Hérna eru nú dýrin sem bera nafn í LoTR:
Arod: Ljós hestur frá Rohan. Nafn hans þýðir snöggur (Swift). Eftir tap síns
upprunalega riddara, Arod, var hann gefin til Legolasar af Éomer, og hann þjónaði
hinum nýa eiganda vel í gegnum Hringastríðið. Af miklum af þessum tíma bar Arod
oft 2 riddara; Legolas og Gimla.
Asfaloth: Hestur Glorfindel II sem bar m.a. Frodo yfir vaðið hjá Rivendell
Bill: Hann var keyptur af Bill Ferny 30 september árið 3018 á þriðju öld. Síðast er
sagt frá honum 6 október 3021 á þriðju öld. Hann var Ponie-hestur og var það Sam
sem átti hann. Hann ferðaðist með föruneytinu í gegnum Eriador og yfirgasd förina
við vesturhlið Moriu.
Boar of Everholt: Skrímsli sem lifði í Firienskógi, umhverfis Halifirien í Hvítufjöllum
(White Mountains). Hinn mikli konungur Róhana, Folca fór að veiða þessa skepnu
eftir að hafa rekið alla orka úr landinu en eftir þá för lauk Konungsferli hans með
dauða.
Carcharoth “The Red Maw”: Hinn mikli úlfur sem bítur hendina af Beren, þessa með
silmerillinum úr kórónu Melkors. Brennandi steinninn dró hann til brjálunar og hann
æddi um löndin þangað til hann var drepinn af Huan í hinni frægu “úlfsveið” (the
Hunting of the Wolf).
Draugluin “Sire of werewolves”: Úlfaþjónn Saurons, höfðingi varúlfa Angbanda.
Hann var drepinn af Huan, og Beren notaði skinn hans sem dulbúning í leitini að
Silmerillinum.
Felaróf “the great horse of Eorl”: pabbi Eorls, Léod, var hestatamningarmaður í
Éothéod, en hann náði þessum villta hvíta hesti þegar hann var enn folald. Hann
reyndi að temja hestinn sjálfur en hann gat það ekki og hesturinn henti honum af baki
svo hann dó. Léod skildi eftir 16 ára gamlann son, Eorl. Eorl elti hestinn, náði honum,
og krafðist þess að hesturinn skildi þjóna sér í staðinn fyrir dáinn föður. Hesturinn
samþykkti og tók því nafni sem Eorl gaf honum; Felaróf, sem þýðir “very valiant” eða
“very strong”.
Eorl reið Felaróf þegar hann kom Gondor til hjálpar og vann frægan sigur, þann sigur
sem lét Cirion - ráðsmann Gondor gefa sér Calenardhon, sem seinna var kallað
Rohan. Í 30 ár var Felaróf frjáls á þessum miklu sléttum, en hann var ný sýn fyrir
“Austlingana” þegar þeir sáu Eorl ríða til stríðs á móti þeim. Í norðurenda Rohans dóu
þeir báðir og voru lagðir til grafar nálægt Edoras.
Felaróf var mjög greyndur hestur. Talið er að hann hafi skilið mannamál. Hann gaf af
sér mikla ætt hesta, sem aðeins höfðingjar merkurinn gátu riðið, erfingjar Eorls. Það
var ein undantekning, en það var þegar Shadowfax, sá máttugasti í ættinni síðan
Felaróf var uppi var eign Gandalfs.
Gwahir “the winlord”: það er 100% víst að hann var uppi frá 18 september 3018 á
þriðju öld til 25 mars 3019 á þriðju öld. Hann var sonur Thorondor og hét bróðir
hans Landroval. Hann bjargaði Gandalf frá Orþanka, og frá Zirakzigil, og hans kyn
bjargaði Frodo og Sam frá Mordor í eyðileggingu hringsins.
Hasufel: Grár hestur Gárulf af Rohan. Eftir tap riddara síns í orrustu var hann eign
Aragorns, gefinn af Eomar þegar þeir hittust í Rohan. Hann tók þátt í miklum
orrustum t.d. orrustunni í Hornburg áður en Aragorn fékk rekkahestinn sinn:
Roheryn.
Huan: Kom frá Aman með Noldum. Dó á fyrstu öld árið 496. Huan þyddi bara
“hundur”, en hann var trúr Celegorm mestallt líf sitt, en það var þangað til að hann
hjálaði Lúthíen og Beren í leitinni að Silmerillinum. Hann vann Sauron að hliðum
Tol-in-Gauroth og drap Carcharoth í úlfaveiðinni.
Landroval: Stór örn sem flaug með bróður sínum Gwahir til að bjarga Frodo og Sam
úr Mordor. Nanfnið þýðir “wide-winged”.
Nahar “The steed of Oromë”: Hinn voldugi hestur, riðinn af Oromë, veiðara Vala.
Nahar er sagður hafa verið hvítur um dag en silfurlitaður um nótt.
Rochallor: Hestur Fingolfin sem reið með hann að hliðum Angbanda, þegar Fingolfin
skoraði á Melkor.
Roheryn: Hestur Aragorns frá Rekkum. Hanner sagður hafa verið gjöf frá Arweni.
Shadowfax: var til á meðan hringastríðinu stóð á, og sygldi í vestrið 29 september árið
3021 á þriðju öld. Hann var Mearas (kyn “hestahöfðingjanna”). Hann var gefinn
Gandlaf að gjöf frá Théoden.
Shelob: Barn Ungoliaths, og afkvæmi hennar voru m.a. köngulærnar í Myrkwood.
Shelob var til fyrir fyrstu öld, og þraukaði fram í þá fjórðu. Shelob þýðir She-Spider
(lob er gömul enska fyrir könguló).
Snowmane: Hestur Théodans sem reið inní Pelennor fields og varð húsbónda sínum
að bana.
Thorondor: Var til á fyrstu öld, sendur af Manwë og orðið Thorondor þýðir
“Eagle-King”. Hann var voldugastur allra arna og voru synir hans Gwahir og
Landroval.
kv. Amon