Glamdring Glamdring

Hér ætla ég að skrifa eitthvað um sverð Gandalfs, Glamdring.

„This Gandalf, was Glamdring, Foe-hammer that the king of
Gonolin once wore.”
-Elrond í The Hobbit, kafla 3, A Short Rest

Glamdringur var búinn til á Fyrstu öld, á milli áranna 126 &
510. Það var síðan fundið af Gandalf í maí eða júný 2941,
þriðju öld. Það fór svo líklega með Gandalfi aftur í vestrið árið
3021 á þrðiju öld.

Glamdringur var búið til af Túrgon, og þýddi nafnið
“óvinahamar” (“Foe-hammer”). Það hafði líka annað nafn
sem var “vinnari” :þ (“Beater”).

Það er lítið vitað um Glamdring, þegar hann var enn ungur. Út
frá orðum Elronds (ofar) má ráða það að það var búið til eins
og fyrr kom fram; milli 126 og 510 á fyrstu öld, því að það var
tíminn sem Gonolin var til, og það var borið af Turgon (eini
álfurinn sem hafði titilinn “The King of Gondolin”). Eftir
byggingu Gondolins var Túrgon tvisvar í orrustu, í Nirnaeth
Arnoediad, og í falli Gondolins. Glamdringur vakti mikinn ótta
meðal orka, meira að segja líka eftir þúsundir ára, svo Túrgon
hlýtur að hafa notað sverðið í bardögum þessum.

Eftir fall Gondolins fór Glamdringur út úr söguni og
sögusögnum í meira en 6000 ár. Það að sverðið hafi verið til
eftir Heiftarstríðið (“The War of Wraith”) segir okkur að það hafi
yfirgefið Beleriand fyrir enda fyrstu aldar, en eina skýringin er
sú að orkar hafi farið með það (það er eina skýringin því að
þeim sem tókst að flýa Gondolin tóku það ekki með sér, og
það voru hellingur af orkum þarna svo…). Um það er ekkert
meira að segja nema einhvernvegin hefur sverðið komist í
hendur þriggja trölla, Tom, Bert og Bill Huggins (Tröllin í The
Hobbit).

Það var uppgvötað af Gandalfi, Bilbó og Dvergunum þegar
þeir ferðuðust í austur í “Ferðinni til Erebors” (“The Quest of
Erebor”), og var tekið af Gandalfi. Eftir að Elrond bar kennsl á
það var Gandalf með það í 80 ár. Hann notaði það þegar
hvítaráðið rak Sauron frá Dol Guldur, og hann bar sverðið í
Hringastríðinu sjálfu.

Gandalf notaði sverðið einnig í árásinni við Balrogginn í
Khazad-dûm, og það féll með honum. Glamdringur brotnaði
ekki í fallinu og Gandalf hafði það með þegar hann snéri aftur,
og hann bar það í síðustu dögum stríðsins, og líka eftir lok
stríðsins. Við vitum að hann hafði sverðið þegar hann reið í
gegnum Bree með ferðamönnunum (Elrond, Galadriel…) í
Október 3019 á þriðju öld, en Tolkien minnist ekki á það eftir
þann stað. Það virðist öruggt að áætla að hann hafi enn borið
það á hvíta skipinu á leið til Valinors.

Við vitum einnig miklu minna um útlit Glamdrings en sögu. Því
er þó allavegna líst sem hvítu (FoTR, kafli 5, The Bridge of
Khazad-dûm). Þegar óvinir nálguðust glóði það dauft, en á
svipaðan hátt og álfahnífurinn Stingur en þó glóði allt blað
Glamdrings ólíkt Sting. Frá hobbitanum vitum við þó líka að
Glamdringur og bróðursverð hans Orcrist höfðu rúnrist blöð.

Ég allt í einu fatta það að þetta er þónokkuð langt og ég vissi
ekki einu sinni að ég gæti skrifað svona langt um eitt stakt
vopn.

kv. Amon