Jæja, hérna kemur smá lýsing frá “sjónarvotti”, ég ætlaði upphaflega að kaupa sjálfur miða á þetta, en svo reddaði ég mér boðsmiða á Eurocard forsýningu sem verður aðeins nokkrum dögum síðar, svo ég ákvað frekar að fara á hana.
Engu að síður kíkti ég þangað því ég hafði ekkert að gera(próf á morgun og svona…)og varð ekki fyrir vonbrigðum.
Það var mögnuð stemning á svæðinu, strax og ég kom þangað um kl. 12 náði biröðin að “Hreysti” líkamsræktarstöðinni(eða er þetta lager…?), og þó var hún tvöföld til að hún héldist innan bílastæðisins. Búið var að merkja með miðum “biðröð hér” og strengja reipi fyrir biðröðina svo ekkert færi nú úrskeiðis.
Ég ætlaði varla að trúa því þegar ég frétti að þeir fyrstu sem mættu á staðinn höfðu plantað sér fyrir framan Nexus um 10 leytið í gærkvöldi(laugardagskvöld), og svo hafði fólk verið að tínast á svæðið morguninn eftir. Einhver sniðugur hafði tekið laptopinn með sér, og FotR extended cut á DVD, með bassaboxi, hátölurum og öllu saman. Sjálfur tók ég gítarinn minn með mér just in case ef einhver í almennilegu stuði leyndist á svæðinu. Svo reyndist ekki.
Flestir þarna höfðu annaðhvort frosið í hel um morguninn eða voru nývaknaðir.
Langflestir komu með stóla með sér, og sumir voru sniðugir(eins og ég) og tóku námsbækurnar sínar með sér. Nokkrir voru svo með Hringadróttinssögu með sér og lásu í meistarastykkinu. Einhverjir voru í RISK, aðrir spjölluðu saman, drukku kakó og reyndu að halda á sér hita og enn aðrir sváfu.
En hvað sem því líður, þá vona ég að þið sem biðuð þarna hafi skemmt ykkur vel þrátt fyrir kuldann og svefnleysið, og svo er náttúrulega málið að vera fyrstur á svæðið eftir ár þegar RotK verður sýnd!
(PS: Hvaða snillingi datt í hug að setja út risasjónvarp með DVD spilara…?!)
(PSS:Afsakið stafsetningar- og innsláttarvillurnar ef einhverjar eru, ég skrifaði þessa grein í flýti…)
hvurslags