Khazad-dûm
Hérna er smá grein um dvergana, ég veit ég er búinn að skrifa
um “dverga Moriu og örlög þeirra” en þar sem þessi grein er
ekki um sama hlutinn eða svo, ákvað ég að senda hana inn.
Ekki er vitað með vissu um það hvenær Khazad-dûm varð til
og hvenær það lagðist í eyði. Talið er þó, að það hafi orðið til
fyrir fyrstu öld, og það var enn til á fjórðu öld. KD (köllum það
bara KD í staðin fyrir Khazad-dûm því það er svo óskaplega
pirrandi að gera “û”-ið) var staðsett í Misty Mountains
(Þokufjöllum), í norðvestur af Lórien. Stofnandi KD var
dvergurinn Durinn, nefndur hinn “ódauðlegi” (“the Deathless”).
Nafnið er sagt eiga að þýða “dwarf-manison”, og bar KD
önnur nöfn, sem voru: “The Black Chasm”, “The Black Pit”,
“Dwarrowdelf”, “Hadhodrond”, “Moria” og “Phurunargian”. (ég
veit Ratatoskur…. ekki nöldra í mér fyrir að hafa þessi ensku
orð)
KD var eitt frægasta ríki dverga. Það lá í miðjum Misty
Mountains (Þokufjöllum), grófst gegnum heilu fjöllin, svo að
ferðalangur gat ferðast frá austurhluta Eregions - Þyrnilands
til vestur Lórien, og aldrei þurfti maður að fara yfir fjöllin á þeirri
leið, naut maður vináttu dverganna. Stofnandi KD eins og ofar
kom fram Var Durinn “ódauðlegi” (The Deathless), sem kom
að vatni nokkru fyrir aftan fjallið Celebdil, þar sem kóróna
stjarna endurspeglaðist í vatninu. Hann nefndi vatnið á
Khûzdul (tungu dverga) Kheled-zâram, eða “Mirrormere”, og
hóf eftir það byggingu KD.
Eftir því sem tíminn leið sat Durinn í hásæti KD, og hellaborg
þessi varð fræg um mestallan heim. Það er meira að segja
minnst á KD í Quenta Silmarillion, sögu Álfahöfðingjanna og
stríð þeirra í vestri, en þó var það bara orðrómur sem þeir
heyrðu um dvergana í Bláufjöllum (Blue Mountains). Á annari
öld komst ríkið Eregion - Þyrniland á fót, en það lá að
vesturlandamærum KD. Þótt sjaldgæft sé, spratt upp
vinátta milli Noldana og Dverga KD, og var það vegna þess að
Celebrimbor bjó til hið fræga vesturhlið KD, og gaf hann Durin
III einnig máttarbaug. Vinátta Eregion og KD átti sér þó skjótan
endi árið 1697 á annari öld þegar Sauron réðst og vann
Eregion, og dyrum KD var lokað.
Sauron var þó þvingaður aftur og KD hélt áfram “að lifa”. Mikið
af auðinum var byggður á Mithril (for noobs: dýrmætum
málmi), og aldirnar liðu, og dvergarnir grófu sig dýpra og
dýpra í stöðugri leit að Mithril. Á árinu 1980 á þriðju öld grófu
þeir of djúft og leystu nafnlausan hrilling í djúpum borgarinnar.
Skepnan olti aðeins eyðileggingu og þegar hún drap Durin IV
varð hún þekkt sem Durins bani (Durins Bane). Á næsta ári
var Náin I líka drepinn og á örfáum árum varð ríkasta ríki
Middle-earth að algjöru eyði. Í þá daga var KD gefið nýtt nafn;
Moria sem þýðir svartpittur (Black Pit).
Srímsli Moria - einn Balrogga Morgoths var seinna þekktur
(semsagt ekki sem nafnlaus hryllingur), en hann lifði einn í
KD í nánast 500 ár. Eftir þann tíma byrjaði KD að lifna við, og
íbúar komu, en það voru ekki dvergar. Sauron sendi þangað
orka og tröll. Þrátt fyrir það að tala orkanna þar lækkaði
stórlega í “The Battle of Nanduhirion”, sem gerðist nálægt
austurhliðum Moria árið 2799 á þriðju öld, varð Balroggurinn
ekki sigraður og borgin hélst sem borg hins illa.
Það voru tvær tilraunir að Durins ættar hálfu til að endurheimta
hið gamla heimili. Fyrsta tilraunin var frá Balni komin, sem
leyddi flokk dverga frá Erebor árið 2989 á þriðju öld, en það
bar ekki árangur, því hann var drepinn. En önnur tilraunin var
víst gerð af Durni VII hálfu, sem virðist hafa borið árangur því
að hann endurheimti Moria löngu eftir Hringastríðið, og
hamrarnir miklu glumdu aftur í Moria í Þokufjöllum.
kv. Amon