Álfar
Álfar vöknuðu eithvað um 9000 árum fyrir fyrstu öld. Þeir voru “hinir árbornu”
en hér koma m.a. sum nafna þeirra:
Eldalië, Eldar, Hinir árbornu, Fólk stjarnanna og Kvendar (Quendi).
Hérna er smá skilgreiningar á mismunandi afbrigðum álfa:
Quendi: Meginnafn álfa. Má nota um alla álfa.
Eldar: Álfarnir sem fóru í “ferðina miklu” (Elves of the Great Journey).
Avari: Hinir ófúsu, lögðu ekki að stað til Amans
Vanyar: Ljósálfar
Noldar: Há-álfar (Deep-elves)
Teleri: Sjóálfar (elskuðu hafið)
Lindar: Telerar Amans
Sindrar: Gráálfar Beleriand
Nandor: Fylgjendur Lenwë
Silvan-álfar: Þeir sem fóru úr “ferðinni miklu” (the Great Jorney)
Laiquendi: Grænálfar Ossiriand
Orkar: teljast ekki lengur til álfa!? (jæja… ég hef þá nú samt hér!)
Fyrstu álfarnir vöknuðu vip Cuiviénen, Vökuvatn langt í austri M-e, langt á
undan sköpun sólar og mána. Ólíkt mönnun, þurftu álfar ekki að þola suma
sjúkdóma, og “ellidauða”. Á tímum the Lord of the Rings voru ennþá a.m.k. 2
álfar í Aman sem byrjuðu feril sinn í vökuvatni (voru semsagt munaðarlausir).
Þeir voru:
Ingwë: Konungur Vanyana
Olwë (Ölvir af svanahöfn), bróðir Elu Þingol - fyrrum konungs mengróttu.
Álfarnir vöknuðu já… hjá Cuivénen, á ströndum Helcar og fyrir “aftan”
Orocarni-fjöll. Álfarnir vöknuðu undir stjörnuljósi, og vissu Valarnir
upphaflega ekkert um komu þeirra, en álfarnir voru fljótt uppgvötaðir af
njósnurum Melkors, sem sendi sepnur sínar til að njósna um þá.
Hve lengi þeir voru til í austri er ekki vitað, en sögur þessa tími, af “Veiðaranum” of
“Dökka Riddaranum”, voru sagðar af Eldum er þeir komu til Aman. Það er þó vitað
að margir álfar voru teknir í fangelsi Utumno - og það er enda haldið að þeir álfar sem
náðust hafi verið forfeður Orka.
Valar uppgvötuðu fyrst það að álfar höfðu vaknað þegar Oromë, veiðandi í lönduim
Middle-earth, heyrði syngjandi raddir þeirra. Hann kallaði þá Elda - fólk stjarnanna,
en Álfanafnið (semsagt þeirra eigið nafn yfir sjálfa sig) var Quendy - þeir sem tala
með röddum (those who speak with voices). Vegna hryllingsins sem stafaði af
Melkor, fengu álfarnir fyrstu fregnir af völum, en eftir för til Amans til að segja frá
fundi sínum lifði Oromë með þeim, og verndaði um tíma.
Hugsandi um öryggi álfana í Middle-earth, sem var á þeim tíma undir stjórn Melkors,
gerðu Valar árás á Melkor. Þetta var “orrusta kraftanna” (The Battle of Powers), sem
leiddi til fyrstu fangavistar Melkors.
Eftir hrun Melkors, ákváðu Valar örlög Álfa. Skyldu þeir vera á Middle-earth? eða
skyldu þeir koma til Amans? Seinna var ákveðið að leiða Álfana undir vernd Vala - til
Valinor, og Oromë var sendu aftur til Cuiviénen til að “smala þeim saman”. (rollur
þessir áfar :þ )
Þegar hann snéri aftur, þrátt fyrir það að hann fann það að Álfarnir óttuðust Vala. Þrír
“sendiherrar” voru fyrir hönd álfa:
Ingwë
Finwë
Elwë
En þeir fóru með Oromë til Amans og sáu nóg, svo að þeir ákváðu að safna saman
álfunum og leggja af stað.
Allir fylgjendur Ingwë, og flestir fylgjendur Finwë og Elwë vildu fara og voru þeir
síðan kallaðir Vanyar, Noldar & Telerar. Ekki allir vildu fara og þeir sem ekki fóru
voru kallaðir Avari - hinir ófúsu.
Oromë leiddi flokkana 3 til Amans. Fyrstir komu Vanyarnir að ströndum M-e (í áttina
að M-e) þar sem þeir voru ákafastir að ná til Amans, síðan Noldar, og loks telerar.
Telerarnir, leiddir af Elwë og bróðir hans Olwë, voru stærsti hópurinn. Ófáir af þeim
“yfirgáfu ferðina”. Flestir þeirra voru Nandorar, leiddir af Lenwë niður Anduin.
Að lokum þegar Vanyarnir og Noldarnir náðu að ströndinni kom Ulmo með stóra
eyju og Álfarnir fóru ofan á hana. Síðan flutti Ulmo eyjuna til Amans.
Telerarnir voru síðastir og komu of seint til Beleriands til að ná eyju Ulmos. Þeir
dvöldu um skið á bökkum Gelions í austur Beleriand, en fóru seinna á strandirnar. Á
þessum tíma gerðist tvennt: Elwë týndist í Nan Elmoth þar sem hann hitti Melian, og
Ossë - sjávarmaia kom til Telera.
Margir Telera vildu ekki fara frá Beleriand þegar Ulmo kom til baka með eyjuna, og
það var vegna þess að þeir vildu bíða Elwës og af þrá til Ossë sem var einungis við
M-e. Þeir sem urðu eftir urðu að Sindrum - gráálfum undir stjórn Círdans.
Eftir föngun Melkors komu 3 aldir í mikilfengleika fyrir alla álfa. Í Aman lærðu
álfarnir af Völum og dvöldust í Tíríonsborg og Alqualondë - svanahöfn og á eyjunni
eynu - Tol Eressëa, á meðan ljósatréin gáfu ljós döfnuðu álfarnir og urðu mestu álfar
Ördu.
Mest í M-e svaf, bíðandi eftir komu sólar og tungls, Melian gæddi lífi í skógana og
Oromë reið í veiðilöndum M-e.
Bæði álfar og menn eru börn Iluvatars, svo að þau eru lík, en það eru líka mismunir
milli þessara tveggja tegunda. Álfar eru ódauðlegir, a.m.k. meðan Arda er til, þeir
þurfa ekki að þola það að verða gamlir (þeir eldast samt), og ef þeir eru drepnir fara
þeir til Mandosar.
Þrátt fyrir það þurfa Álfar, ólíkt mönnum að vera í heiminum þangað til í enda hans.
Þeir mega þó fara til Valinors þegar þeir verða leiðir á heiminum.
Álfar sjá einnig betur en Menn. Þeir eru eðlislega varir um suma hluti, sem eru faldir
hinni yngri kynslóð. En þessar gjafir eru ekki án takmarkana.
Álfar höfðu enga trú þannig séð. Þeir höfðu lifað meðal Vala, of það veitti þeim
skilning á guðunum (Völum) sem sveipaði dulúðinni af Völum, sem annars einkennir
Guði.
Af öllum völum dýrkuðu þeir mest Vöedu Elentári, kona Manwës, og kona
stjarnanna. Í M-e er hún kölluð Elbereth, Stjörnudrottning. Einnig var mikil lotning
barin fyrir Ulmo, sérstaklega á fyrstu öld.
kv. Amon