Númenor:
Númenor var eyja, mitt á milli Amans og M-e. Eyjan var búin til af völum til þeirra
manna, sem sýnt höfðu trúmensku í stríðinu gegn Morgoth (m.a. má nefna hér
afkomendur Bjárs hins gamla). Eyjan var fyrra konungsdæmi Dúndana. Mennirnir
sem dvalið höfðu í Beleriand (þessir “góðu”) voru leiddir af Elros, sem einnig er
þekktur undir nafninu Tar-Minyatur, bróðir Elronds og sonur Eärendil´s - sækappans
mikla.
Númenor þýddi “Vesturlandið” (Land in the West). Þekktastir konunga Númenóra
voru væntanlega Ar - Pharazón, Ar - Adûnakhôr (þeir tóku upp titilinn “Ar” á
Adûanic í staðin fyrir álfaheitið Tar) og Tar - Myniatur (Elros).
Elros var fyrsti konungur Númenors. Undir leiðsögn hálfálfsins var Númenor
voldugusta þjóð manna, bæði þá, og þeirra sem urðu. Aldur “Númera” hafði altaf
verið óvenjulega langur vegna “blessun” Vala (þeir gátu ekki tekið burt gjöf alföðurs,
“tímadauða”). Voldug skip þeirra komu aftur til M-e árið 600 á annari öld, en þá
reystu þeir margar hafnir og borgir.
Á fyrri tímum sögu Númenors, voru álfarnir á Tor Eressëa góðir vinir. Álfarnir
heimsóttu þá oft, og kenndu þeim mikið, en Númeronum sjálfum var bannað að koma
til Amans, eða sigla svo langt til vesturs (í átt til Amans) að þeir ekki sáu meginland
Númenors. Með tíð og tíma byrjuðu Númenar að brjóta bannið og að lokum snérist
Ar - Adûnakhôr opinberlega móti Völum, þótt þeir dyrfðust ekki að brjóta bannið.
Síðasti konungur Númera var Ar - Pharazôn hinn gullni, sem hrifsaði krúnuna frá
Míríeli árið 3255 á annari öld. Hann safnaði saman her til að ráðast á Sauron, en þegar
Sauron sá óstöðvanti kraft þeirra ákvað hann að láta leiða sig sem gísl til Númenors.
Hann öðlaðist traust Ar - Pharazôn´s og sneri honum til “Melkorstrúar” (þeir höfðu
upprunalega dýrkað Alföður - Eru). Hann manaði Pharazôn til að segja stríð á hendur
Vala. Árið 3319 á annari öld, sigldi hann með flota á móti Aman, en þegar hann snerti
Aman, var land gjafanna (Númenor) gleypt af hafdjúpunum til enda Ördu en það
þýddi að Númenor hafði verið í 3287 ár.
Sumir lifðu af hamfarirnar og var þar á meðal Ísildur og Anáríon. Þeir voru nefndir
hinir trúföstu því að þeir snéru aldrei til “Melkorstrúar”. Flóttinn var þannig að
Elendill hafði lengi verið að undirbúa flóttann (síðan Ar - Pharazôn opinberaði
vitfyrringuna) þannig að hann var tilbúinn með skip & co. (dýrmætustu hluti, vistir
o.s.frv.), og þeir fóru með hjálp Ulmos til M-e. Þar stofnuðu Elendill Arnor þar sem
hann vildi vera nálægt vini sínum Gil-Galad og Aman, og synir hans stofnuðu
Gondor, en þeir staðir, voru aðeins skuginn af mikilfengleika Númenors.
Þetta má flestallt (ef ekki allt) lesa um í Akallabêth (silmerillinn).
kv. Amon