Gollum bar mörg nöfn eins og Sméagol eins og hann hét áður en hann fékk hringinn. Hann talaði oft um sjálfan sig (og hringinn) í þriðju persónu og notaði þá misjafnt nöfnin Gollum og Sméagol. Mér fannst hann nota Sméagol þegar hann vildi fá samúð eða vægð frá Frodo og þó sérstaklega Sam. Upphaflega bar hann nafnið Trahald en það þýðir það sama og Sméagol (held ég). Sam gaf honum nöfnin Slinker og Stinker og var Slinker góða hliðin í honum og Stinker sú vonda. Þetta lýsir geðveiki hans ágætlega. Hringurinn var gjörsamlega búinn að rí#$ honum og gera hann að einhverskonar geðklofa. Hann reifst við sjálfan sig í svefni. Hann bæði elskaði og hataði sjálfan sig eins og hringinn en var bundinn einhverri þrá að fá aftur hringinn. Nafnið Gollum var honum gefið út af hljóðinu sem heyrðist í hálsinum á honum.
Gollum var hobbiti að ætt. Hann í Gladden fields sem að er fyrir vestan Mirkwood en fyrir austan Misty mountains (Þokufjöll). Hann fæddist árið 2430 á þriðju öld. Hann var einn ,,góðan” veðurdag að veiða með frænda sínum honum Déagol. Déagol sá glitra í eitthvað á botninum og kafaði eftir því. Hann kom upp með hringinn eina. Gollum (sem þá bar reyndar ekki nafnið Gollum, en ég kalla hann það nú samt) sá frænda sinn með hringinn og bað hann að gefa sér hringinn í afmælis gjöf. Déagol neitaði og sagðist hafi verið búinn að gefa honum margt annað. Gollum kom aftan að honum og kyrkti hann og tók hringinn. Hann faldi lík Déagols en það fannst aldrei. Gollum komst fljótt að mætti hringsins án þess að hafa hugmynd um skapara hans. Hann notaði hringinn til að komast að leyndarmálum og stela. Þetta gerði alla í kringum hann reiða svo hann var rekinn úr samfélaginu. Gollum fór burt og kom að Þokufjöllum og fann þar helli sem varði hann gegn sólarljósinu en það var hann farinn að hata. Hann hataði líka mánann og stjörnurnar en leið þau þó. Hann ,,faldi” sig í hellinum í rúm fimmhundruð ár. Hringurinn gaf honum svona háan aldur. Gollum var dökkur á hörund og mjór en samt mjög sterkur. En allt í einu kom hobbiti að nafni Bilbo Baggins. Hann fann hringinn á hellisgólfinu eftir að hringurinn hafði ,,yfirgefið” Gollum. Svo labbaði Bilbo fram á Gollum og þar fóru þeir í gátu leik (riddles in the dark) sem gekk út á það ef að Bilbo kæmi með gátu sem að Gollum gat ekki svarað þá þyrfti Gollum að sýna Bilbo leiðina út. En ef Gollum kæmi með gátu sem að Bilbo gæti ekki svarað þá fengi Gollum að borða Bilbo. Þeir spurðust á og alltaf gátu þeir gátur hvors annars þangað til Bilbo var uppiskroppa með gátur og þreifaði eitthvað fyrir sér í vasanum sínum og sagði við sjálfan sig ,,hvað er ég eiginlega með í vasanum?”. Gollum varð hissa og sagði að þetta væri ekki gáta. Bilbo sem að ætlaði ekki að spyrja að þessu fann ekkert skárra og sagði að þetta væri gátan sín. Þeir samþykktu að Gollum fengi þrjár tilraunir til að geta upp á hvað hann hefði í vasanum. Gollum klúðraði öllum þrem tilraunum sínum á að giska á rétt. Hann fór og ætlaði að sækja hnífinn sinn og drepa Bilbo. Á meðan fór Bilbo. Hann setti á sig hringinn og komst stuttu seinna að Gollum sá hann ekki. Svo sagði Gollum upphátt við sjálfan sig leiðina út, Bilbo heyrði það og fór. Það tók svolítinn tíma fyrir Gollum að voga sér út úr hellinum en af losta sínum á hringnum gerði hann það. Bilbo hafði gert þau hræðilegu mistök að segja honum hver hann væri og hvaðan hann kæmi. Því Sauron fangaði Gollum og komst þá að því hvar hringurinn var. Gollum var sleppt og hann hittir þá fyrsti Shelob. Stuttu seinna finnur Aragorn hann og lætur Gandalf fá hann. Mig minnir að hann hafi verið settur í dýflissu hjá álfunum í Mirkwood en hann slapp síðan þaðan. Hann fann síðan föruneytið í Moria og seldi þá þar í hendur orka. Eftir að föruneytið (mínus Gandalf) slapp þaðan elti hann þá í Lothloríen. Hann fylgdist með þeim á hinum bakkanum þegar Galadriel afhenti þeim gjafirnar. Hann elti þá síðan með ánni eða ofan í henni. Þangað til Frodo og Sam yfirgáfu föruneytið og elti Gollum þá. Hann nær þeim í Emyn Muil. Sam nær honum undir sig J og ætlar að drepa hann. En hættir við og þeir binda hann í staðinn með reipi frá álfunum. Reipið brennir Gollum því hann hatar álfana svo mikið. Frodo neyðir hann til að sverja á hringinn að fylgja þeim að Mordor. Gollum leiðir þá að hliðinu og svo upp fjöllin. Þar hitta þeir Faramir og menn hans. Gollum flýr en er handsamaður þar sem hann er að veiða fisk í fossi. Faramir vill drepa hann en fyrir orð Frodo er honum þyrmt. Svo halda þeir Gollum, Frodo og Sam áfram. Gollum leiðir þá upp til Shelob eftir að hafa laumast til hennar nóttina áður á meðan Frodo og Sam sváfu. Frodo og Sam sleppa þaðan og eltir Gollum þá aftur. Hann nær þeim við op Mt. Doom og er honum aftur þyrmt af Sam. Sam segir honum að fara, en þegar hann sneri sér við fór Gollum aftur til þeirra. Frodo snerist hugur um að eyða hringnum og setur hann á sig. Gollum þefar hann uppi og þeir slást. Gollum nær að bíta af honum fingurinn sem hann bar hringinn á. Í gleðidansi misstígur hann sig á barmi gígsins og fellur ofan í og þar með dó hann og hringurinn (Sauron). Þetta gerðist árið 3019 á þriðju öld.
Ég veit að þetta er frekar langt en svona skemmtilegri persónu þarf að gera góð skil sem að ég vona að ég hafi gert. Ég hef ekki lesið LOTR á íslensku svo ég kann ekki margar ísl. þýðingar svo ég notast aðallega við nöfn á persónum og stöðum á ensku.
Takk fyrir.
,,Maby the traidor will betray himself and do good that he does not intend."