar, sem mynduðust við það að áin Esgalduin skall á
klettunum. Þessir hellar urðu að höll Thingols Doriath.
Meliana og Thingol áttu eina dóttur en enga syni og var dóttirin Lúthien Tinúvíel og
var maki hennar Beren. Þau gengu í gegnum miklar hamfarir en báru úr bítum einn
Silmeril. Þetta var þó ekki vel til unnið því að Silmerillinn leyddi seinna yfir dóm
Doriaths þegar Thingol kvaddi saman dverga til að sameina tvö meistarastikki;
dvergahálsmenið Nauglamír og Silmerillin. Þegar dvergarnir vildu ekki láta Thingol
halda hálsmeninu, og ætluðu að fara með það til bláufjalla þaðan sem þeir voru
upprunir, lét Thingol drepa þá. Það leyddi til þess að dvergar Bláufjalla og Negrost
réðust á Mengróttu og þegar Thingol dó hvarf girðing Meliönu því að Meliana hafði
gert þetta allt fyrir hann, og þegar Thingol var dáinn hafði hún enga von í
Middle-earth svo hún snéri til baka til Amans. Dior Eluchil sonur Berens og
Lúthíenar kom til Mengróttu því að hann var erfingi krúnunnar en var drepinn (minnir
mig).
kv. Amon