3 hlutir hérna ætla ég að fjalla um þrjá hluti; Ördu, Nargothrond og Sirionfljót.

Arda

Nafnið þýðir einfaldlega “konungsdæmi” (Manwës?), en á tungumálum “daga
eldanna?” (Elder Days) er Arda skylgreind sem heimurinn og allt sem í honum er.
Arda var búin til í Ænúasöng svokölluðum í þeim tilgangi að verða dvalastaður barna
Ilúvatars (sem eru eins og flestir vita Álfar og Menn).

Arda var upphaflega flöt, sem var sýnd á korti með sjó allt í kring, Ekkia - “The
Encircling Sea” en þó aðskild af Belegaer, sem er betur þekkt sem “hafið mikla”
(The Great Sea). Í fyrstu öld voru norður og vesturlönd Middle-earth´s kölluð
Beleriand, en þegar Heiftastríðið (The War of Wraith) rann í garð eyðilagðist hið
upprunalega Beleriand, svo að nafnabreytingar áttu sér stað.

Á annari öld reis landið Númenor í hinu “mikla hafi” (The Great Sea) fyrir Ædani til
að dvelja á. Þessi eyja var til mestalla aðra öld, en var eyðilögð sem hegning fyrir
Númenóra því að þeir réðust gegn Völum, og sigldu í vestur og brutu þarmeð
“Valabannið” svokallað.

Eftir eyðileggingu Númenors var lögun ördu breytt og hún var gerð hringlaga. Aman
var fjarlægt úr heiminum, og var aðeins nálganlegt fyrir álfa, og svo vitkann Gandalf,
og hobbitahringberana Frodo og Bilbo Baggins. Þegar Aman var tekin frá Ördu voru
ný lönd búin til, og eru þær breytingar ekki kortlagðar ennþá, og munu væntanlega
aldrei verða kortlagðar þar sem schnillingurinn Tolkien er dáinn því miður :(

Nargothrond

Nargothrond var búin til sirka árið 100 á fyrstu öld. Finráður (Finrod) bjá það til,
vegna þess að hann vildi eiga eitthvað í líkingu við “mikilfengleika Mengróttu” sem
var eigns Thingols.

Nargothrond var höggvin í stein bakvið fossinn Taur-en-Faroth, og var einungis hægt
að nálgast Nargothrond eftir mjóum stíg, sem var á brún hengiflugs, eða bökkum
ánnar Narog. Engin brú var gerð yfir ánna til að auðvelda leiðina til Nargothrond fyrr
en Túrinn Túrambar sem leiddi eyðileggingu Nargothrandar yfir kom. Borgin lá
löngum stundum í leyni fyrir Melkori, og var henni stjórnað viturlega af Finráði
þangað til að Finráður fór með Bereni og lét þar lífið, en þá hafði bróður Finráðs,
Orðráður (Orodreth) völdin.

Löndin norður af Nargothrond voru yfirráðasvæði Nargothrondar, og héldu álfar
Nargothronds vörð um Talad Dirien svokallað.

Þegar Túrinn dvaldi í Nargothrond lét hann byggja brú og sagði Nargothrondum að
fara í beinan hernað, sem upp frá þessu hafði verið skæruhernaður. Þá komast Melkor
janfnóðum að staðsetningu borgarinnar og sendi þangað her Orka og drekann
Glaurung, sem valt óheyrilegum skaða.

Orðið “Nargothrond” þýðir “Höll áarinnar” (áin hét Narog - Nargo…)

Sirion(sfljót)

Fljótið var til frá upphafi ördu til ársins 583 fyrstu öld er Beleriand sökk í djúpan sæ.
Sirionsfljót var eitt fljótanna í sjöfljótalandi og eru nöfn hinna fljótanna hér:

Aros
Esgalduin
Mindeb
Narog (Nargothrond)
Rivil
Teiglin

Sirionsfljót rann í Balarflóa, og þýddi nafnið “Fljótið Mikla” (The Great River) og
skal taka fram að þetta tengist ekki Anduin. Sirionsfljót var mesta fljót Beleriand´s,
og flæddi fljótið alls um 850 mílur frá upptökunum í norðri til ósanna við Balarflóa.
Fljótið var skrítið að því leyti að það flæddi um 9 mílur neðanjarðar undir landinu sem
þekkt er sem Aelin-uial sem var bakvið hálendið þekkt sem Andram. Sirion var notað
sem landskypting milli vestur og austur Beleriand´s.

Vona að greinin hafi frætt einhvern :]

kv. Amon