Jæja, það er nú komið að enn einni greininni minni svo…. allavegna ætla ég að reyna
að raka saman hlutum um Tröllin.
——-
Fyrstu sagnir af tröllum J.R.R. Tolkiens eru frá Nirnaeth Arnoediad árið 471 á fyrstu
öld, en hafa líklega verið til fyrr. Tröll voru enn til á tímum hringastríðsins (á enda
þriðju aldar).
Tröllin bjó Melkor í þeirri áráttu sinni að stæla bókstaflega ALLT!!!! þar með talið
drekar = ernir að því er ég best veit. Jæja, og af hverju voru nú tröllin stæluð af? svarið
fannst mér svolítið skrítið þegar ég fletti því upp, en tröllin eiga nú víst að vera til að
stæla entur (ef maður hugsar út í “sameiginleikan” þá eru entur úr tréverur, en tröll
steinverur. Þetta má svosem alveg stemma).
Orðið tröll (troll) er orð frá Skandinavískri trú. Á sindarin (fyrir þá sem ekki vita hvað
það er þá er það ein álfatunga) er það orðið “torog”.
Þetta eru tegundirnar (kanski það séu einhverjar fleyri???):
Hellatröll (cave trolls)
Þau voru aðeins séð 15 janúar árið 3019 á fyrstu öld þegar föruneytið leggur leið sína
í gegnum Moria. Þau eru kennd við neðanjarðarlíf og hafa þó verið til þónokkuð lengi
(frá því fyrir byrjun fyrstu aldar). Tekið skal fram að Tolkien bjó til tröllið bara fyrir
Moria, en að sjálfsögðu er heimurinn hans svo raunverulegur að tröllin ekki bara
koma, og það leiddi að ljósi að tröllin eiga að hafa verið til svona lengi.
Hæðatröll (hill trolls)
Tegund trölla sem lifði á hæðum og hásléttum middle-earth. Afi Aragorns, Arador var
m.a. drepinn af þessum tröllum, í hæðunum norður af Rofadal. Sveit þessara trölla var
líka í “the battle of pelennor fields” en þar voru tröllin umhverfis Morannon.
Í útliti voru þau lík mönnum, en stærri og þau virtust hafa verið þakin með harðri skel.
Þau voru óttalaus og ofbeldisfull, og eins og skepnur hlupu þau inn í bardaga og
börðu niður andstæðinga með stórum hömrum.
Fjallatröll (Mountain trolls)
Tröll sem einu öruggu heimildir af eru í “the battle of pelennor fields”, 15 mars árið
3019 á þriðju öld. Þau lifðu í fjöllum middle-earth. Þetta voru skepnurnar sem fylgdu
“hamri undirheima” - Grond, sem var hamarinn mikli sem notaður var til að brjóta
niður hlið Gondors.
Olog-hai
Fyrstu fregnir af Olog-hai´s eru frá enda þriðju aldar. Þessi tröll bjuggu í
suður-myrkviði og Mordor, en ólíkt öðrum tröllategundum bjó Sauron Olog-haiana til
og gaf þeim þann eiginleika að þeir þoldu sólarljós.
Orðið “Olog-hai” þýddi “Tröllafólk” (Troll-people), og má einnig nefna að þessi tröll
voru sterkari en venjuleg.
Snjótröll (snow trolls)
Tröll, sem aðlöguðu sig að lífi í snjó og ís. Engin snjótröll koma fyrir í verkum
Tolkiens, en það er hægt að sanna tilvist þeirra því að “the Helm Hammerhand” er
tengd einni slíkri veru í návist Dunlendinga í hinum “langa vetri” (the Long Winter).
Steintröll (stone trolls)
Tröll í þjónustu Saurons. Ekkert er vitað fyrir víst um þessar skepnur annað en það að
þær bjuggu í Vesturlöndum (Westlands) Middle-earth´s, en það má sjá því að tröllin
sem “hrekktu” Bilbo voru Steintröll.
Aðalega stuðst við “The Enciclopedia of Middle-earth”
kv. Amon